Liggur ekki á að setja skóna upp í hillu Benedikt Bóas skrifar 23. júlí 2019 13:30 Óskar Örn Hauksson er heldur vígalegur þessa dagana með vænt og gott glóðarauga sem hann fékk á æfingu. Hann selur þó bíla eins og enginn sé morgundagurinn. Fréttablaðið/Ernir Óskar Örn Hauksson, leikmann KR, vantar aðeins 21 leik til að taka fram úr Birki Kristinssyni sem leikjahæsti leikmaður í efstu deild á Íslandi. Óskar spilaði sinn 300. leik í efstu deild þegar KR og Stjarnan skildu jöfn, 2:2, á sunnudag. Óskar hefur skorað 73 mörk í þessum 300 leikjum. Alls hefur hann, samkvæmt heimasíðu KSÍ, spilað 423 leiki og skorað 103 mörk, þar af 15 í bikarkeppninni. „Ég er algjörlega á þeirri blaðsíðu að vera ekkert að pæla í svona hlutum núna. Ég vissi ekki einu sinni af þessum áfanga fyrr en eftir leik þegar ég fór í örstutt viðtal við mbl.is þar sem mér var tilkynnt þetta. Ég man ekki einu sinni eftir fyrsta markinu mínu fyrir KR,“ segir Óskar og hlær. Hann bætir þó við að hann muni vel eftir fyrsta marki sínu í efstu deild. Þess má geta að fyrsta mark hans fyrir KR kom gegn Fram á Laugardalsvelli fyrir 12 árum í 1:1 jafntefli. Birkir er efstur á blaði þegar kemur að leikjahæstu leikmönnum efstu deildar, svo Óskar, en fyrir aftan hann má finna goðsagnir eins og Gunnar Oddsson, Gunnleif Gunnleifsson, sem er sex leikjum á eftir Óskari, Kristján Finnbogason, Heimi Guðjónsson og Guðmund Steinarsson svo nokkrir séu nefndir. „Birkir er auðvitað algjör höfðingi og Gunni Odds er goðsögn í Keflavík og KR. Sjálfur er ég alinn upp við að sjá Gunna og félaga spila í Keflavík. Þessir menn eru ekkert að gleymast og það er heiður að vera þarna. Þetta er flottur listi.“Nennir ekki í heitt og kalt Óskar er alinn upp í Njarðvík og vakti snemma athygli. Hann skoraði fjögur mörk í fjórum leikjum tímabilið 2001 og var orðinn fastamaður í liðinu tímabilið eftir, aðeins 18 ára gamall. Njarðvík fór upp í fyrstu deild þar sem Óskar skoraði sjö mörk í 15 leikjum. Úrvalsdeildin kallaði og hann skipti yfir í Grindavík fyrir tímabilið 2004. Þar voru kempur eins og Albert Sævarsson, Gestur Gylfason, Grétar Hjartarson, Paul McShane, Sinisha Kekic og Óli Stefán Flóventsson svo nokkrir séu nefndir. „Þetta var hörkulið. Þetta var þroskað lið og gæjar sem voru á allt öðrum stað en ég, nýorðinn 19 ára. En það voru líka strákar þarna, Jói Þórhalls og Orri Hjaltalín og fleiri góðir. Þetta var flottur og skemmtilegur hópur. Ég man að við fórum í æfingaferð til Belgrad fyrir tímabilið þar sem við keyrðum á rútu í heimabæinn hans Kekic þar sem hann var algjör kóngur. Við vorum á ömurlegu hóteli og vorum klukkutíma að keyra á æfingar. Spiluðum við Rauðu stjörnuna meðal annars og þetta var allt mjög skrautlegt. Samt var þetta dásamleg ferð.“ Óskar vakti mikla lukku í efstu deild og skoraði 12 mörk fyrir Grindavík á þeim þremur tímabilum sem hann var þar. KR heyrði í honum hljóðið og þó önnur félög hafi einnig verið á eftir undirskrift hans var hugurinn kominn í Vesturbæinn. Það kom ekkert annað til greina. Þar hefur hann verið í 12 ár og líður vel. Skórnir eru langt frá því að fara upp í hillu. „Ég var einmitt eftir leikinn við Stjörnuna að hitta tvo gamla vini, Jónas Guðna og Grétar Sigfinn. Við vorum að ræða smá um ferilinn. Það eru bæði hæðir og lægðir í þessu. Þetta hefur verið þannig. Ég hef alveg átt þunglyndissumur út af fótboltanum en heilt yfir hefur þetta verið mjög góður tími. Ég pæli samt svo lítið í baksýnisspeglinum. Ég er ekkert farinn að skoða fortíðina. Ef ég væri alltaf tæpur eða ökklinn væri alltaf bólginn og það væri erfitt að labba eða eitthvað álíka þá væri ég ábyggilega farinn að hugsa um að leggja skóna á hilluna og skoða ferilinn í einhverju samhengi. En ég er ekki þar. Mér líður vel og það er ekkert vesen. Ég fer reyndar ekkert í heitt og kalt, aðallega af því ég nenni því ekki. En ég hef alltaf æft vel og mikið, alveg frá því ég var í körfubolta í Njarðvík. Ég var byrjaður í styrktarþjálfun um 13 ára þegar ég fékk æfingar frá Steindóri landsliðsþjálfara í sundi. Ég hugsa samt vel um mataræðið og svefninn og ég er með alls konar tæki og tól heima til að halda mér við. Svo hef ég verið heppinn með meiðsli.“ Óskar starfar á daginn sem bílasali hjá Sparibíl í Hátúni. Þar er hann mættur klukkan 10 á morgnana. Þó það sé auglýst að bílasalan opni klukkan 12 tekur Óskar úr lás örlítið fyrr. Þegar Fréttablaðið bar að garði var hann að klára að sýna fólki svartan Jeep Wrangler, fjögurra dyra. Geggjaðan bíl. „Ég er búinn að vera í þessu í töluverðan tíma. Ég er mættur hingað klukkan 10 á hverjum morgni til að græja og gera. Fara með pappíra og græja þetta og hitt. Sparibíll á alla bílana og við erum ekki í umboðssölu og morgnarnir eru nýttir til hinna ýmsu verka.“Líður vel í Krikanum Aðspurður um sinn uppáhaldsleik af þessum 300 segir Óskar eftir dágóða stund: „Stórt er spurt. Mér líður alltaf vel í Krikanum. Ég hef oft spilað vel þar þó ég hafi ekkert endilega verið að skora. Ég skoraði tvö mörk á móti Val á Hlíðarenda einhvern tímann. Ég þarf að hugsa þetta aðeins. Ég er svo lítið farinn að pæla í hlutunum sem voru.“Noregur og Kanada Óskar fór ungur að árum til reynslu til Coventry. Svo bankaði Noregur á dyrnar og Óskar fór til Molde. Einn veturinn spilaði hann í Kanada, hjá FC Edmonton. „Konan mín bjó í Bandaríkjunum og þetta kom upp og ég stökk á ævintýrið. Fannst það spennandi. Ég var ekkert að fara að sigra heiminn eða neitt – langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Ég fór til Molde 16 ára. Þá ætlaði ég að sigra heiminn. Stabæk vildi svo fá mig en ég fór til Sogndal sem þá var stór klúbbur að berjast um Evrópusæti,“ sagði Óskar Örn. „Ég stóð mig vel á reynslu og kem þegar er landsleikjahlé. Norðmenn æfa eins og skrattar og voru í skógarhlaupum þegar ég kem og ég var ekkert á sama tempói. Ég hef aldrei verið mikill útihlaupamaður. Ef ég hefði komið beint í leiki þá hefði það verið annað en ég er ekkert að fara sigra heiminn í 10 kílómetra hlaupi,“ sagði Óskar Örn. „Ástæða þess að ég spilaði lítið hjá Teiti Þórðarsyni er að ég var ekkert með fyrstu mönnum í hlaupunum. Þetta drap mig alveg þessar tvær vikur og ég er bara uppgefinn þegar liðið fer svo að æfa. Svo ég kom heim í Grindavík og pældi ekkert í þessum draumi í töluverðan tíma,“ sagði Óskar Örn. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Óskar Örn Hauksson, leikmann KR, vantar aðeins 21 leik til að taka fram úr Birki Kristinssyni sem leikjahæsti leikmaður í efstu deild á Íslandi. Óskar spilaði sinn 300. leik í efstu deild þegar KR og Stjarnan skildu jöfn, 2:2, á sunnudag. Óskar hefur skorað 73 mörk í þessum 300 leikjum. Alls hefur hann, samkvæmt heimasíðu KSÍ, spilað 423 leiki og skorað 103 mörk, þar af 15 í bikarkeppninni. „Ég er algjörlega á þeirri blaðsíðu að vera ekkert að pæla í svona hlutum núna. Ég vissi ekki einu sinni af þessum áfanga fyrr en eftir leik þegar ég fór í örstutt viðtal við mbl.is þar sem mér var tilkynnt þetta. Ég man ekki einu sinni eftir fyrsta markinu mínu fyrir KR,“ segir Óskar og hlær. Hann bætir þó við að hann muni vel eftir fyrsta marki sínu í efstu deild. Þess má geta að fyrsta mark hans fyrir KR kom gegn Fram á Laugardalsvelli fyrir 12 árum í 1:1 jafntefli. Birkir er efstur á blaði þegar kemur að leikjahæstu leikmönnum efstu deildar, svo Óskar, en fyrir aftan hann má finna goðsagnir eins og Gunnar Oddsson, Gunnleif Gunnleifsson, sem er sex leikjum á eftir Óskari, Kristján Finnbogason, Heimi Guðjónsson og Guðmund Steinarsson svo nokkrir séu nefndir. „Birkir er auðvitað algjör höfðingi og Gunni Odds er goðsögn í Keflavík og KR. Sjálfur er ég alinn upp við að sjá Gunna og félaga spila í Keflavík. Þessir menn eru ekkert að gleymast og það er heiður að vera þarna. Þetta er flottur listi.“Nennir ekki í heitt og kalt Óskar er alinn upp í Njarðvík og vakti snemma athygli. Hann skoraði fjögur mörk í fjórum leikjum tímabilið 2001 og var orðinn fastamaður í liðinu tímabilið eftir, aðeins 18 ára gamall. Njarðvík fór upp í fyrstu deild þar sem Óskar skoraði sjö mörk í 15 leikjum. Úrvalsdeildin kallaði og hann skipti yfir í Grindavík fyrir tímabilið 2004. Þar voru kempur eins og Albert Sævarsson, Gestur Gylfason, Grétar Hjartarson, Paul McShane, Sinisha Kekic og Óli Stefán Flóventsson svo nokkrir séu nefndir. „Þetta var hörkulið. Þetta var þroskað lið og gæjar sem voru á allt öðrum stað en ég, nýorðinn 19 ára. En það voru líka strákar þarna, Jói Þórhalls og Orri Hjaltalín og fleiri góðir. Þetta var flottur og skemmtilegur hópur. Ég man að við fórum í æfingaferð til Belgrad fyrir tímabilið þar sem við keyrðum á rútu í heimabæinn hans Kekic þar sem hann var algjör kóngur. Við vorum á ömurlegu hóteli og vorum klukkutíma að keyra á æfingar. Spiluðum við Rauðu stjörnuna meðal annars og þetta var allt mjög skrautlegt. Samt var þetta dásamleg ferð.“ Óskar vakti mikla lukku í efstu deild og skoraði 12 mörk fyrir Grindavík á þeim þremur tímabilum sem hann var þar. KR heyrði í honum hljóðið og þó önnur félög hafi einnig verið á eftir undirskrift hans var hugurinn kominn í Vesturbæinn. Það kom ekkert annað til greina. Þar hefur hann verið í 12 ár og líður vel. Skórnir eru langt frá því að fara upp í hillu. „Ég var einmitt eftir leikinn við Stjörnuna að hitta tvo gamla vini, Jónas Guðna og Grétar Sigfinn. Við vorum að ræða smá um ferilinn. Það eru bæði hæðir og lægðir í þessu. Þetta hefur verið þannig. Ég hef alveg átt þunglyndissumur út af fótboltanum en heilt yfir hefur þetta verið mjög góður tími. Ég pæli samt svo lítið í baksýnisspeglinum. Ég er ekkert farinn að skoða fortíðina. Ef ég væri alltaf tæpur eða ökklinn væri alltaf bólginn og það væri erfitt að labba eða eitthvað álíka þá væri ég ábyggilega farinn að hugsa um að leggja skóna á hilluna og skoða ferilinn í einhverju samhengi. En ég er ekki þar. Mér líður vel og það er ekkert vesen. Ég fer reyndar ekkert í heitt og kalt, aðallega af því ég nenni því ekki. En ég hef alltaf æft vel og mikið, alveg frá því ég var í körfubolta í Njarðvík. Ég var byrjaður í styrktarþjálfun um 13 ára þegar ég fékk æfingar frá Steindóri landsliðsþjálfara í sundi. Ég hugsa samt vel um mataræðið og svefninn og ég er með alls konar tæki og tól heima til að halda mér við. Svo hef ég verið heppinn með meiðsli.“ Óskar starfar á daginn sem bílasali hjá Sparibíl í Hátúni. Þar er hann mættur klukkan 10 á morgnana. Þó það sé auglýst að bílasalan opni klukkan 12 tekur Óskar úr lás örlítið fyrr. Þegar Fréttablaðið bar að garði var hann að klára að sýna fólki svartan Jeep Wrangler, fjögurra dyra. Geggjaðan bíl. „Ég er búinn að vera í þessu í töluverðan tíma. Ég er mættur hingað klukkan 10 á hverjum morgni til að græja og gera. Fara með pappíra og græja þetta og hitt. Sparibíll á alla bílana og við erum ekki í umboðssölu og morgnarnir eru nýttir til hinna ýmsu verka.“Líður vel í Krikanum Aðspurður um sinn uppáhaldsleik af þessum 300 segir Óskar eftir dágóða stund: „Stórt er spurt. Mér líður alltaf vel í Krikanum. Ég hef oft spilað vel þar þó ég hafi ekkert endilega verið að skora. Ég skoraði tvö mörk á móti Val á Hlíðarenda einhvern tímann. Ég þarf að hugsa þetta aðeins. Ég er svo lítið farinn að pæla í hlutunum sem voru.“Noregur og Kanada Óskar fór ungur að árum til reynslu til Coventry. Svo bankaði Noregur á dyrnar og Óskar fór til Molde. Einn veturinn spilaði hann í Kanada, hjá FC Edmonton. „Konan mín bjó í Bandaríkjunum og þetta kom upp og ég stökk á ævintýrið. Fannst það spennandi. Ég var ekkert að fara að sigra heiminn eða neitt – langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Ég fór til Molde 16 ára. Þá ætlaði ég að sigra heiminn. Stabæk vildi svo fá mig en ég fór til Sogndal sem þá var stór klúbbur að berjast um Evrópusæti,“ sagði Óskar Örn. „Ég stóð mig vel á reynslu og kem þegar er landsleikjahlé. Norðmenn æfa eins og skrattar og voru í skógarhlaupum þegar ég kem og ég var ekkert á sama tempói. Ég hef aldrei verið mikill útihlaupamaður. Ef ég hefði komið beint í leiki þá hefði það verið annað en ég er ekkert að fara sigra heiminn í 10 kílómetra hlaupi,“ sagði Óskar Örn. „Ástæða þess að ég spilaði lítið hjá Teiti Þórðarsyni er að ég var ekkert með fyrstu mönnum í hlaupunum. Þetta drap mig alveg þessar tvær vikur og ég er bara uppgefinn þegar liðið fer svo að æfa. Svo ég kom heim í Grindavík og pældi ekkert í þessum draumi í töluverðan tíma,“ sagði Óskar Örn.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira