Ungir drengir slá í gegn með Blóðmör Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2019 14:56 Þrátt fyrir ungan aldur eru þessir piltar að gera það gott í tónlistarheiminum. Blóðmör Hljómsveitin Blóðmör hefur verið á mikilli siglingu eftir að sveitin sigraði Músíktilraunir í vor. Nú hafa þeir gefið út plötuna Líkþorn sem inniheldur fimm lög en upptökur á plötunni hófust í fyrrahaust. Platan seldist upp á einum degi en hún er einnig aðgengileg öllum sem vilja á netinu án endurgjalds. Það er því ljóst að mikil eftirspurn er eftir sveitinni sem mun koma fram á Eistnaflugi á Neskaupstað um helgina. Því næst mun hljómsveitin spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi og á Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Sveitin kom saman árið 2016 en drengirnir þrír eru allir undir tvítugu. Haukur Þór Valdimarsson, sautján ára, spilar á rafgítar og syngur, Matthías Stefánsson, einnig sautján ára, spilar á rafbassa og syngur og þá spilar aldursforsetinn, Ísak Þorsteinsson sem er átján ára, á trommur. Platan inniheldur lögin Líkþorn, Klósettið, Skuggalegir menn, Frumskógurinn og Barnaníðingur.Hægt er að hlusta á Líkþorn í spilaranum hér að neðan.Líkþorn by Blóðmör Tónlist Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Blóðmör hefur verið á mikilli siglingu eftir að sveitin sigraði Músíktilraunir í vor. Nú hafa þeir gefið út plötuna Líkþorn sem inniheldur fimm lög en upptökur á plötunni hófust í fyrrahaust. Platan seldist upp á einum degi en hún er einnig aðgengileg öllum sem vilja á netinu án endurgjalds. Það er því ljóst að mikil eftirspurn er eftir sveitinni sem mun koma fram á Eistnaflugi á Neskaupstað um helgina. Því næst mun hljómsveitin spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi og á Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Sveitin kom saman árið 2016 en drengirnir þrír eru allir undir tvítugu. Haukur Þór Valdimarsson, sautján ára, spilar á rafgítar og syngur, Matthías Stefánsson, einnig sautján ára, spilar á rafbassa og syngur og þá spilar aldursforsetinn, Ísak Þorsteinsson sem er átján ára, á trommur. Platan inniheldur lögin Líkþorn, Klósettið, Skuggalegir menn, Frumskógurinn og Barnaníðingur.Hægt er að hlusta á Líkþorn í spilaranum hér að neðan.Líkþorn by Blóðmör
Tónlist Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira