Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2019 18:45 Gleðiganga Hinsegin-daga verður farin viku seinna í ár en venja hefur verið. Ein ástæðan er vegna stórtónleika Ed Sheeran í Laugardalnum og spurning hvort Reykjavíkurborg hefði þolað tvo stórviðburði á einum degi. Dæmi eru um að erlendir gestir hátíðarinnar hafi verið búnir að bóka flug og gistingu, muni missa af göngunni. Tuttugu ár eru síðan Hinsegin dagar voru haldnir í fyrsta skipti a Íslandi og í tilefni tímamótanna verður blásið til mikilla hátíðahalda í Reykjavík frá 8. ágúst sem endar með árvissir Gleðigöngu í miðborginni. „Bæði eru 50 ár frá Stonewall og við erum að fagna 20 ára afmæli hér í Reykjavík þannig að við erum fyrst og fremst að lengja dagskrána. Dagskrá Hinsegin-daga stendur í tíu daga, ekki sex eins og síðustu ár. Við erum að bjóða upp á miklu fjölbreyttari og fleiri viðburði heldur en síðustu ár,“ segir Gunnlaugur. Fjölbreytileikanum hefur verið fagnað með Gleðigöngu helgina eftir Verslunarmannahelgi, frá því hún var farin fyrst en í ár verður breyting þar á og mun hún fara fram 17. ágúst. Tveimur vikum eftir Verslunarmannahelgi. „Við erum viku seinna á ferðinni, ef svo á segja, með gönguna en hátíðin, vissulega, byrja vikuna eftir Verslunarmannahelgi. Þetta er fyrst og fremst, eins og ég segi, til að gera okkur breiðari á þessu stóra ári,“ segir Gunnlaugur.Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni En breytingin hefur komið illa við þó nokkra og hefur fréttastofan upplýsingar um að bæði erlendir blaðamenn og erlendir gestir, sem vanið hafa komur sínar hingað til lands til þess að gera hátíðinni skil, missa af göngunni í ár. Flugfar og gisting var bókuð á síðasta ári og gengið út frá því að gangan yrði sömu helgi verið hefur. „Auðvitað er það líka staðreynd að á „okkar“ laugardegi verða stórtónleikar í Laugardalnum þannig að það má velta því fyrir sér hvort borgin hefði höndlað tvo stórviðburði á sama degi,“ segir Gunnlaugur. Við höfum svo sem ekki fengið þetta inn á borð til okkar, en auðvitað var kannski við því að búast en við tilkynntum þessar dagsetningar í október í fyrra þannig að þetta hefur legið fyrir í töluverðan tíma,“ segir Gunnlaugur.Fleiri bæjarhátíðir í nágrenni við Reykjavík Þá eru að minnsta kosti tvær bæjarhátíðir skipulagðar í nágrenni Reykjavíkur þessa helgi. Fjölskyldudagar í Vogum og Blómstrandi dagar í Hveragerði.Eruð þið ekkert hrædd um að aðsókn minnki á þær bæjarhátíðir með þessum breytingum? „Á móti erum við ekki að lenda ofan í Fiskideginum mikla þannig að þetta er alltaf eitthvað. Nei, ég held að við séum kannski ekki að fara, eða ég vona að við séum ekki að fara skemma fyrir öðrum hátíðum. Það er bara gaman að fólk geti valið,“ segir Gunnlaugur. Þá verður breyting á leiðarvali og mun Gleðigangan, sem hefst í ár við Hallgrímskirkju, fara niður niður Skólavörðustíg, niður Bankastræti og svo Lækjagötu í átt að Hljómskálagarðinum. Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Hinsegin dagar árið 2019 verða tíu daga hátíð Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóoða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. 25. október 2018 11:32 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Gleðiganga Hinsegin-daga verður farin viku seinna í ár en venja hefur verið. Ein ástæðan er vegna stórtónleika Ed Sheeran í Laugardalnum og spurning hvort Reykjavíkurborg hefði þolað tvo stórviðburði á einum degi. Dæmi eru um að erlendir gestir hátíðarinnar hafi verið búnir að bóka flug og gistingu, muni missa af göngunni. Tuttugu ár eru síðan Hinsegin dagar voru haldnir í fyrsta skipti a Íslandi og í tilefni tímamótanna verður blásið til mikilla hátíðahalda í Reykjavík frá 8. ágúst sem endar með árvissir Gleðigöngu í miðborginni. „Bæði eru 50 ár frá Stonewall og við erum að fagna 20 ára afmæli hér í Reykjavík þannig að við erum fyrst og fremst að lengja dagskrána. Dagskrá Hinsegin-daga stendur í tíu daga, ekki sex eins og síðustu ár. Við erum að bjóða upp á miklu fjölbreyttari og fleiri viðburði heldur en síðustu ár,“ segir Gunnlaugur. Fjölbreytileikanum hefur verið fagnað með Gleðigöngu helgina eftir Verslunarmannahelgi, frá því hún var farin fyrst en í ár verður breyting þar á og mun hún fara fram 17. ágúst. Tveimur vikum eftir Verslunarmannahelgi. „Við erum viku seinna á ferðinni, ef svo á segja, með gönguna en hátíðin, vissulega, byrja vikuna eftir Verslunarmannahelgi. Þetta er fyrst og fremst, eins og ég segi, til að gera okkur breiðari á þessu stóra ári,“ segir Gunnlaugur.Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni En breytingin hefur komið illa við þó nokkra og hefur fréttastofan upplýsingar um að bæði erlendir blaðamenn og erlendir gestir, sem vanið hafa komur sínar hingað til lands til þess að gera hátíðinni skil, missa af göngunni í ár. Flugfar og gisting var bókuð á síðasta ári og gengið út frá því að gangan yrði sömu helgi verið hefur. „Auðvitað er það líka staðreynd að á „okkar“ laugardegi verða stórtónleikar í Laugardalnum þannig að það má velta því fyrir sér hvort borgin hefði höndlað tvo stórviðburði á sama degi,“ segir Gunnlaugur. Við höfum svo sem ekki fengið þetta inn á borð til okkar, en auðvitað var kannski við því að búast en við tilkynntum þessar dagsetningar í október í fyrra þannig að þetta hefur legið fyrir í töluverðan tíma,“ segir Gunnlaugur.Fleiri bæjarhátíðir í nágrenni við Reykjavík Þá eru að minnsta kosti tvær bæjarhátíðir skipulagðar í nágrenni Reykjavíkur þessa helgi. Fjölskyldudagar í Vogum og Blómstrandi dagar í Hveragerði.Eruð þið ekkert hrædd um að aðsókn minnki á þær bæjarhátíðir með þessum breytingum? „Á móti erum við ekki að lenda ofan í Fiskideginum mikla þannig að þetta er alltaf eitthvað. Nei, ég held að við séum kannski ekki að fara, eða ég vona að við séum ekki að fara skemma fyrir öðrum hátíðum. Það er bara gaman að fólk geti valið,“ segir Gunnlaugur. Þá verður breyting á leiðarvali og mun Gleðigangan, sem hefst í ár við Hallgrímskirkju, fara niður niður Skólavörðustíg, niður Bankastræti og svo Lækjagötu í átt að Hljómskálagarðinum.
Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Hinsegin dagar árið 2019 verða tíu daga hátíð Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóoða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. 25. október 2018 11:32 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Hinsegin dagar árið 2019 verða tíu daga hátíð Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóoða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. 25. október 2018 11:32