Alvarlegt að saka sláturleyfishafa um að valda skorti á lambahryggjum Sighvatur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 18:30 Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir það alvarlegar ásakanir af hálfu Samtaka verslunar- og þjónustu og Félags atvinnurekenda að saka sláturleyfishafa um samantekin ráð um útflutning á lambahryggjum til að valda skorti og hækka verð hér á landi. Hann segir að þrátt fyrir skort á hryggjum eigi félagið nóg fyrir sína viðskiptavini. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara leggur til að úthlutað verði opnum tollkvótum á lambahryggjum. Er þetta gert til að bregðast við skorti á hryggjum. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er málið ekki komið á borð ráðherra en nefndin hefur sent drög að tillögum til hagsmunaaðila. Verslunareigendur óskuðu eftir því fyrr í sumar að veitt yrði undanþága frá tollum á innflutt kjöt. Því var hafnað. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir líklegt að skortur sé á lambahryggjum, þrátt fyrir að nóg sé til hjá félaginu. „Ég hef náttúrulega ekki upplýsingar um stöðuna hjá öðrum. SS á nóg fyrir okkur og okkar kúnna. En það er líklegt að það sé skortur fyrst það er búið að opna held ég í fyrsta skipti fyrir innflutning á svokölluðum opnum kvóta á lambakjöti.“Landssamtök sauðfjárbænda vilja stýra útflutningi á lambakjöti betur en gert er í dag.Vísir/BaldurStýra þarf útflutningi Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir skort á lambahryggjum sýna að tekist hafi verið á við vanda vegna umframbirgða af lambakjöti, meðal annars með samdrætti í framleiðslu. Sauðfjárbændur hafi bent á að stýra þurfi útflutningi betur en gert er í dag til að jafna sveiflur á markaði. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir að tollar verði eingöngu lækkaðir á lambahryggjum í einn mánuð. Formaður Félags atvinnurekenda segir að reglur um 30 daga frystingu kjöts geri innflytjendum næsta ómögulegt að flytja inn erlenda lambahryggi á svo stuttu tímabili. Atvinnurekendur gagnrýna þátt afurðastöðva og viðbrögð stjórnvalda og hafa beðið Samkeppniseftirlitið að skoða aðkomu beggja að málinu.Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir ásakanir um samráð vera mjög alvarlegar.Vísir/BaldurÁsakanir um alvarlegt lögbrot Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir fullyrðingar um samantekin ráð hjá sláturleyfishöfum vera rangar. „Það er af og frá að það sé einhver sameiginlegur útflutningur til þess að hafa áhrif á verðþróun innanlands, það er bannað. Hver og einn flytur út það sem hann telur henta sínum aðstæðum, framleiðslu og sölu.“ Eru þetta alvarlegar ásakanir í ykkar garð?„Auðvitað eru þær það, það er verið að saka menn um mjög alvarlegt lögbrot. Menn ættu nú aðeins að kynna sér hlutina áður en þeir fara fram með slíkt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Landbúnaður Neytendur Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir það alvarlegar ásakanir af hálfu Samtaka verslunar- og þjónustu og Félags atvinnurekenda að saka sláturleyfishafa um samantekin ráð um útflutning á lambahryggjum til að valda skorti og hækka verð hér á landi. Hann segir að þrátt fyrir skort á hryggjum eigi félagið nóg fyrir sína viðskiptavini. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara leggur til að úthlutað verði opnum tollkvótum á lambahryggjum. Er þetta gert til að bregðast við skorti á hryggjum. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er málið ekki komið á borð ráðherra en nefndin hefur sent drög að tillögum til hagsmunaaðila. Verslunareigendur óskuðu eftir því fyrr í sumar að veitt yrði undanþága frá tollum á innflutt kjöt. Því var hafnað. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir líklegt að skortur sé á lambahryggjum, þrátt fyrir að nóg sé til hjá félaginu. „Ég hef náttúrulega ekki upplýsingar um stöðuna hjá öðrum. SS á nóg fyrir okkur og okkar kúnna. En það er líklegt að það sé skortur fyrst það er búið að opna held ég í fyrsta skipti fyrir innflutning á svokölluðum opnum kvóta á lambakjöti.“Landssamtök sauðfjárbænda vilja stýra útflutningi á lambakjöti betur en gert er í dag.Vísir/BaldurStýra þarf útflutningi Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir skort á lambahryggjum sýna að tekist hafi verið á við vanda vegna umframbirgða af lambakjöti, meðal annars með samdrætti í framleiðslu. Sauðfjárbændur hafi bent á að stýra þurfi útflutningi betur en gert er í dag til að jafna sveiflur á markaði. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir að tollar verði eingöngu lækkaðir á lambahryggjum í einn mánuð. Formaður Félags atvinnurekenda segir að reglur um 30 daga frystingu kjöts geri innflytjendum næsta ómögulegt að flytja inn erlenda lambahryggi á svo stuttu tímabili. Atvinnurekendur gagnrýna þátt afurðastöðva og viðbrögð stjórnvalda og hafa beðið Samkeppniseftirlitið að skoða aðkomu beggja að málinu.Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir ásakanir um samráð vera mjög alvarlegar.Vísir/BaldurÁsakanir um alvarlegt lögbrot Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir fullyrðingar um samantekin ráð hjá sláturleyfishöfum vera rangar. „Það er af og frá að það sé einhver sameiginlegur útflutningur til þess að hafa áhrif á verðþróun innanlands, það er bannað. Hver og einn flytur út það sem hann telur henta sínum aðstæðum, framleiðslu og sölu.“ Eru þetta alvarlegar ásakanir í ykkar garð?„Auðvitað eru þær það, það er verið að saka menn um mjög alvarlegt lögbrot. Menn ættu nú aðeins að kynna sér hlutina áður en þeir fara fram með slíkt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands.
Landbúnaður Neytendur Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira