Anton Sveinn með þriðja Íslandsmetið sitt á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 06:00 Anton Sveinn McKee er að bæta Íslandsmetin sín á HM. Mynd/SSÍ/Simone Castrovillari Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir kepptu í nótt á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Gwangju í Kína. Hvorugt þeirra komst áfram en Anton Sveinn bætti Íslandsmetið. Anton Sveinn McKee hafði sett tvö Íslandsmet fyrr á mótinu, í 50 og 100 metra bringusundi, og nú bætti hann annað þeirra. Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í 50 metra bringusundi um tuttugu hundraðshluta úr sekúndu þegar hann kom í mark á 27,46 sekúndum. Anton endaði í 20. sæti í undanrásunum en hefði þurft að synda á 27,33 sekúndum til að komast í milliriðla. „Sundið hans Antons Sveins hér í morgun var taktfast og hann náði að nýta sundtökin vel. Hann fer nú að undirbúa sig fyrir 200 metra bringusundið á fimmtudag og segir að það sé jákvætt að finna hraðan og kraftinn sem hann hefur. Nú sé að nýta það sem best fyrir 200 metrana,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Það gekk ekki eins vel hjá Snæfríði Sól Jórunnardóttur sem var mjög langt frá sínu besta í 200 metra skriðsundi. Þetta var henna fyrsta sund á HM og kannski voru taugarnar eitthvað að trufla hana. Snæfríður Sól synti á 2:07,43 mín. en Íslandsmetið hennar er 2:01,82 mín. frá því í Danmörku fyrir ári síðan. Hún endaði í 41. sæti í undanrásunum en það þurfti að synda á 1:59.18 mín. til að komast í milliriðla. „Snæfríður átti ágæta byrjun og eftir 100 metra var tíminn hennar 58,34, en í síðasta legg sundsins dró heldur af henni, hún missti hraðann og taktinn í sundinu, þannig að hún er um 9 sekúndum hægari á síðari hlutanum en þeim fyrri,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Athygli vakti að hún var ekki tilbúin að gefa fréttaritara Sundsamband Íslands stuttu viðtal um sundið. „Snæfríður vildi fá tækifæri til að ræða við þjálfarana og átta sig á því hvað hefði farið úrskeiðis áður en hún tjáði sig um sundið, en hún hefur þegar hafði undirbúning fyrir 100 metra skriðsund sem hún syndir n.k. fimmtudag,“ segir í fyrrnefndri fréttatilkynningu.Snæfríður Sól Jórunnardóttir átti ekki góðan dag.Mynd/SSÍ/Simone Castrovillari Sund Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Sjá meira
Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir kepptu í nótt á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Gwangju í Kína. Hvorugt þeirra komst áfram en Anton Sveinn bætti Íslandsmetið. Anton Sveinn McKee hafði sett tvö Íslandsmet fyrr á mótinu, í 50 og 100 metra bringusundi, og nú bætti hann annað þeirra. Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í 50 metra bringusundi um tuttugu hundraðshluta úr sekúndu þegar hann kom í mark á 27,46 sekúndum. Anton endaði í 20. sæti í undanrásunum en hefði þurft að synda á 27,33 sekúndum til að komast í milliriðla. „Sundið hans Antons Sveins hér í morgun var taktfast og hann náði að nýta sundtökin vel. Hann fer nú að undirbúa sig fyrir 200 metra bringusundið á fimmtudag og segir að það sé jákvætt að finna hraðan og kraftinn sem hann hefur. Nú sé að nýta það sem best fyrir 200 metrana,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Það gekk ekki eins vel hjá Snæfríði Sól Jórunnardóttur sem var mjög langt frá sínu besta í 200 metra skriðsundi. Þetta var henna fyrsta sund á HM og kannski voru taugarnar eitthvað að trufla hana. Snæfríður Sól synti á 2:07,43 mín. en Íslandsmetið hennar er 2:01,82 mín. frá því í Danmörku fyrir ári síðan. Hún endaði í 41. sæti í undanrásunum en það þurfti að synda á 1:59.18 mín. til að komast í milliriðla. „Snæfríður átti ágæta byrjun og eftir 100 metra var tíminn hennar 58,34, en í síðasta legg sundsins dró heldur af henni, hún missti hraðann og taktinn í sundinu, þannig að hún er um 9 sekúndum hægari á síðari hlutanum en þeim fyrri,“ segir í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Athygli vakti að hún var ekki tilbúin að gefa fréttaritara Sundsamband Íslands stuttu viðtal um sundið. „Snæfríður vildi fá tækifæri til að ræða við þjálfarana og átta sig á því hvað hefði farið úrskeiðis áður en hún tjáði sig um sundið, en hún hefur þegar hafði undirbúning fyrir 100 metra skriðsund sem hún syndir n.k. fimmtudag,“ segir í fyrrnefndri fréttatilkynningu.Snæfríður Sól Jórunnardóttir átti ekki góðan dag.Mynd/SSÍ/Simone Castrovillari
Sund Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Sjá meira