Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2019 16:22 Lögreglan beitir mótmælendur í Hong Kong táragasi. AP/Jacky Cheung Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögregla hafði merkt hversu langt mótmælendur mættu fara en innan markanna eru ríkisstjórnarbyggingar. Mótmælendur virtu þessi mörk að vettugi og gengu áfram að stjórnarbyggingunum.Sjúkraliðar hlúa að mótmælanda sem varð fyrir táragasi.AP/Bobby YipFjöldamótmæli hafa farið fram í Hong Kong síðan um miðjan júní sem upphaflega hófust vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal til Kína, en snúast nú um lýðræðið í Hong Kong og krefjast mótmælendur aukins lýðræðis. Ákveðnir hópar krefjast sjálfstæðis héraðsins. Seint á sunnudag sást óeirðalögreglan, með gasgrímur og skyldi, þrengja að mótmælendum nálægt ferjuhöfn á stærstu eyjunni.AP/Bobby YipÁ myndum sem teknar eru fyrir utan samskiptastofnun Kína, sjást skilti sem búið er að þekja veggja kroti. Meðal annars stendur þar: „Þið kennduð okkur að friðsöm mótmæli skila engu.“ Sumir mótmælenda spreyjuðu á öryggismyndavélar fyrir utan lögreglustöð til að koma í veg fyrir upptöku. Mikil spenna var fyrir mótmælin á sunnudag vegna stórs sprengiefnafundar á föstudag. Meðal sprengiefnanna fundust dreifirit frá mótmælunum.Lögreglan beinir byssum að mótmælendum en þeir hafa skotið þá með gúmmíkúlum í dag.AP/Vincent YuÁ laugardag voru haldin mót-mótmæli til að sýna stuðning við lögreglu og gegn ofbeldisfullum mótmælum. Tugir þúsunda mættu á þau mótmæli. Notkun táragass, gúmmíkúlna og skemmdarverk stjórnarbygginga hefur skapað eitt mesta ófremdarástand sem verið hefur um árabil í borginni. Hong Kong Tengdar fréttir Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47 Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00 Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30 Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi til að rýma þinghúsið Flestir mótmælendurnir yfirgáfu þinghúsið af sjálfsdáðum. 1. júlí 2019 23:11 Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19 Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögregla hafði merkt hversu langt mótmælendur mættu fara en innan markanna eru ríkisstjórnarbyggingar. Mótmælendur virtu þessi mörk að vettugi og gengu áfram að stjórnarbyggingunum.Sjúkraliðar hlúa að mótmælanda sem varð fyrir táragasi.AP/Bobby YipFjöldamótmæli hafa farið fram í Hong Kong síðan um miðjan júní sem upphaflega hófust vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal til Kína, en snúast nú um lýðræðið í Hong Kong og krefjast mótmælendur aukins lýðræðis. Ákveðnir hópar krefjast sjálfstæðis héraðsins. Seint á sunnudag sást óeirðalögreglan, með gasgrímur og skyldi, þrengja að mótmælendum nálægt ferjuhöfn á stærstu eyjunni.AP/Bobby YipÁ myndum sem teknar eru fyrir utan samskiptastofnun Kína, sjást skilti sem búið er að þekja veggja kroti. Meðal annars stendur þar: „Þið kennduð okkur að friðsöm mótmæli skila engu.“ Sumir mótmælenda spreyjuðu á öryggismyndavélar fyrir utan lögreglustöð til að koma í veg fyrir upptöku. Mikil spenna var fyrir mótmælin á sunnudag vegna stórs sprengiefnafundar á föstudag. Meðal sprengiefnanna fundust dreifirit frá mótmælunum.Lögreglan beinir byssum að mótmælendum en þeir hafa skotið þá með gúmmíkúlum í dag.AP/Vincent YuÁ laugardag voru haldin mót-mótmæli til að sýna stuðning við lögreglu og gegn ofbeldisfullum mótmælum. Tugir þúsunda mættu á þau mótmæli. Notkun táragass, gúmmíkúlna og skemmdarverk stjórnarbygginga hefur skapað eitt mesta ófremdarástand sem verið hefur um árabil í borginni.
Hong Kong Tengdar fréttir Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47 Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00 Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30 Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi til að rýma þinghúsið Flestir mótmælendurnir yfirgáfu þinghúsið af sjálfsdáðum. 1. júlí 2019 23:11 Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19 Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47
Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00
Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30
Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36
Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi til að rýma þinghúsið Flestir mótmælendurnir yfirgáfu þinghúsið af sjálfsdáðum. 1. júlí 2019 23:11
Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19
Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15
Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58