Þrjú fullgild vilyrði um lóðir undir ódýrar íbúðir Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. júlí 2019 07:00 Svona líta hugmyndir Þorpsins um uppbyggingu í Gufunesi út. Mynd/Þorpið Þrír af þeim níu hópum sem valdir voru til þátttöku í verkefni Reykjavíkurborgar um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa fengið fullgild lóðarvilyrði frá borginni. Rætt var um stöðu verkefnisins á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Þessi þrjú verkefni sem eru lengst komin eru á vegum félaganna Frambúðar, sem þróar byggð í Skerjafirði, Vaxtarhúss, sem hyggst byggja á Sjómannaskólareit, og Urðarsels sem fékk úthlutað reit í Úlfarsárdal. Til viðbótar hefur borgarráð samþykkt að veita fimm verkefnum aukinn frest til að tryggja fjármögnun eiginfjár sem er 20 prósent af áætluðum byggingarkostnaði. Félögin Þorpið og Hoffell sem eru að þróa hagkvæmt húsnæði í Gufunesi hafa þegar skilað gögnum um fjármögnun til borgarinnar. Samkvæmt áætlunum verkefnisins er gert ráð fyrir að umræddar framkvæmdir geti hafist á næstu 12 til 24 mánuðum. Hins vegar ákvað félagið Heimavellir að draga sig út úr verkefninu en það hafði fengið vilyrði fyrir reit á Veðurstofuhæð. Félagið Variat ákvað í kjölfarið að færa sitt verkefni frá Bryggjuhverfinu yfir á Veðurstofuhæð. Þá samþykkti borgarráð á fundi sínum að slíta viðræðum við félagið Abakus vegna uppbyggingar við Bryggjuhverfi þar sem engum gögnum hafði verið skilað innan tilskilins tímafrests. Verður öðrum teymum sem tóku þátt í verkefninu því boðið að koma að því verkefni. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Dregið verður um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi í Gufunesi Á sjöunda hundrað manns hafa sótt um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi i Gufunesi sem Þorpið vistfélag stefnir á að reisa. Dregið verður um hverjir fái hvaða íbúðir við úthlutun. 6. júní 2019 13:24 Stækkanlegar íbúðir ætlaðar fyrstu kaupendum í bígerð í Skerjafirði Vonir standa til að hægt verði að reisa rúmlega 70 íbúðir í Skerjafirði sem sérstaklega verði ætlaðar ungu fólki. Reiknað er með að þeir sem séu að kaupa sína fyrstu fasteign gangi fyrir í íbúðirnar. Stefnt er að því að íbúðirnar geti vaxið með eigendunum og verða þær því stækkanlegar. 22. nóvember 2018 09:15 Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. 6. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þrír af þeim níu hópum sem valdir voru til þátttöku í verkefni Reykjavíkurborgar um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa fengið fullgild lóðarvilyrði frá borginni. Rætt var um stöðu verkefnisins á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Þessi þrjú verkefni sem eru lengst komin eru á vegum félaganna Frambúðar, sem þróar byggð í Skerjafirði, Vaxtarhúss, sem hyggst byggja á Sjómannaskólareit, og Urðarsels sem fékk úthlutað reit í Úlfarsárdal. Til viðbótar hefur borgarráð samþykkt að veita fimm verkefnum aukinn frest til að tryggja fjármögnun eiginfjár sem er 20 prósent af áætluðum byggingarkostnaði. Félögin Þorpið og Hoffell sem eru að þróa hagkvæmt húsnæði í Gufunesi hafa þegar skilað gögnum um fjármögnun til borgarinnar. Samkvæmt áætlunum verkefnisins er gert ráð fyrir að umræddar framkvæmdir geti hafist á næstu 12 til 24 mánuðum. Hins vegar ákvað félagið Heimavellir að draga sig út úr verkefninu en það hafði fengið vilyrði fyrir reit á Veðurstofuhæð. Félagið Variat ákvað í kjölfarið að færa sitt verkefni frá Bryggjuhverfinu yfir á Veðurstofuhæð. Þá samþykkti borgarráð á fundi sínum að slíta viðræðum við félagið Abakus vegna uppbyggingar við Bryggjuhverfi þar sem engum gögnum hafði verið skilað innan tilskilins tímafrests. Verður öðrum teymum sem tóku þátt í verkefninu því boðið að koma að því verkefni.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Dregið verður um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi í Gufunesi Á sjöunda hundrað manns hafa sótt um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi i Gufunesi sem Þorpið vistfélag stefnir á að reisa. Dregið verður um hverjir fái hvaða íbúðir við úthlutun. 6. júní 2019 13:24 Stækkanlegar íbúðir ætlaðar fyrstu kaupendum í bígerð í Skerjafirði Vonir standa til að hægt verði að reisa rúmlega 70 íbúðir í Skerjafirði sem sérstaklega verði ætlaðar ungu fólki. Reiknað er með að þeir sem séu að kaupa sína fyrstu fasteign gangi fyrir í íbúðirnar. Stefnt er að því að íbúðirnar geti vaxið með eigendunum og verða þær því stækkanlegar. 22. nóvember 2018 09:15 Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. 6. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Dregið verður um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi í Gufunesi Á sjöunda hundrað manns hafa sótt um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi i Gufunesi sem Þorpið vistfélag stefnir á að reisa. Dregið verður um hverjir fái hvaða íbúðir við úthlutun. 6. júní 2019 13:24
Stækkanlegar íbúðir ætlaðar fyrstu kaupendum í bígerð í Skerjafirði Vonir standa til að hægt verði að reisa rúmlega 70 íbúðir í Skerjafirði sem sérstaklega verði ætlaðar ungu fólki. Reiknað er með að þeir sem séu að kaupa sína fyrstu fasteign gangi fyrir í íbúðirnar. Stefnt er að því að íbúðirnar geti vaxið með eigendunum og verða þær því stækkanlegar. 22. nóvember 2018 09:15
Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. 6. nóvember 2018 12:00