Tuttugu dóma beðið frá MDE Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. júlí 2019 10:00 Stefán Karl Kristjánsson lögmaður, bíður niðurstöðu MDE í sínu máli. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Auk þeirra sex áfellisdóma sem fallið hafa hjá Mannréttindadómstól Evrópu um íslenskt refsivörslukerfi á árinu bíða að minnsta kosti 20 mál enn afgreiðslu í Strassborg. Sjö mál bíða dóms, eitt bíður endurskoðunar efri deildar og eitt til viðbótar ákvörðunar um hvort fallist verði á beiðni íslenskra stjórnvalda um endurskoðun en það er Landsréttarmálið. Þá hefur að minnsta kosti tólf málum af sama meiði og Landsréttarmálið verið vísað til MDE þar sem þau bíða afgreiðslu. Reikna má með að afgreiðsla þeirra bíði þar til afstaða hefur verið tekin til endurskoðunar efri deilar. Helga M. Óttarsdóttir lögmaður Fimm dómþolar dóms um refsivert verðsamráð Húsasmiðjunnar og Byko bíða niðurstöðu sinna mála hjá MDE en fyrsti dómurinn vegna þess máls féll nýlega í Strassborg. Niðurstaða dómsins var sú að brotið hefði verið á rétti til réttlátrar málsmeðferðar við meðferð málsins í Hæstarétti. Kærandi málsins var sýknaður í héraði en Hæstiréttur sneri þeim dómi við og sakfelldi hann með vísan til framburðar vitna sem ekki voru kölluð fyrir Hæstarétt. Áhrif þessa nýfallna dóms á hin málin verða skoðuð að loknum sumarfríum segir í svari ríkislögmanns við fyrirspurn Fréttablaðsins. Það flæki hins vegar málin að sakfellingardómar Hæstaréttar standa enn og verður ekki sjálfkrafa hrundið með dómum MDE. Það greiðir heldur ekki úr óvissunni að Hæstiréttur kvað nýlega upp dóm sem felldi ákvörðun endurupptökunefndar um endurupptöku máls úr gildi á þeim forsendum að dómar MDE leiði ekki sjálfkrafa til þess að skilyrði endurupptöku teljist uppfyllt. Gestur Jónsson lögmaður. Mál Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, bíður einnig efnisniðurstöðu í Strassborg. Elín var sakfelld fyrir þátttöku í umboðssvikum í svokölluðu Ímon-máli. Hún var sýknuð í héraði en Hæstiréttur sneri þeim dómi við og dæmdi hana til 18 mánaða fangelsisvistar. Í kæru sinni til Mannréttindadómstólsins byggir Elín á því að dómarar við Hæstarétt, sem áttu hlutabréf í Landsbankanum og urðu fyrir tjóni við fall bankans, hefðu átt að víkja sæti í málinu vegna vanhæfis. Fyrr á árinu var fallist á beiðni um endurupptöku dóms Hæstaréttar í málinu og bíður Elín því niðurstöðu á tvennum vígstöðvum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson „Það eru mörg álitamál um hvernig spilast úr þessum málum og þetta er náttúrulega alveg fordæmalaust,“ segir Helga M. Óttarsdóttir, lögmaður Elínar. Hún segir enga leið að spá um hvor dómstóllinn kveði upp dóm á undan og einnig sé erfitt að spá um áhrif fyrrnefnds dóms Hæstaréttar, sem felldi úr gildi ákvörðun endurupptökunefndar um endurupptöku máls á grundvelli áfellingardóms frá Strassborg. Eins og Fréttablaðið greindi frá er mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall til meðferðar hjá efri deild MDE. Annað mál af sama meiði bíður enn meðferðar í Strassborg en lögmaðurinn Stefán Karl Kristjánsson kærði sambærilega málsmeðferð um réttarfarssekt sem honum var gerð árið 2017. Fyrir réttarkerfið er þó mest undir í þeirri óvissu sem enn ríkir um afdrif Landsréttarmálsins og niðurstöðu MDE sem íslensk stjórnvöld hafa óskað endurskoðunar á. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Breyta þarf lögum ef dómar MDE eigi sjálfkrafa að veita rétt til endurupptöku Breyta þarf lögum ef dómar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna brots á málsmeðferð eigi sjálfkrafa að veita rétt til endurupptöku sakamála hér á landi. Hæstiréttur Íslands hafnaði endurupptöku í nýlegum dómi og vísaði sérstaklega til þess að engin lagaheimild væri til staðar. 17. júlí 2019 18:00 Ljóst í september hvort yfirdeild MDE tekur Landsréttarmál fyrir Enn er þess beðið hvort yfirdeildin kjósi að taka málið fyrir. 2. júlí 2019 20:31 Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Auk þeirra sex áfellisdóma sem fallið hafa hjá Mannréttindadómstól Evrópu um íslenskt refsivörslukerfi á árinu bíða að minnsta kosti 20 mál enn afgreiðslu í Strassborg. Sjö mál bíða dóms, eitt bíður endurskoðunar efri deildar og eitt til viðbótar ákvörðunar um hvort fallist verði á beiðni íslenskra stjórnvalda um endurskoðun en það er Landsréttarmálið. Þá hefur að minnsta kosti tólf málum af sama meiði og Landsréttarmálið verið vísað til MDE þar sem þau bíða afgreiðslu. Reikna má með að afgreiðsla þeirra bíði þar til afstaða hefur verið tekin til endurskoðunar efri deilar. Helga M. Óttarsdóttir lögmaður Fimm dómþolar dóms um refsivert verðsamráð Húsasmiðjunnar og Byko bíða niðurstöðu sinna mála hjá MDE en fyrsti dómurinn vegna þess máls féll nýlega í Strassborg. Niðurstaða dómsins var sú að brotið hefði verið á rétti til réttlátrar málsmeðferðar við meðferð málsins í Hæstarétti. Kærandi málsins var sýknaður í héraði en Hæstiréttur sneri þeim dómi við og sakfelldi hann með vísan til framburðar vitna sem ekki voru kölluð fyrir Hæstarétt. Áhrif þessa nýfallna dóms á hin málin verða skoðuð að loknum sumarfríum segir í svari ríkislögmanns við fyrirspurn Fréttablaðsins. Það flæki hins vegar málin að sakfellingardómar Hæstaréttar standa enn og verður ekki sjálfkrafa hrundið með dómum MDE. Það greiðir heldur ekki úr óvissunni að Hæstiréttur kvað nýlega upp dóm sem felldi ákvörðun endurupptökunefndar um endurupptöku máls úr gildi á þeim forsendum að dómar MDE leiði ekki sjálfkrafa til þess að skilyrði endurupptöku teljist uppfyllt. Gestur Jónsson lögmaður. Mál Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, bíður einnig efnisniðurstöðu í Strassborg. Elín var sakfelld fyrir þátttöku í umboðssvikum í svokölluðu Ímon-máli. Hún var sýknuð í héraði en Hæstiréttur sneri þeim dómi við og dæmdi hana til 18 mánaða fangelsisvistar. Í kæru sinni til Mannréttindadómstólsins byggir Elín á því að dómarar við Hæstarétt, sem áttu hlutabréf í Landsbankanum og urðu fyrir tjóni við fall bankans, hefðu átt að víkja sæti í málinu vegna vanhæfis. Fyrr á árinu var fallist á beiðni um endurupptöku dóms Hæstaréttar í málinu og bíður Elín því niðurstöðu á tvennum vígstöðvum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson „Það eru mörg álitamál um hvernig spilast úr þessum málum og þetta er náttúrulega alveg fordæmalaust,“ segir Helga M. Óttarsdóttir, lögmaður Elínar. Hún segir enga leið að spá um hvor dómstóllinn kveði upp dóm á undan og einnig sé erfitt að spá um áhrif fyrrnefnds dóms Hæstaréttar, sem felldi úr gildi ákvörðun endurupptökunefndar um endurupptöku máls á grundvelli áfellingardóms frá Strassborg. Eins og Fréttablaðið greindi frá er mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall til meðferðar hjá efri deild MDE. Annað mál af sama meiði bíður enn meðferðar í Strassborg en lögmaðurinn Stefán Karl Kristjánsson kærði sambærilega málsmeðferð um réttarfarssekt sem honum var gerð árið 2017. Fyrir réttarkerfið er þó mest undir í þeirri óvissu sem enn ríkir um afdrif Landsréttarmálsins og niðurstöðu MDE sem íslensk stjórnvöld hafa óskað endurskoðunar á.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Breyta þarf lögum ef dómar MDE eigi sjálfkrafa að veita rétt til endurupptöku Breyta þarf lögum ef dómar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna brots á málsmeðferð eigi sjálfkrafa að veita rétt til endurupptöku sakamála hér á landi. Hæstiréttur Íslands hafnaði endurupptöku í nýlegum dómi og vísaði sérstaklega til þess að engin lagaheimild væri til staðar. 17. júlí 2019 18:00 Ljóst í september hvort yfirdeild MDE tekur Landsréttarmál fyrir Enn er þess beðið hvort yfirdeildin kjósi að taka málið fyrir. 2. júlí 2019 20:31 Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Breyta þarf lögum ef dómar MDE eigi sjálfkrafa að veita rétt til endurupptöku Breyta þarf lögum ef dómar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna brots á málsmeðferð eigi sjálfkrafa að veita rétt til endurupptöku sakamála hér á landi. Hæstiréttur Íslands hafnaði endurupptöku í nýlegum dómi og vísaði sérstaklega til þess að engin lagaheimild væri til staðar. 17. júlí 2019 18:00
Ljóst í september hvort yfirdeild MDE tekur Landsréttarmál fyrir Enn er þess beðið hvort yfirdeildin kjósi að taka málið fyrir. 2. júlí 2019 20:31
Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. 17. júlí 2019 06:00