Hefur viku til að stefna blaðamanni Aðalheiður Ámundadóttir og Ari Brynjólfsson skrifar 24. júlí 2019 06:00 Seðlabanki Íslands. Vísir/Vilhelm Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst í gær á beiðni Seðlabanka Íslands um frestun réttaráhrifa úrskurðar sem kveðinn var upp 10. júlí síðastliðinn. Ekki hefur verið fallist á slíka beiðni áður, í máli sem varðar upplýsingarétt fjölmiðils. Með úrskurði nefndarinnar frá 10. júlí var bankanum gert skylt að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslur á annan tug milljóna króna. Forsendur þeirrar niðurstöðu voru meðal annars að almenningur hefði ríkari hagsmuni af því að skjalið verði gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að það fari leynt. Með úrskurði sínum í gær féllst nefndin hins vegar á beiðni bankans um að samningurinn verði ekki afhentur fyrr en dómur um skyldu til að afhenda samninginn liggur fyrir. Frestunin er bundin því skilyrði að bankinn vísi málinu til dómstóla innan sjö daga og krefjist flýtimeðferðar. Í niðurstöðu nefndarinnar um frestunina er einkum vísað til óvissu um túlkun ákvæðis um undanþágu upplýsingaréttar í málum sem varða starfsmenn opinberra stofnanna; umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í niðurstöðunni segir að fyrri úrskurður hennar um rétt blaðamannsins styðjist hvorki við skýr fordæmi dómstóla eða rótgróna úrskurðarframkvæmd nefndarinnar sjálfrar. Ekki verði séð að dómstólar hafi áður tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og úrskurðurinn tekur til. Því kunni að vera ástæða til að bera ágreining um túlkun fyrrgreinds ákvæðis upplýsingalaga undir dómstóla. Liðnir eru átta mánuðir frá því að blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins. Fyrirséð er að yfirvofandi málaferli Seðlabankans við blaðamanninn um rétt hans til upplýsinga muni valda áframhaldandi töfum á því starfi. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst í gær á beiðni Seðlabanka Íslands um frestun réttaráhrifa úrskurðar sem kveðinn var upp 10. júlí síðastliðinn. Ekki hefur verið fallist á slíka beiðni áður, í máli sem varðar upplýsingarétt fjölmiðils. Með úrskurði nefndarinnar frá 10. júlí var bankanum gert skylt að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslur á annan tug milljóna króna. Forsendur þeirrar niðurstöðu voru meðal annars að almenningur hefði ríkari hagsmuni af því að skjalið verði gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að það fari leynt. Með úrskurði sínum í gær féllst nefndin hins vegar á beiðni bankans um að samningurinn verði ekki afhentur fyrr en dómur um skyldu til að afhenda samninginn liggur fyrir. Frestunin er bundin því skilyrði að bankinn vísi málinu til dómstóla innan sjö daga og krefjist flýtimeðferðar. Í niðurstöðu nefndarinnar um frestunina er einkum vísað til óvissu um túlkun ákvæðis um undanþágu upplýsingaréttar í málum sem varða starfsmenn opinberra stofnanna; umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í niðurstöðunni segir að fyrri úrskurður hennar um rétt blaðamannsins styðjist hvorki við skýr fordæmi dómstóla eða rótgróna úrskurðarframkvæmd nefndarinnar sjálfrar. Ekki verði séð að dómstólar hafi áður tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og úrskurðurinn tekur til. Því kunni að vera ástæða til að bera ágreining um túlkun fyrrgreinds ákvæðis upplýsingalaga undir dómstóla. Liðnir eru átta mánuðir frá því að blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins. Fyrirséð er að yfirvofandi málaferli Seðlabankans við blaðamanninn um rétt hans til upplýsinga muni valda áframhaldandi töfum á því starfi.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira