Segir landeigendur íhuga að leita réttar síns vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2019 19:15 Guðmundur Arngrímsson er talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð AÐSEND MYND Talsmaður hluta landeigenda að Seljanesi við Ingólfsfjörð segir að stór partur vegaframkvæmda, sem ráðast á í vegna Hvalárvirkjunar, sé á einkalandi fjölskyldu hans. Hann segir landeigendur íhuga að fara með málið lengra og leita réttar síns. Undirbúningur vegna framkvæmda við virkjunina hefst á mánudag. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð segir vonbrigði að framkvæmdir eigi að hefjast áður en efnismeðferð kæranna liggur fyrir. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að þær framkvæmdir sem farið verði íá næstunni séu minniháttar og afturkræfar. Guðmundur er þó ósammála Birnu og segir framkvæmdirnar þvert á móti óafturkræfar. „Allt tal um afturkræfni er náttúrulega bara algjört bull og því verður að vísa til föðurhúsanna,“ sagði Guðmundur Arngrímsson, talsmaður landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð. Greint hefur verið frá því að umhverfisverndarsinnar íhugi að mótmæla framkvæmdunum með því að leggjast á vinnuvélar á svæðinu. Birna segir að hlustað hafi veriðá rök þeirra. „Á þessum tíma sem liðinn er frá því að umhverfismatinu lauk þá höfum við breytt hönnun virkjunarinnar umtalsvert, allt til bóta fyrir umhverfið og í rauninni öll okkar vinna miðar að því að gera fótspor þessarar virkjunar sem minnst,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks.Birna Lárusdóttir er upplýsingafulltrúi Vesturverks.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTGuðmundur segir að með framkvæmdunum sé brotið á rétti landeigenda. „Stór hluti leiðarinnar liggur þessi vegur í gegnum Seljaneslandið sem er í eigu fjölskyldu minnar. Þessi vegagerð og þessar fyrirhuguðu framkvæmdir þær hafa ekki farið í grenndarkynningu sem er mjög alvarlegt brot á skipulagslöggjöfinni. Við munum að sjálfsögðu virkja okkar rétt til þess að veita þessari framkvæmd andmælum þarna ef verið að fara inn á einkaland og ekkert samráð eða grenndarkynning verið viðhöfð og við munum fara fram á það. Ef ekki nægir að fara fram á það við skipulagsnefndar Árneshrepps þá munum við fara með málið lengra,“ sagði Guðmundur Arngrímsson.Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Talsmaður hluta landeigenda að Seljanesi við Ingólfsfjörð segir að stór partur vegaframkvæmda, sem ráðast á í vegna Hvalárvirkjunar, sé á einkalandi fjölskyldu hans. Hann segir landeigendur íhuga að fara með málið lengra og leita réttar síns. Undirbúningur vegna framkvæmda við virkjunina hefst á mánudag. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð segir vonbrigði að framkvæmdir eigi að hefjast áður en efnismeðferð kæranna liggur fyrir. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að þær framkvæmdir sem farið verði íá næstunni séu minniháttar og afturkræfar. Guðmundur er þó ósammála Birnu og segir framkvæmdirnar þvert á móti óafturkræfar. „Allt tal um afturkræfni er náttúrulega bara algjört bull og því verður að vísa til föðurhúsanna,“ sagði Guðmundur Arngrímsson, talsmaður landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð. Greint hefur verið frá því að umhverfisverndarsinnar íhugi að mótmæla framkvæmdunum með því að leggjast á vinnuvélar á svæðinu. Birna segir að hlustað hafi veriðá rök þeirra. „Á þessum tíma sem liðinn er frá því að umhverfismatinu lauk þá höfum við breytt hönnun virkjunarinnar umtalsvert, allt til bóta fyrir umhverfið og í rauninni öll okkar vinna miðar að því að gera fótspor þessarar virkjunar sem minnst,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks.Birna Lárusdóttir er upplýsingafulltrúi Vesturverks.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTGuðmundur segir að með framkvæmdunum sé brotið á rétti landeigenda. „Stór hluti leiðarinnar liggur þessi vegur í gegnum Seljaneslandið sem er í eigu fjölskyldu minnar. Þessi vegagerð og þessar fyrirhuguðu framkvæmdir þær hafa ekki farið í grenndarkynningu sem er mjög alvarlegt brot á skipulagslöggjöfinni. Við munum að sjálfsögðu virkja okkar rétt til þess að veita þessari framkvæmd andmælum þarna ef verið að fara inn á einkaland og ekkert samráð eða grenndarkynning verið viðhöfð og við munum fara fram á það. Ef ekki nægir að fara fram á það við skipulagsnefndar Árneshrepps þá munum við fara með málið lengra,“ sagði Guðmundur Arngrímsson.Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30