Mál Meek Mill tekið upp að nýju Andri Eysteinsson skrifar 24. júlí 2019 21:05 Robert Williams á BET verðlaunahátíðinni í júní. Getty/Kevin Winter Áfrýjunardómstóll í bandarísku borginni Fíladelfíu sneri í dag við áratugsgömlum dómi á hendur rapparans Meek Mill. Meek var dæmdur fyrir brot á eiturlyfja og vopnalögum árið 2008 og hefur síðan verið á skilorði. AP greinir frá. Áfrýjunardómstóllinn kvað ný gögn í málinu, sem benda til hlutdrægni lögreglumannsins sem handtók Meek Mill á sínum tíma, vera þess eðlis að líklegt væri að Meek Mill yrði sýknaður ef réttað væri yfir honum að nýju. Ákæruvaldið í borginni hefur gefið grænt ljós á að réttað verði yfir Meek Mill, sem heitir réttu nafni Robert Rihmeek Williams, að nýju og hafa staðfest að ekkert traust sé borið til lögreglumannsins sem um ræðir en sá er hættur í lögreglunni en hann var eina vitnið í málinu árið 2008. Í yfirlýsingu sagði Meek Mill vera himinlifandi með að réttlæti væri að sigra að lokum. „Síðustu ellefu ár hafa verið andlega og tilfinningalega krefjandi, en ég er himinlifandi með að réttlætið sigri á lokum. Því miður takast milljónir manna á við svipaðan vanda í landinu í dag en hafa ekki möguleikana sem ég hef til þess að takast á við kerfið. Við verðum að styðja við bakið á þeim. Lögreglumaðurinn sem bar vitni gegn Meek Mill, Reginald Graham hætti störfum eftir að upp komst að hann hafði stolið fé og logið til um það. Graham sagði við réttarhöldin árið 2008 að hinn þá 19 ára gamli Meek Mill hafi otað skotvopni að sér. Meek Mill hefur ávallt neitað þeim ásökunum og þá hefur starfsfélagi Graham viðurkennt að Graham hafi logið og að Meek Mill hafi einfaldlega verið að reyna að losa sig við skotvopnið. Bandaríkin Tónlist Mest lesið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í bandarísku borginni Fíladelfíu sneri í dag við áratugsgömlum dómi á hendur rapparans Meek Mill. Meek var dæmdur fyrir brot á eiturlyfja og vopnalögum árið 2008 og hefur síðan verið á skilorði. AP greinir frá. Áfrýjunardómstóllinn kvað ný gögn í málinu, sem benda til hlutdrægni lögreglumannsins sem handtók Meek Mill á sínum tíma, vera þess eðlis að líklegt væri að Meek Mill yrði sýknaður ef réttað væri yfir honum að nýju. Ákæruvaldið í borginni hefur gefið grænt ljós á að réttað verði yfir Meek Mill, sem heitir réttu nafni Robert Rihmeek Williams, að nýju og hafa staðfest að ekkert traust sé borið til lögreglumannsins sem um ræðir en sá er hættur í lögreglunni en hann var eina vitnið í málinu árið 2008. Í yfirlýsingu sagði Meek Mill vera himinlifandi með að réttlæti væri að sigra að lokum. „Síðustu ellefu ár hafa verið andlega og tilfinningalega krefjandi, en ég er himinlifandi með að réttlætið sigri á lokum. Því miður takast milljónir manna á við svipaðan vanda í landinu í dag en hafa ekki möguleikana sem ég hef til þess að takast á við kerfið. Við verðum að styðja við bakið á þeim. Lögreglumaðurinn sem bar vitni gegn Meek Mill, Reginald Graham hætti störfum eftir að upp komst að hann hafði stolið fé og logið til um það. Graham sagði við réttarhöldin árið 2008 að hinn þá 19 ára gamli Meek Mill hafi otað skotvopni að sér. Meek Mill hefur ávallt neitað þeim ásökunum og þá hefur starfsfélagi Graham viðurkennt að Graham hafi logið og að Meek Mill hafi einfaldlega verið að reyna að losa sig við skotvopnið.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira