22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júlí 2019 18:15 22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. Magnið sem haldlagt hefur verið það sem af er þessa árs nálgast sama magn og allt árið 2017 sem var metár. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir að lögreglan hafi handtekið einstakling sem tæpt kíló af MDMA dufti á sér þann 18. júlí síðastliðinn. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafi stöðvað viðkomandi sem kom til landsins frá Brussel í Belgíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða 22 ára gamla íslenska konu. Jón Halldór segir að efnin hafi fundist utan klæða. Þá hafi einnig viðkomandi einnig verið með efni innvortis. Hann segir ekki algengt að MDMA duft náist á flugstöðinni. Efnið sé í svipuðum styrkleikaflokki og kókaín og amfetamín. „Þetta er gjarnan notað í framleiðslu á ecstasy töflum,“ segir Jón Halldór og bætir við að unnið sé að því að komast að því hvert efnin áttu að fara.Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Aðsend„Það er það sem þessi rannsókn snýst um, að upplýsa það,“ segir Jón Halldór en konunni var sleppt úr haldi síðastliðinn föstudag. „Rannsókn málsins er enn í fullum gangi.“ Að undanförnu hefur lögreglan á Suðurnesjum verið með tvö önnur stór fíkniefnamál til rannsóknar að undanförnu. Þrír ungir karlmenn eru enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað rúmlega sextán kílóum af kókaíni til landsins og þá voru tveir karlmenn handteknir fyrr í þessum mánuði fyrir að hafa reynt að smygla tveimur kílóum af kristölluðu metamfetamíni til landsins. Það sem af er ári hefur embættið lagt hald á mun meira magn af fíkniefnum en allt árið í fyrra þegar um fimmtán kíló náðust. Í hitt í fyrra eða árið 2017 var metár í haldlagningu fíkniefna hjá embættinu og segir Jón Halldór að magnið í ár sé sambærilegt því sem náðist allt árið 2017. „Þá tókum við um 46 kíló af sterkum fíkniefnum sem að fóru um flugvöllinn. Nú er farið að slaga hátt í það. Það er allavega veruleg aukning frá árinu í fyrra,“ segir Jón Halldór. Hann bætir við að Tollgæslan og lögreglan á Suðurnesjum vinni hart að því að reyna stöðva innflutning fíkniefna. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira
22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. Magnið sem haldlagt hefur verið það sem af er þessa árs nálgast sama magn og allt árið 2017 sem var metár. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir að lögreglan hafi handtekið einstakling sem tæpt kíló af MDMA dufti á sér þann 18. júlí síðastliðinn. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafi stöðvað viðkomandi sem kom til landsins frá Brussel í Belgíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða 22 ára gamla íslenska konu. Jón Halldór segir að efnin hafi fundist utan klæða. Þá hafi einnig viðkomandi einnig verið með efni innvortis. Hann segir ekki algengt að MDMA duft náist á flugstöðinni. Efnið sé í svipuðum styrkleikaflokki og kókaín og amfetamín. „Þetta er gjarnan notað í framleiðslu á ecstasy töflum,“ segir Jón Halldór og bætir við að unnið sé að því að komast að því hvert efnin áttu að fara.Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Aðsend„Það er það sem þessi rannsókn snýst um, að upplýsa það,“ segir Jón Halldór en konunni var sleppt úr haldi síðastliðinn föstudag. „Rannsókn málsins er enn í fullum gangi.“ Að undanförnu hefur lögreglan á Suðurnesjum verið með tvö önnur stór fíkniefnamál til rannsóknar að undanförnu. Þrír ungir karlmenn eru enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað rúmlega sextán kílóum af kókaíni til landsins og þá voru tveir karlmenn handteknir fyrr í þessum mánuði fyrir að hafa reynt að smygla tveimur kílóum af kristölluðu metamfetamíni til landsins. Það sem af er ári hefur embættið lagt hald á mun meira magn af fíkniefnum en allt árið í fyrra þegar um fimmtán kíló náðust. Í hitt í fyrra eða árið 2017 var metár í haldlagningu fíkniefna hjá embættinu og segir Jón Halldór að magnið í ár sé sambærilegt því sem náðist allt árið 2017. „Þá tókum við um 46 kíló af sterkum fíkniefnum sem að fóru um flugvöllinn. Nú er farið að slaga hátt í það. Það er allavega veruleg aukning frá árinu í fyrra,“ segir Jón Halldór. Hann bætir við að Tollgæslan og lögreglan á Suðurnesjum vinni hart að því að reyna stöðva innflutning fíkniefna.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira