Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 15:06 Hlýjar nætur og hagstæð vindátt ráða mestu um hlýjan júlí mánuð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Það stefnir flest allt í að júlí mánuðurinn í ár verði sá hlýjasti sem vitað er um í Reykjavík. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur sem segir jafnt hitastig allan sólarhringinn eiga stærsta þáttinn í þessu meti. Þegar einn og hálfur sólarhringur er eftir af júlí mánuði stendur meðalhitinn í Reykjavík í 13,2 gráðum. Trausti segir það engan ofboðslega hita fljótt á litið en þó nokkur í svona langri mælingu, það er að segja yfir heilan mánuð. Hitinn á nóttunni hefur verið um 12 til 14 stig og munar þar um minna. Áður hafði meðalhiti í júlí mánuði í Reykjavík mælst 13,03 gráður árið 2010 og 1991 en einnig var fremur hlýtt í júlí árið 1936. Trausti segir hagstæða austanátt ráða miklu um þetta hitastig því þá berst hlýr vindur af landi til Reykjavíkur, ólíkt því sem gerist þegar vestan áttin dregur kalt loft frá hafi inn til borgarinnar.Á vef sínum Hungurdiskum bendir Trausti á að það stefni einnig í að mánuðurinn verði sá hlýjasti á öldinni við Faxaflóa. Kaldara hefur þó verið fyrir norðan og austan, ekki beint kalt en þó langt frá meðalhita. Á Suðurlandi og við Breiðafjörð hefur júlí mánuður verið sá næst hlýjasti og í hæsta þriðjungi einnig á Vestfjörðum og á Miðhálendinu. „Hiti í öðrum spásvæðum fellur á miðþriðjung - gróflega í meðallagi aldarinnar. Kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, hiti -0,3 stig neðan meðallags síðustu tíu ára - en það er reyndar hátt í langtímasamanburði - höfum það í huga. Á landsvísu virðist hitinn stefna á 10. til 15. hitasæti (af 140) - það munar litlu á röðinni, en er langt frá meti,“ skrifar Trausti á Hungurdiska. Reykjavík Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Það stefnir flest allt í að júlí mánuðurinn í ár verði sá hlýjasti sem vitað er um í Reykjavík. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur sem segir jafnt hitastig allan sólarhringinn eiga stærsta þáttinn í þessu meti. Þegar einn og hálfur sólarhringur er eftir af júlí mánuði stendur meðalhitinn í Reykjavík í 13,2 gráðum. Trausti segir það engan ofboðslega hita fljótt á litið en þó nokkur í svona langri mælingu, það er að segja yfir heilan mánuð. Hitinn á nóttunni hefur verið um 12 til 14 stig og munar þar um minna. Áður hafði meðalhiti í júlí mánuði í Reykjavík mælst 13,03 gráður árið 2010 og 1991 en einnig var fremur hlýtt í júlí árið 1936. Trausti segir hagstæða austanátt ráða miklu um þetta hitastig því þá berst hlýr vindur af landi til Reykjavíkur, ólíkt því sem gerist þegar vestan áttin dregur kalt loft frá hafi inn til borgarinnar.Á vef sínum Hungurdiskum bendir Trausti á að það stefni einnig í að mánuðurinn verði sá hlýjasti á öldinni við Faxaflóa. Kaldara hefur þó verið fyrir norðan og austan, ekki beint kalt en þó langt frá meðalhita. Á Suðurlandi og við Breiðafjörð hefur júlí mánuður verið sá næst hlýjasti og í hæsta þriðjungi einnig á Vestfjörðum og á Miðhálendinu. „Hiti í öðrum spásvæðum fellur á miðþriðjung - gróflega í meðallagi aldarinnar. Kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, hiti -0,3 stig neðan meðallags síðustu tíu ára - en það er reyndar hátt í langtímasamanburði - höfum það í huga. Á landsvísu virðist hitinn stefna á 10. til 15. hitasæti (af 140) - það munar litlu á röðinni, en er langt frá meti,“ skrifar Trausti á Hungurdiska.
Reykjavík Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira