Fái ekki að setja fé í innlán í Seðlabankann Hörður Ægisson skrifar 10. júlí 2019 08:15 Már Guðmundsson lætur af embætti seðlabankastjóra í næsta mánuði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Vinna stendur nú yfir innan Seðlabanka Íslands, samkvæmt heimildum Markaðarins, sem miðar að því að Íbúðalánasjóði verði ekki lengur heimilt að ráðstafa lausu fé sjóðsins til fjárfestinga í bundnum innlánum í Seðlabankanum. Þess í stað þyrfti Íbúðalánasjóður þá að leita annarra fjárfestingakosta, meðal annars í innlánsreikningum í viðskiptabönkunum, sértryggðum skuldabréfum bankanna og ríkisskuldabréfum. Innlán sjóðsins í Seðlabankanum nema í dag samtals hátt í hundrað milljörðum króna. Markmiðið með þessum breytingum, sem væntingar eru um að geti orðið að veruleika innan fárra vikna og væru í reynd ígildi aukins peningamagns í umferð, eru einkum að reyna að auka framboð af lánsfjármagni á fjármálamarkaði. Lausafjárstaða stóru bankanna í krónum hefur versnað mjög á síðustu mánuðum og misserum, en fjármálastöðugleikaráð sá ástæðu til að vekja sérstaklega athygli á þeirri þróun í síðustu fundargerð sinni. Viðmælendur Markaðarins innan bankakerfisins segja að vegna þröngrar lausafjárstöðu hafni þeir nú í fleiri tilfellum en áður að fjármagna verkefni sem þeir hefðu að öðrum kosti kosið að fjármagna. Bankarnir vilji ekki að lausafjárhlutfall þeirra í krónum verði lægra. Vextir á sjö daga bundnum innlánum í Seðlabankanum, sem eru iðulega nefndir meginvextir bankans, eru í dag 3,75 prósent en vextir Seðlabankans hafa verið lækkaðir um samanlagt 0,75 prósentur á síðustu tveimur mánuðum. Í árslok 2018 námu innlán Íbúðalánasjóðs í Seðlabankanum um 68 milljörðum en samkvæmt heimildum Markaðarins hafa þau aukist talsvert sem af er árinu og nema nú hátt í hundrað milljörðum. Hið mikla lausafé sem sjóðurinn er með bundið á innlánsreikningum í Seðlabankanum, og hefur aukist verulega síðustu ár, er í raun peningamagn sem hefur verið tekið úr umferð. Vaxtalækkanir skila sér illa Vinna Seðlabankans miðar þess vegna að því, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að með því að heimila ekki lengur Íbúðalánasjóði að ávaxta þetta fé á innlánsreikningum í Seðlabankanum heldur að beina því í aðra fjárfestingakosti, eins og í innlán í viðskiptabönkunum, væri það til þess fallið að bæta lausafjárstöðu bankanna og um leið auka útlánagetu þeirra. Þá væri það eins til þess að lækka vexti á markaði ef þessir fjármunir myndu að hluta til leita í fjárfestingar í ríkisskuldabréfum eða sértryggðum skuldabréfum bankanna. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa dregist saman um tugi prósenta síðustu ár og fór lausafjárhlutfall þeirra allra undir 100 prósent í lok síðasta árs. Í lok fyrsta ársfjórðungs var hlutfallið lægst hjá Landsbankanum, 46 prósent, 93 prósent hjá Íslandsbanka og 106 prósent í tilfelli Arion banka. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall á bilinu 90 til 193 prósent á árinu 2016. Í nýlegri skýrslu hagfræðideildar Landsbankans um stöðu íslensku viðskiptabankanna er bent á að lágt lausafjárhlutfall bankanna þýði að þeir muni hafa takmarkað svigrúm til þess að stækka útlánasöfn sín. „Reglur um lausafé eru nú að okkar mati orðnar meira hamlandi fyrir lánavöxt og arðgreiðslur en eiginfjárkröfur,“ segir í skýrslu hagfræðideildarinnar. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagði í samtali við Markaðinn síðasta miðvikudag að „háar eiginfjár- og lausafjárkröfur, auk arðsemi bankanna, gerðu það að verkum að aðgerðir til þess að lækka vexti, til að mynda rýmkun heimilda til þess að eiga veðlánaviðskipti við Seðlabankann, skila sér ekki í eins miklum mæli og annars væri.“ Nýleg breyting á reglum Seðlabankans sem felur í sér að sértryggð skuldabréf bankanna eru nú orðin hæf til trygginga í endurhverfum viðskiptum þeirra við Seðlabankann sé afar jákvætt skref en marki þó engin tímamót. hordur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Vinna stendur nú yfir innan Seðlabanka Íslands, samkvæmt heimildum Markaðarins, sem miðar að því að Íbúðalánasjóði verði ekki lengur heimilt að ráðstafa lausu fé sjóðsins til fjárfestinga í bundnum innlánum í Seðlabankanum. Þess í stað þyrfti Íbúðalánasjóður þá að leita annarra fjárfestingakosta, meðal annars í innlánsreikningum í viðskiptabönkunum, sértryggðum skuldabréfum bankanna og ríkisskuldabréfum. Innlán sjóðsins í Seðlabankanum nema í dag samtals hátt í hundrað milljörðum króna. Markmiðið með þessum breytingum, sem væntingar eru um að geti orðið að veruleika innan fárra vikna og væru í reynd ígildi aukins peningamagns í umferð, eru einkum að reyna að auka framboð af lánsfjármagni á fjármálamarkaði. Lausafjárstaða stóru bankanna í krónum hefur versnað mjög á síðustu mánuðum og misserum, en fjármálastöðugleikaráð sá ástæðu til að vekja sérstaklega athygli á þeirri þróun í síðustu fundargerð sinni. Viðmælendur Markaðarins innan bankakerfisins segja að vegna þröngrar lausafjárstöðu hafni þeir nú í fleiri tilfellum en áður að fjármagna verkefni sem þeir hefðu að öðrum kosti kosið að fjármagna. Bankarnir vilji ekki að lausafjárhlutfall þeirra í krónum verði lægra. Vextir á sjö daga bundnum innlánum í Seðlabankanum, sem eru iðulega nefndir meginvextir bankans, eru í dag 3,75 prósent en vextir Seðlabankans hafa verið lækkaðir um samanlagt 0,75 prósentur á síðustu tveimur mánuðum. Í árslok 2018 námu innlán Íbúðalánasjóðs í Seðlabankanum um 68 milljörðum en samkvæmt heimildum Markaðarins hafa þau aukist talsvert sem af er árinu og nema nú hátt í hundrað milljörðum. Hið mikla lausafé sem sjóðurinn er með bundið á innlánsreikningum í Seðlabankanum, og hefur aukist verulega síðustu ár, er í raun peningamagn sem hefur verið tekið úr umferð. Vaxtalækkanir skila sér illa Vinna Seðlabankans miðar þess vegna að því, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að með því að heimila ekki lengur Íbúðalánasjóði að ávaxta þetta fé á innlánsreikningum í Seðlabankanum heldur að beina því í aðra fjárfestingakosti, eins og í innlán í viðskiptabönkunum, væri það til þess fallið að bæta lausafjárstöðu bankanna og um leið auka útlánagetu þeirra. Þá væri það eins til þess að lækka vexti á markaði ef þessir fjármunir myndu að hluta til leita í fjárfestingar í ríkisskuldabréfum eða sértryggðum skuldabréfum bankanna. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa dregist saman um tugi prósenta síðustu ár og fór lausafjárhlutfall þeirra allra undir 100 prósent í lok síðasta árs. Í lok fyrsta ársfjórðungs var hlutfallið lægst hjá Landsbankanum, 46 prósent, 93 prósent hjá Íslandsbanka og 106 prósent í tilfelli Arion banka. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall á bilinu 90 til 193 prósent á árinu 2016. Í nýlegri skýrslu hagfræðideildar Landsbankans um stöðu íslensku viðskiptabankanna er bent á að lágt lausafjárhlutfall bankanna þýði að þeir muni hafa takmarkað svigrúm til þess að stækka útlánasöfn sín. „Reglur um lausafé eru nú að okkar mati orðnar meira hamlandi fyrir lánavöxt og arðgreiðslur en eiginfjárkröfur,“ segir í skýrslu hagfræðideildarinnar. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagði í samtali við Markaðinn síðasta miðvikudag að „háar eiginfjár- og lausafjárkröfur, auk arðsemi bankanna, gerðu það að verkum að aðgerðir til þess að lækka vexti, til að mynda rýmkun heimilda til þess að eiga veðlánaviðskipti við Seðlabankann, skila sér ekki í eins miklum mæli og annars væri.“ Nýleg breyting á reglum Seðlabankans sem felur í sér að sértryggð skuldabréf bankanna eru nú orðin hæf til trygginga í endurhverfum viðskiptum þeirra við Seðlabankann sé afar jákvætt skref en marki þó engin tímamót. hordur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent