Lögreglan handtók í gær tvo karlmenn sem eru grunaðir í málinu. Tekin var skýrsla af mönnunum í gær og þeim síðan sleppt. Málsatvik eru talin liggja fyrir en lögregla mun ekki veita frekar upplýsingar vegna málsins.
Þá segir í tilkynningu að fjórtán fíkniefnamál hafi komið upp í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi um helgina, flest í tengslum við LungA, listahátíð ungs fólks, sem haldin var á Seyðisfirði. Þar af eru tvö mál til rannsóknar hjá lögreglu en í öðrum til vikum var um svokölluð neyslumál að ræða.