Framherjinn Kristján Flóki Finnbogason er á leið í topplið Pepsi Max-deildar karla, KR, en vefsíðan Fótbolti.net greinir frá þessu nú undir kvöld.
Kristján Flóki hefur verið á mála hjá Start síðan í ágústmánuði 2017 og hjálpaði liðinu meðal annars að komast upp í norsku úrvlasdeildina á sínu fyrsta ári hjá félaginu.
Á síðustu leiktíð var hann svo lánaður til Brommapojkarna í Svíþjóð og hefur verið inn og út úr liðinu á þessari leiktíð. Norska úrvalsdeildin er nú í sumarfríi.
Fótbolti.net segir að KR-ingar muni kaupa Kristján Flóka af Start og þeir séu að hafa betur í baráttunni um hann við uppeldisfélag hans, FH, en Flóki er fæddur og uppalinn í Kaplakrika.
KR-ingar eru með sjö stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar, eru komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins og eru nú staddir í Noregi þar sem þeir mæta Molde í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Segja Kristján Flóka á leið í KR
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



