Ólafur: Enginn beygur í mér svo lengi sem mér er treyst fyrir þessu verkefni Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. júlí 2019 20:33 FH-ingarnir hans Ólafs hafa tapað tveimur leikjum í röð. vísir/vilhelm „Svekkjandi tap. Mér fannst við hafa algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við vorum að skapa færi og svo framvegis. Það þarf oft ekki mikið. Þeir gerðu betur heldur en við í því sem skiptir máli. Við náðum ekki að verjast þessu marki þeirra og við nýttum ekki gríðarlega yfirburði í fyrri hálfleik og því fór sem fór,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir tapið fyrir KA, 1-0, í dag. Annað tap FH á innan við viku en Ólafur telur að sitt lið hafi spilað mun betur í dag en gegn HK. „Það var himinn og haf á milli frammistöðunnar í dag og í leiknum gegn HK. Þá var frammistaðan ekki góð. Frammistaðan í dag var betri. Markmaðurinn okkar var óheppinn í markinu sem þeir skora. Það hefði líka getað gerst hinumegin en stundum fellur þetta ekki fyrir mann,“ segir Ólafur. FH í sjötta sæti deildarinnar og stefnir í að þeir verði fjórtán stigum frá toppliði KR að þessari umferð lokinni. FH-ingar geta því algjörlega útilokað alla möguleika á Íslandsmeistaratitli þetta sumarið. „Við þurfum að vinna í því að koma okkur út úr þessari stöðu. Þetta snýst um að halda fókus. Þá eigum við möguleika á að tengja saman sigra,“ segir Ólafur sem kveðst óhræddur við að takast á við framhaldið hjá FH. „Það er enginn beygur í mér svo lengi sem mér er treyst fyrir þessu verkefni. FH hefur náð frábærum árangri í gegnum tíðina. Félagið er ekki á þeim stað núna og það þarf menn sem eru tilbúnir að taka þátt í því að snúa því við. Einn eða tveir leikir breyta því ekki,“ sagði Ólafur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 1-0 FH │Þrumufleygur Hallgríms sökkti FH KA-menn lyftu sér upp úr fallsæti með 1-0 sigri á lánlausum FH-ingum. 28. júlí 2019 20:15 Mörkin úr langþráðum sigrum KA og Grindavíkur KA vann FH og Grindavík lagði botnlið ÍBV að velli. 28. júlí 2019 19:05 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
„Svekkjandi tap. Mér fannst við hafa algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við vorum að skapa færi og svo framvegis. Það þarf oft ekki mikið. Þeir gerðu betur heldur en við í því sem skiptir máli. Við náðum ekki að verjast þessu marki þeirra og við nýttum ekki gríðarlega yfirburði í fyrri hálfleik og því fór sem fór,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir tapið fyrir KA, 1-0, í dag. Annað tap FH á innan við viku en Ólafur telur að sitt lið hafi spilað mun betur í dag en gegn HK. „Það var himinn og haf á milli frammistöðunnar í dag og í leiknum gegn HK. Þá var frammistaðan ekki góð. Frammistaðan í dag var betri. Markmaðurinn okkar var óheppinn í markinu sem þeir skora. Það hefði líka getað gerst hinumegin en stundum fellur þetta ekki fyrir mann,“ segir Ólafur. FH í sjötta sæti deildarinnar og stefnir í að þeir verði fjórtán stigum frá toppliði KR að þessari umferð lokinni. FH-ingar geta því algjörlega útilokað alla möguleika á Íslandsmeistaratitli þetta sumarið. „Við þurfum að vinna í því að koma okkur út úr þessari stöðu. Þetta snýst um að halda fókus. Þá eigum við möguleika á að tengja saman sigra,“ segir Ólafur sem kveðst óhræddur við að takast á við framhaldið hjá FH. „Það er enginn beygur í mér svo lengi sem mér er treyst fyrir þessu verkefni. FH hefur náð frábærum árangri í gegnum tíðina. Félagið er ekki á þeim stað núna og það þarf menn sem eru tilbúnir að taka þátt í því að snúa því við. Einn eða tveir leikir breyta því ekki,“ sagði Ólafur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 1-0 FH │Þrumufleygur Hallgríms sökkti FH KA-menn lyftu sér upp úr fallsæti með 1-0 sigri á lánlausum FH-ingum. 28. júlí 2019 20:15 Mörkin úr langþráðum sigrum KA og Grindavíkur KA vann FH og Grindavík lagði botnlið ÍBV að velli. 28. júlí 2019 19:05 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 1-0 FH │Þrumufleygur Hallgríms sökkti FH KA-menn lyftu sér upp úr fallsæti með 1-0 sigri á lánlausum FH-ingum. 28. júlí 2019 20:15
Mörkin úr langþráðum sigrum KA og Grindavíkur KA vann FH og Grindavík lagði botnlið ÍBV að velli. 28. júlí 2019 19:05