Gunnar: Leið á löngum köflum eins og boxara sem væri verið að lúskra á hægri vinstri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2019 21:35 Gunnar í baráttunni. vísir/daníel „Mér leið á löngum köflum í seinni hálfleik eins og boxari sem væri verið að lúskra á hægri vinstri og væri kominn með bakið upp við netið. Þetta var klárlega unnið stig þegar uppi var staðið en það er rosalega erfitt að spila við þá,“ sagði Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur um sín fyrstu viðbrögð eftir markalaust jafntefli Breiðabliks og Grindavíkur á Kópavogsvelli í kvöld. Gunnar kvaðst nokkuð sáttur með niðurstöðu kvöldsins: „Við erum að berjast fyrir lífi okkar í deildinni svo hvert stig er rosalega dýrmætt þannig að heild yfir getum við verið nokkuð sáttir þar sem þeir fengu klárlega betri færi en við í kvöld.“ Gunnar var spurður aðeins út í þann langa tíma sem hefur liðið án þess að Grindavík hefur unnið knattspyrnuleik og hvort það væri farið að setjast á leikmenn liðsins: „Það er núna tveir mánuðir og tveir dagar, þetta er bara eins og hjá ölkunum. En ég veit ekki hvort það sitji eitthvað í okkur. Við erum rosalega öruggir varnarlega en erum í smá brasi með að skapa okkur færi og mögulega afturför í dag en hrós til Blikanna, það er mjög erfitt að spila á móti þeim hérna. Þú skapar fá færi og verður að nýta þau færi sem þú færð.“ „Við erum með bakið upp við vegg og erum að berjast fyrir lífi okkar. Það er langt síðan við unnum en það er líka þokkalega langt síðan við höfum tapað. Það er erfitt að leggja okkur af velli og það verður að vera okkar aðalsmerki,“ sagði Gunnar að lokum þegar hann var spurður út í framhaldið en Grindavík er aðeins einu stigi frá fallsæti. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Grindavík 0-0 | Enn eitt markalausa jafnteflið hjá Grindavík Grindavík gerði sitt fimmta markalausa jafntefli á tímabilinu í kvöld. 22. júlí 2019 21:45 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
„Mér leið á löngum köflum í seinni hálfleik eins og boxari sem væri verið að lúskra á hægri vinstri og væri kominn með bakið upp við netið. Þetta var klárlega unnið stig þegar uppi var staðið en það er rosalega erfitt að spila við þá,“ sagði Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur um sín fyrstu viðbrögð eftir markalaust jafntefli Breiðabliks og Grindavíkur á Kópavogsvelli í kvöld. Gunnar kvaðst nokkuð sáttur með niðurstöðu kvöldsins: „Við erum að berjast fyrir lífi okkar í deildinni svo hvert stig er rosalega dýrmætt þannig að heild yfir getum við verið nokkuð sáttir þar sem þeir fengu klárlega betri færi en við í kvöld.“ Gunnar var spurður aðeins út í þann langa tíma sem hefur liðið án þess að Grindavík hefur unnið knattspyrnuleik og hvort það væri farið að setjast á leikmenn liðsins: „Það er núna tveir mánuðir og tveir dagar, þetta er bara eins og hjá ölkunum. En ég veit ekki hvort það sitji eitthvað í okkur. Við erum rosalega öruggir varnarlega en erum í smá brasi með að skapa okkur færi og mögulega afturför í dag en hrós til Blikanna, það er mjög erfitt að spila á móti þeim hérna. Þú skapar fá færi og verður að nýta þau færi sem þú færð.“ „Við erum með bakið upp við vegg og erum að berjast fyrir lífi okkar. Það er langt síðan við unnum en það er líka þokkalega langt síðan við höfum tapað. Það er erfitt að leggja okkur af velli og það verður að vera okkar aðalsmerki,“ sagði Gunnar að lokum þegar hann var spurður út í framhaldið en Grindavík er aðeins einu stigi frá fallsæti.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Grindavík 0-0 | Enn eitt markalausa jafnteflið hjá Grindavík Grindavík gerði sitt fimmta markalausa jafntefli á tímabilinu í kvöld. 22. júlí 2019 21:45 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Grindavík 0-0 | Enn eitt markalausa jafnteflið hjá Grindavík Grindavík gerði sitt fimmta markalausa jafntefli á tímabilinu í kvöld. 22. júlí 2019 21:45