Lundaveiði fyrir veitingastaði er vandamálið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. júlí 2019 07:00 Erpur Snær fuglafræðingur. Mynd/Óskar Friðriksson. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hefur ekki áhyggjur af því að skotveiðar ferðamanna ógni íslenska lundastofninum. The Icelandic Hunting Club hefur staðið fyrir túristaveiðum á lunda og haturspóstum rignt yfir fyrirtækið fyrir vikið. Erpur segir stórvandamálið vera sölu veitingastaða á lundakjöti. Lundastofninn hefur verið á niðurleið frá því að mælingar hófust árið 1995. Árið 2005 var botninn í ungaframleiðslunni og 2008 var markvisst dregið úr veiðum. „Árið 2011 drápust allar pysjurnar í einu, 130 þúsund dýr. Það var alveg ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Erpur. Erpur segir skotveiði litla við Ísland og þá aðallega veitt á sjó úr öðrum stofnum en þeim íslenska. Stóra vandamálið séu veitingastaðirnir sem kaupi lundakjöt. Tekur hann undir þá gagnrýni sem leiðsögumaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson setti fram á Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn í fyrra. „Þegar stofnar eru á niðurleið verða veiðar ósjálfbærar í sjálfu sér,“ segir hann. „Þetta er alvöru stærðargráðan.“ Samkvæmt stjórnarsáttmála er stefnt að endurskoðun laga um villidýraveiðar. Erpur telur þó að það gæti verið vandkvæðum bundið að friða lundann þar sem þetta er hlunnindaveiði. Það eru hins vegar góðar fréttir líka að sögn Erps því að stofninn hefur verið að stækka í ár. Vegna sólarinnar er mikið af seiðum í sjónum, vorblómi þörunga byrjaði snemma sem gengur upp fæðukeðjuna. Hann segir stefna í besta árið á þessari öld. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hefur ekki áhyggjur af því að skotveiðar ferðamanna ógni íslenska lundastofninum. The Icelandic Hunting Club hefur staðið fyrir túristaveiðum á lunda og haturspóstum rignt yfir fyrirtækið fyrir vikið. Erpur segir stórvandamálið vera sölu veitingastaða á lundakjöti. Lundastofninn hefur verið á niðurleið frá því að mælingar hófust árið 1995. Árið 2005 var botninn í ungaframleiðslunni og 2008 var markvisst dregið úr veiðum. „Árið 2011 drápust allar pysjurnar í einu, 130 þúsund dýr. Það var alveg ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Erpur. Erpur segir skotveiði litla við Ísland og þá aðallega veitt á sjó úr öðrum stofnum en þeim íslenska. Stóra vandamálið séu veitingastaðirnir sem kaupi lundakjöt. Tekur hann undir þá gagnrýni sem leiðsögumaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson setti fram á Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn í fyrra. „Þegar stofnar eru á niðurleið verða veiðar ósjálfbærar í sjálfu sér,“ segir hann. „Þetta er alvöru stærðargráðan.“ Samkvæmt stjórnarsáttmála er stefnt að endurskoðun laga um villidýraveiðar. Erpur telur þó að það gæti verið vandkvæðum bundið að friða lundann þar sem þetta er hlunnindaveiði. Það eru hins vegar góðar fréttir líka að sögn Erps því að stofninn hefur verið að stækka í ár. Vegna sólarinnar er mikið af seiðum í sjónum, vorblómi þörunga byrjaði snemma sem gengur upp fæðukeðjuna. Hann segir stefna í besta árið á þessari öld.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00