Síðasta haustið vekur upp sterkar tilfinningar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2019 09:00 Yrsa segir Síðasta haustið ekki nostalgíska mynd um að allt hafi verið betra áður heldur fjalla um breytingar. Kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary er stór og þangað koma margir almennir áhorfendur, auk fagfólks í kvikmyndum,“ segir Yrsa Roca Fannberg, nýkomin heim frá Tékklandi þar sem mynd hennar, Síðasta haustið, var heimsfrumsýnd. Í stuttu máli fjallar myndin um síðasta haustið sem hjónin Úlfar Eyjólfsson og Oddný Þórðardóttir á Krossnesi á Ströndum smala fé sínu í réttir því þau eru að leggja búskapinn af. Hún var tekin haustið 2016 þegar fjórir bændur af átta hættu búskap í Árneshreppi. Yrsa segir aðstandendur myndarinnar hafa fundið fyrir miklum meðbyr í Karlovy Vary. „Það var fullt á öllum sýningum og áhorfendur þurftu margs að spyrja,“ segir hún. „Meðal þess sem vakti forvitni var af hverju myndin væri tekin á filmu en ekki með stafrænni tækni, eins og nú er langalgengast. Ég viðurkenni að það var pínu áskorun að taka hana á filmu, því þá sér maður ekki hvað maður hefur í höndunum og ekkert er hægt að endurtaka. Svo vöknuðu spurningar um landslag í íslenskum kvikmyndum, því það er oft rómantíserað. Við gerðum það ekki, heldur lögðum áherslu á manninn í landslaginu en ekki öfugt. Svo velti fólk fyrir sér af hverju fólkinu fækkaði í Árneshreppi og hvort túrisminn gæti ekki glætt lífið þar. Ég vil taka það fram að þetta er ekki saga um virkjun eða ekki virkjun. Þarna er bara fylgst með hjónunum í Krossnesi smala fé sínu til slátrunar en ekkert verið að spyrja þau nærgöngulla spurninga. Í raun er þetta saga bænda hvar sem er á afskekktum stöðum. Sýningargestir höfðu líka mikinn áhuga á Úlfari og hvort það hefði verið erfitt fyrir mig að sannfæra hann um að ég fengi að elta hann.“ Síðasta haustið hefur skírskotun í sköpunarsöguna og hringrás lífsins sem kristallast í ljóði eftir Sjón í upphafi myndar og tónlist Gyðu Valtýsdóttur dýpkar, að sögn Yrsu. „Myndin vekur upp sterkar tilfinningar, fólki er ekki sagt hvað það eigi að hugsa heldur upplifir það. Ég veit að það er klisja að segja að hún sé ljóðræn, en hún er það,“ segir hún. Yrsa segir það bíða til hausts að frumsýna myndina hér á landi, það þýði ekkert að hugsa um það um hásumarið. Hún segir margar beiðnir hafa borist um að sýna hana á hátíðum úti í heimi. Veit samt ekki hvað gerist næst. Yrsa er með ljósmyndasýningu í Þjóðminjasafninu, á svokölluðum Vegg til 1. september. Þar eru myndir úr Árneshreppi. „Ég fór þangað fyrst 2011 og hef síðan farið þangað á hverju hausti að smala, hélt líka ljósmyndanámskeið í skólanum meðan hann var,“ lýsir hún og kveðst hafa verið hálfgerður heimalningur í sveitinni. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary er stór og þangað koma margir almennir áhorfendur, auk fagfólks í kvikmyndum,“ segir Yrsa Roca Fannberg, nýkomin heim frá Tékklandi þar sem mynd hennar, Síðasta haustið, var heimsfrumsýnd. Í stuttu máli fjallar myndin um síðasta haustið sem hjónin Úlfar Eyjólfsson og Oddný Þórðardóttir á Krossnesi á Ströndum smala fé sínu í réttir því þau eru að leggja búskapinn af. Hún var tekin haustið 2016 þegar fjórir bændur af átta hættu búskap í Árneshreppi. Yrsa segir aðstandendur myndarinnar hafa fundið fyrir miklum meðbyr í Karlovy Vary. „Það var fullt á öllum sýningum og áhorfendur þurftu margs að spyrja,“ segir hún. „Meðal þess sem vakti forvitni var af hverju myndin væri tekin á filmu en ekki með stafrænni tækni, eins og nú er langalgengast. Ég viðurkenni að það var pínu áskorun að taka hana á filmu, því þá sér maður ekki hvað maður hefur í höndunum og ekkert er hægt að endurtaka. Svo vöknuðu spurningar um landslag í íslenskum kvikmyndum, því það er oft rómantíserað. Við gerðum það ekki, heldur lögðum áherslu á manninn í landslaginu en ekki öfugt. Svo velti fólk fyrir sér af hverju fólkinu fækkaði í Árneshreppi og hvort túrisminn gæti ekki glætt lífið þar. Ég vil taka það fram að þetta er ekki saga um virkjun eða ekki virkjun. Þarna er bara fylgst með hjónunum í Krossnesi smala fé sínu til slátrunar en ekkert verið að spyrja þau nærgöngulla spurninga. Í raun er þetta saga bænda hvar sem er á afskekktum stöðum. Sýningargestir höfðu líka mikinn áhuga á Úlfari og hvort það hefði verið erfitt fyrir mig að sannfæra hann um að ég fengi að elta hann.“ Síðasta haustið hefur skírskotun í sköpunarsöguna og hringrás lífsins sem kristallast í ljóði eftir Sjón í upphafi myndar og tónlist Gyðu Valtýsdóttur dýpkar, að sögn Yrsu. „Myndin vekur upp sterkar tilfinningar, fólki er ekki sagt hvað það eigi að hugsa heldur upplifir það. Ég veit að það er klisja að segja að hún sé ljóðræn, en hún er það,“ segir hún. Yrsa segir það bíða til hausts að frumsýna myndina hér á landi, það þýði ekkert að hugsa um það um hásumarið. Hún segir margar beiðnir hafa borist um að sýna hana á hátíðum úti í heimi. Veit samt ekki hvað gerist næst. Yrsa er með ljósmyndasýningu í Þjóðminjasafninu, á svokölluðum Vegg til 1. september. Þar eru myndir úr Árneshreppi. „Ég fór þangað fyrst 2011 og hef síðan farið þangað á hverju hausti að smala, hélt líka ljósmyndanámskeið í skólanum meðan hann var,“ lýsir hún og kveðst hafa verið hálfgerður heimalningur í sveitinni.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira