Mótmælendur í Hong Kong ætla að bjóða árásarmönnum byrginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2019 18:29 Lýðræðissinni skrifar slagorð á vegg í Hong Kong. getty/Billy H.C. Kwok Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. Mótmælendur hafa sótt um leifi til að halda fjöldafundi á laugardag í Yuen Long hverfinu, þar sem hópur hvítklæddra manna með grímur fyrir vitunum réðst á þá á lestarstöð og notuðu tré súlur og járnstangir til að berja bæði mótmælendur og aðra, sem varð til þess að 45 manns lentu á spítala. Lögreglan þótti heldur svifasein en hún mætti ekki á svæðið fyrr en árásarmennirnir voru búnir að forða sér.Sjá einnig: Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong KongMyndskeið af árásinni þar sem árásarmennirnir sjást meðal annars berja barnshafandi konu, mótmælendur barðir og sparkað í þá og aðrir ferðalangar heyrast öskra og gráta á meðan þeir reyna að skýla sér, var birt á sunnudagskvöld. Myndbandið vakti upp mikla gremju og kynti undir reiði mótmælenda, sem kröfðust svara frá yfirvöldum hvers vegna ofbeldið hafi ekki verið stöðvað. Max Chung, sem skilaði inn umsókninni til lögreglunnar, sagði: „Við viljum sýna almenningi og alþjóðasamfélaginu að við, Hong Kong búar, munum aldrei gefast upp þegar við stöndum andspænis hryðjuverkum… Til að sýna samstöðu okkar og neita hryðjuverkum verðum við að bjóða þeim byrginn.“ Skipuleggjendur búast við viðbrögðum frá lögreglunni seinna í vikunni. „Yuen Long varð fyrir hryðjuverkaárás og við eigum engra kosta völ en að yfirtaka hverfið á ný,“ sagði Chung. Mótmælendur, sem upprunalega leituðu út á götur borgarinnar vegna umdeilds lagafrumvarps sem leift hefði framsal einstaklinga frá Hong Kong til meginlands Kína, eru nú farnir að krefjast nýrra hluta, svo sem að notkun lögreglu á gúmmíkúlum gegn mótmælendum verði rannsökuð, auk notkunar táragass og líkamlegt ofbeldi gegn mótmælendum.Sjá einnig: Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong KongMótmælendur eru lögreglunni reiðir vegna hægra viðbragða við árásinni í Yuen Long og rannsóknar málsins. Aðeins sex manns hafa verið handteknir fyrir ólöglega samkomu. Einnig hafa yfirvöld verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki fordæmt árásina nógu harkalega. Leiðtogi Hong Kong, Carrie Lam, sagði að „hneykslanlegt ofbeldið“ í Yuan Long yrði rannsakað, en flest ummæli hennar snerust um að gagnrýna mótmælendur. Hong Kong Tengdar fréttir Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47 Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30 Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19 Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. Mótmælendur hafa sótt um leifi til að halda fjöldafundi á laugardag í Yuen Long hverfinu, þar sem hópur hvítklæddra manna með grímur fyrir vitunum réðst á þá á lestarstöð og notuðu tré súlur og járnstangir til að berja bæði mótmælendur og aðra, sem varð til þess að 45 manns lentu á spítala. Lögreglan þótti heldur svifasein en hún mætti ekki á svæðið fyrr en árásarmennirnir voru búnir að forða sér.Sjá einnig: Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong KongMyndskeið af árásinni þar sem árásarmennirnir sjást meðal annars berja barnshafandi konu, mótmælendur barðir og sparkað í þá og aðrir ferðalangar heyrast öskra og gráta á meðan þeir reyna að skýla sér, var birt á sunnudagskvöld. Myndbandið vakti upp mikla gremju og kynti undir reiði mótmælenda, sem kröfðust svara frá yfirvöldum hvers vegna ofbeldið hafi ekki verið stöðvað. Max Chung, sem skilaði inn umsókninni til lögreglunnar, sagði: „Við viljum sýna almenningi og alþjóðasamfélaginu að við, Hong Kong búar, munum aldrei gefast upp þegar við stöndum andspænis hryðjuverkum… Til að sýna samstöðu okkar og neita hryðjuverkum verðum við að bjóða þeim byrginn.“ Skipuleggjendur búast við viðbrögðum frá lögreglunni seinna í vikunni. „Yuen Long varð fyrir hryðjuverkaárás og við eigum engra kosta völ en að yfirtaka hverfið á ný,“ sagði Chung. Mótmælendur, sem upprunalega leituðu út á götur borgarinnar vegna umdeilds lagafrumvarps sem leift hefði framsal einstaklinga frá Hong Kong til meginlands Kína, eru nú farnir að krefjast nýrra hluta, svo sem að notkun lögreglu á gúmmíkúlum gegn mótmælendum verði rannsökuð, auk notkunar táragass og líkamlegt ofbeldi gegn mótmælendum.Sjá einnig: Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong KongMótmælendur eru lögreglunni reiðir vegna hægra viðbragða við árásinni í Yuen Long og rannsóknar málsins. Aðeins sex manns hafa verið handteknir fyrir ólöglega samkomu. Einnig hafa yfirvöld verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki fordæmt árásina nógu harkalega. Leiðtogi Hong Kong, Carrie Lam, sagði að „hneykslanlegt ofbeldið“ í Yuan Long yrði rannsakað, en flest ummæli hennar snerust um að gagnrýna mótmælendur.
Hong Kong Tengdar fréttir Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47 Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30 Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19 Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47
Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30
Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36
Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19
Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15
Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58