Bilanagreining á fallturninum gengur hægt sem og uppsetning Sleggjunnar Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2019 12:40 Eins og að leita að nál í heystakki segir forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins um viðgerðina á fallturninum. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa undanfarna daga unnið að því að koma fallturninum vinsæla aftur í notkun. Turninn hefur verið bilaður síðan á föstudag en starfsmennirnir hafa notið aðstoðar erlendra aðila sem hafa tengst tölvukerfi turnsins og hefur bilanagreiningin því farið fram á milli landa undanfarna daga. „Þetta er svolítið eins og að finna nál í heystakki,“ segir Sigrún Thorlacius, aðstoðarforstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um viðgerðina en segir starfsmennina fikra sig áfram í leitinni að orsökum bilunarinnar. Sleggjan sem var í Smáralind hefur verið sett upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en ekki hefur verið hægt að taka hana notkun því uppsetningin hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir.Sleggjan kom frá Smáralind og er unnið að öryggisprófunum á henni.Vísir/VilhelmStarfsmenn frá Smáratívolí hafa séð um uppsetninguna og öryggisprófun á tækinu en ekki er hægt að segja til að svo stöddu hvenær gestir geta notið Sleggjunnar. Ökuskólabílarnir vinsælu hafa einnig verið bilaðir undanfarna daga en varahlutir hafa fengist í bílana og er búið að gera við megnið af þeim. Sigrún segir aðsókn í garðinn í sumar hafa verið afar góða enda veðrið verið mjög gott. Farið var í miklar endurbætur á garðinum í vor þar sem bætt var við ýmsum litlum tækjum. Búið er að endurbæta svæðið í kringum skipið og koma upp nýjum kastala. Tjörnin í garðinum hefur einnig verið dýpkuð en bátar, sem gestir geta siglt, áttu það til að rekast í botninn. Garðurinn fékk einnig litla bílalest fyrir yngstu kynslóðina ásamt hjólum sem börnin geta notað og því mikið líf í garðinum að sögn Sigrúnar þrátt fyrir að nokkur tæki hafi ekki verið í notkun. Börn og uppeldi Krakkar Reykjavík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa undanfarna daga unnið að því að koma fallturninum vinsæla aftur í notkun. Turninn hefur verið bilaður síðan á föstudag en starfsmennirnir hafa notið aðstoðar erlendra aðila sem hafa tengst tölvukerfi turnsins og hefur bilanagreiningin því farið fram á milli landa undanfarna daga. „Þetta er svolítið eins og að finna nál í heystakki,“ segir Sigrún Thorlacius, aðstoðarforstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um viðgerðina en segir starfsmennina fikra sig áfram í leitinni að orsökum bilunarinnar. Sleggjan sem var í Smáralind hefur verið sett upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en ekki hefur verið hægt að taka hana notkun því uppsetningin hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir.Sleggjan kom frá Smáralind og er unnið að öryggisprófunum á henni.Vísir/VilhelmStarfsmenn frá Smáratívolí hafa séð um uppsetninguna og öryggisprófun á tækinu en ekki er hægt að segja til að svo stöddu hvenær gestir geta notið Sleggjunnar. Ökuskólabílarnir vinsælu hafa einnig verið bilaðir undanfarna daga en varahlutir hafa fengist í bílana og er búið að gera við megnið af þeim. Sigrún segir aðsókn í garðinn í sumar hafa verið afar góða enda veðrið verið mjög gott. Farið var í miklar endurbætur á garðinum í vor þar sem bætt var við ýmsum litlum tækjum. Búið er að endurbæta svæðið í kringum skipið og koma upp nýjum kastala. Tjörnin í garðinum hefur einnig verið dýpkuð en bátar, sem gestir geta siglt, áttu það til að rekast í botninn. Garðurinn fékk einnig litla bílalest fyrir yngstu kynslóðina ásamt hjólum sem börnin geta notað og því mikið líf í garðinum að sögn Sigrúnar þrátt fyrir að nokkur tæki hafi ekki verið í notkun.
Börn og uppeldi Krakkar Reykjavík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira