Michael Phelps var algjör yfirburðamaður í 200 metra flugsundi á sínum tíma og það tók vissulega sinn tíma að ná honum í hans bestu grein en í gær gerðustu þau stórtíðindi á HM í sundi í 50 metra laug í Gwangju í Suður-Kóreu.
Hinn nítján ára gamli Kristof Milak bætti þá heimsmet Michael Phelps í 200 metra flugsundi en hann gerði gott betur því ungverski táningurinn stórbætti það.
Michael Phelps owned the world record in the 200-meter butterfly for 18 straight years. And now, thanks to 19-year-old Hungarian swimmer Kristof Milak, it's been broken.
Shattered, actually. https://t.co/VvHS5x9vUw
— USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 24, 2019
Kristof Milak kom í mark á 1:50.73 mín. og synti því 78 hundraðshlutum hraðar en Michael Phelps þegar Phelps bætti heimsmetið í síðasta sinn árið 2009. Gamla met Phelps var 1:51.51 mín.
Michael Phelps setti fyrst heimsmet í þessari grein þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. Það var árið 2001 og átti Phelps því heimsmetið í 200 metra flugsundi í átján ár.
Þegar Phelps sló metið fyrst þá var Kristof Milak aðeins eins árs. Phelps átti síðan eftir að bæta heimsmetið sitt í 200 metra flugsundi sjö sinnum frá 2001 til 2009.
Kristof Milak became the first man not named Michael Phelps to own the 200-meter butterfly record since 2001. https://t.co/nCfTFcDrWU by @bykaren
— NYT Sports (@NYTSports) July 24, 2019
Michael Phelps varð enn fremur fjórum sinnum heimsmeistari í 200 metra flugsundi og vann einnig fjögur Ólympíugull í þessari grein eða á ÓL 2004 í Aþenu, ÓL í Beijing 2008, ÓL í London 2012 og á ÓL í Ríó 2016.
Phelps er talinn vera besti sundmaður allra tíma. Hann á enn þá heimsmetið í 100 metra flugsundi (2009) og 400 metra fjórsundi (2008) en flestir bjuggust þó við að heimsmet hans í 200 metra flugsundi myndi lifa lengst.