Kósítjöld fyrir yngstu börnin á Klambratúni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 26. júlí 2019 06:00 Skipuleggjendur hátíðarinnar á Klambratúni í gær. Fréttablaðið/Valli „Þetta byrjaði sem verkefni hjá Jónu Ottesen og er svona hennar barn. Hún byrjar með þetta fyrir fjórum árum ásamt tveimur öðrum og svo hefur þetta stækkað smátt og smátt í gegnum árin,“ segir Særós Rannveig Björnsdóttir, einn skipuleggjenda Kátt á Klambra. En þann 1. júní síðastliðinn lenti Jóna í alvarlegu bílslysi þegar hún var á leið heim úr sumarbústað með dóttur sinni. Jóna hlaut alvarlegan mænuskaða við slysið. Hátíðin verður haldin í fjórða sinn á Klambratúni á sunnudaginn frá klukkan ellefu til fimm og búast skipuleggjendur við miklum fjölda gesta. „Fyrsta árið mættu á milli tólf og fimmtán hundruð manns á hátíðina og svo hefur fjöldi gesta margfaldast í gegnum árin. Í fyrra voru um 4.000 gestir,“ segir Særós.Særós Rannveig Björnsdóttir, einn skipuleggjandi Kátt á Klambra„Við erum bjartsýn á að fá um 5-6.000 manns núna. Ef við náum að selja 6.000 miða verður uppselt og við erum bara mjög bjartsýn á að það gerist,“ segir Hildur Soffía Vignisdóttir, annar skipuleggjandi hátíðarinnar. Dagskrá hátíðarinnar er sniðin að börnum og var mikið lagt upp úr því að allir finni eitthvað við sitt hæfi þegar dagskráin var sett saman. „Við erum með skiptiaðstöðu og aðstöðu þar sem er hægt að gefa brjóst í næði. Fyrir yngstu börnin erum við til dæmis með kósítjöld og fyrir þau eldri hjólabrettasvæði og þrautabrautir. Svo alls konar tónlistaratriði, andlitsmálun og ýmsar smiðjur þar sem krakkarnir geta tekið þátt,“ segir Hildur Soffía. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá foreldrum sem tala um að þarna loksins finni þeir stað þar sem allir finni eitthvað við sitt hæfi,“ bætir Hildur Soffía við. „Það er svo margt í gangi fyrir fullorðna á sumrin, alls konar hátíðir úti um allt. En börn hafa fengið lítið pláss í menningunni og það er lítið að gera fyrir þau á sumrin svo þetta er svona okkar leið til að svara því kalli,“ segir Særós. Særós og Hildur Soffía eru sammála um að líklega sé um friðsælustu útihátíð landsins að ræða. Markhópurinn sé fjölskyldan og markmiðið sé að njóta samverunnar. „Það er ekki drukkinn bjór eða annað áfengi á svæðinu og við leyfum ekki reykingar svo þetta er mjög fjölskylduvænt og að okkar mati fallegasta hátíðin, þar sem fjölskyldan á góðan dag saman í rólegheitunum á afslöppuðu grænu svæði.“ Fólk er hvatt til þess að taka með sér teppi og nýta svæðin og afþreyinguna sem í boði er á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Þetta byrjaði sem verkefni hjá Jónu Ottesen og er svona hennar barn. Hún byrjar með þetta fyrir fjórum árum ásamt tveimur öðrum og svo hefur þetta stækkað smátt og smátt í gegnum árin,“ segir Særós Rannveig Björnsdóttir, einn skipuleggjenda Kátt á Klambra. En þann 1. júní síðastliðinn lenti Jóna í alvarlegu bílslysi þegar hún var á leið heim úr sumarbústað með dóttur sinni. Jóna hlaut alvarlegan mænuskaða við slysið. Hátíðin verður haldin í fjórða sinn á Klambratúni á sunnudaginn frá klukkan ellefu til fimm og búast skipuleggjendur við miklum fjölda gesta. „Fyrsta árið mættu á milli tólf og fimmtán hundruð manns á hátíðina og svo hefur fjöldi gesta margfaldast í gegnum árin. Í fyrra voru um 4.000 gestir,“ segir Særós.Særós Rannveig Björnsdóttir, einn skipuleggjandi Kátt á Klambra„Við erum bjartsýn á að fá um 5-6.000 manns núna. Ef við náum að selja 6.000 miða verður uppselt og við erum bara mjög bjartsýn á að það gerist,“ segir Hildur Soffía Vignisdóttir, annar skipuleggjandi hátíðarinnar. Dagskrá hátíðarinnar er sniðin að börnum og var mikið lagt upp úr því að allir finni eitthvað við sitt hæfi þegar dagskráin var sett saman. „Við erum með skiptiaðstöðu og aðstöðu þar sem er hægt að gefa brjóst í næði. Fyrir yngstu börnin erum við til dæmis með kósítjöld og fyrir þau eldri hjólabrettasvæði og þrautabrautir. Svo alls konar tónlistaratriði, andlitsmálun og ýmsar smiðjur þar sem krakkarnir geta tekið þátt,“ segir Hildur Soffía. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá foreldrum sem tala um að þarna loksins finni þeir stað þar sem allir finni eitthvað við sitt hæfi,“ bætir Hildur Soffía við. „Það er svo margt í gangi fyrir fullorðna á sumrin, alls konar hátíðir úti um allt. En börn hafa fengið lítið pláss í menningunni og það er lítið að gera fyrir þau á sumrin svo þetta er svona okkar leið til að svara því kalli,“ segir Særós. Særós og Hildur Soffía eru sammála um að líklega sé um friðsælustu útihátíð landsins að ræða. Markhópurinn sé fjölskyldan og markmiðið sé að njóta samverunnar. „Það er ekki drukkinn bjór eða annað áfengi á svæðinu og við leyfum ekki reykingar svo þetta er mjög fjölskylduvænt og að okkar mati fallegasta hátíðin, þar sem fjölskyldan á góðan dag saman í rólegheitunum á afslöppuðu grænu svæði.“ Fólk er hvatt til þess að taka með sér teppi og nýta svæðin og afþreyinguna sem í boði er á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira