Óljóst hvort kötturinn Larry beri sama hug til Boris og talsmaðurinn Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2019 23:36 Larry er þekktur fyrir að stela athygli frá ráðamönnum sem standa fyrir utan Downingstræti 10. Getty/Chris J Ratcliffe Nú þegar ljóst er hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands og hvern hann hyggst velja í ríkisstjórn sína, er hið minnsta ein spurning sem enn brennur á vörum fjölmargra Breta. Sú spurning er hvernig húskettinum Larry muni líka við nýskipaða forsætisráðherrann Boris Johnson. Larry hefur búið í forsætisráðherrabústaðnum við Downingstræti 10 frá árinu 2011 þegar David Cameron, þáverandi forsætisráðherra gegndi embætti. Larry var villiköttur áður en hann dvaldi í dýraathvarfi og var einna helst þekktur fyrir veiðieðli sitt. Það nýttist honum vel þegar hann kom inn á heimilið, þá fjögurra ára gamall. Larry hlaut þá titilinn æðsti músaveiðari forsætisráðuneytisins og hefur gegnt því embætti allar götur síðan við góðan orðstír.Proof... pic.twitter.com/UZVXn6WcUw— David Cameron (@David_Cameron) July 13, 2016 Svo mikilvægur hefur kötturinn reynst sumum kjósendum að David Cameron sá sig tilneyddan til að kveða niður sögusagnir þess efnis að þeim kumpánum kæmi illa saman og birta mynd því til sönnunar árið 2016. Einnig töldu sumir það stórt skref í samskiptum Bandaríkjanna og Bretlands þegar Larry leyfði Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta að klappa sér í opinberri heimsókn forsetans. Óopinber Twitter aðgangur Larry státar sig af um 300 þúsund fylgjendum en þar hefur ónafngreindur talsmaður högnans síður en svo verið spenntur fyrir komu Boris Johnson í forsætisráðuneytið. Engar fregnir hafa borist af því hvort Larry kjósi að taka undir þau sjónarmið.”No, I can't believe they chose him either” #ToryLeadershipElection pic.twitter.com/H41l5KuLfX— Larry the Cat (@Number10cat) July 23, 2019 Bretland Dýr England Tengdar fréttir Engin ástæða til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert "Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. 24. júlí 2019 23:00 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Sjá meira
Nú þegar ljóst er hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands og hvern hann hyggst velja í ríkisstjórn sína, er hið minnsta ein spurning sem enn brennur á vörum fjölmargra Breta. Sú spurning er hvernig húskettinum Larry muni líka við nýskipaða forsætisráðherrann Boris Johnson. Larry hefur búið í forsætisráðherrabústaðnum við Downingstræti 10 frá árinu 2011 þegar David Cameron, þáverandi forsætisráðherra gegndi embætti. Larry var villiköttur áður en hann dvaldi í dýraathvarfi og var einna helst þekktur fyrir veiðieðli sitt. Það nýttist honum vel þegar hann kom inn á heimilið, þá fjögurra ára gamall. Larry hlaut þá titilinn æðsti músaveiðari forsætisráðuneytisins og hefur gegnt því embætti allar götur síðan við góðan orðstír.Proof... pic.twitter.com/UZVXn6WcUw— David Cameron (@David_Cameron) July 13, 2016 Svo mikilvægur hefur kötturinn reynst sumum kjósendum að David Cameron sá sig tilneyddan til að kveða niður sögusagnir þess efnis að þeim kumpánum kæmi illa saman og birta mynd því til sönnunar árið 2016. Einnig töldu sumir það stórt skref í samskiptum Bandaríkjanna og Bretlands þegar Larry leyfði Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta að klappa sér í opinberri heimsókn forsetans. Óopinber Twitter aðgangur Larry státar sig af um 300 þúsund fylgjendum en þar hefur ónafngreindur talsmaður högnans síður en svo verið spenntur fyrir komu Boris Johnson í forsætisráðuneytið. Engar fregnir hafa borist af því hvort Larry kjósi að taka undir þau sjónarmið.”No, I can't believe they chose him either” #ToryLeadershipElection pic.twitter.com/H41l5KuLfX— Larry the Cat (@Number10cat) July 23, 2019
Bretland Dýr England Tengdar fréttir Engin ástæða til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert "Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. 24. júlí 2019 23:00 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Sjá meira
Engin ástæða til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert "Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. 24. júlí 2019 23:00
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22
Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09