Lundaveiði fyrir veitingastaði er vandamálið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. júlí 2019 07:00 Erpur Snær fuglafræðingur. Mynd/Óskar Friðriksson. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hefur ekki áhyggjur af því að skotveiðar ferðamanna ógni íslenska lundastofninum. The Icelandic Hunting Club hefur staðið fyrir túristaveiðum á lunda og haturspóstum rignt yfir fyrirtækið fyrir vikið. Erpur segir stórvandamálið vera sölu veitingastaða á lundakjöti. Lundastofninn hefur verið á niðurleið frá því að mælingar hófust árið 1995. Árið 2005 var botninn í ungaframleiðslunni og 2008 var markvisst dregið úr veiðum. „Árið 2011 drápust allar pysjurnar í einu, 130 þúsund dýr. Það var alveg ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Erpur. Erpur segir skotveiði litla við Ísland og þá aðallega veitt á sjó úr öðrum stofnum en þeim íslenska. Stóra vandamálið séu veitingastaðirnir sem kaupi lundakjöt. Tekur hann undir þá gagnrýni sem leiðsögumaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson setti fram á Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn í fyrra. „Þegar stofnar eru á niðurleið verða veiðar ósjálfbærar í sjálfu sér,“ segir hann. „Þetta er alvöru stærðargráðan.“ Samkvæmt stjórnarsáttmála er stefnt að endurskoðun laga um villidýraveiðar. Erpur telur þó að það gæti verið vandkvæðum bundið að friða lundann þar sem þetta er hlunnindaveiði. Það eru hins vegar góðar fréttir líka að sögn Erps því að stofninn hefur verið að stækka í ár. Vegna sólarinnar er mikið af seiðum í sjónum, vorblómi þörunga byrjaði snemma sem gengur upp fæðukeðjuna. Hann segir stefna í besta árið á þessari öld. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hefur ekki áhyggjur af því að skotveiðar ferðamanna ógni íslenska lundastofninum. The Icelandic Hunting Club hefur staðið fyrir túristaveiðum á lunda og haturspóstum rignt yfir fyrirtækið fyrir vikið. Erpur segir stórvandamálið vera sölu veitingastaða á lundakjöti. Lundastofninn hefur verið á niðurleið frá því að mælingar hófust árið 1995. Árið 2005 var botninn í ungaframleiðslunni og 2008 var markvisst dregið úr veiðum. „Árið 2011 drápust allar pysjurnar í einu, 130 þúsund dýr. Það var alveg ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Erpur. Erpur segir skotveiði litla við Ísland og þá aðallega veitt á sjó úr öðrum stofnum en þeim íslenska. Stóra vandamálið séu veitingastaðirnir sem kaupi lundakjöt. Tekur hann undir þá gagnrýni sem leiðsögumaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson setti fram á Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn í fyrra. „Þegar stofnar eru á niðurleið verða veiðar ósjálfbærar í sjálfu sér,“ segir hann. „Þetta er alvöru stærðargráðan.“ Samkvæmt stjórnarsáttmála er stefnt að endurskoðun laga um villidýraveiðar. Erpur telur þó að það gæti verið vandkvæðum bundið að friða lundann þar sem þetta er hlunnindaveiði. Það eru hins vegar góðar fréttir líka að sögn Erps því að stofninn hefur verið að stækka í ár. Vegna sólarinnar er mikið af seiðum í sjónum, vorblómi þörunga byrjaði snemma sem gengur upp fæðukeðjuna. Hann segir stefna í besta árið á þessari öld.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00