Segjast hafa borgað konunum meira en körlunum undanfarin ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 09:30 Megan Rapinoe og félagar í bandaríska landsliðinu eru skiljanlega ósáttar með nýjasta útspil bandaríska sambandsins. Getty/Catherine Ivill Nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins er að halda því fram að knattspyrnukonurnar hafi fengið miklu meiri pening en knattspyrnukarlarnir undanfarin tíu ár. Carlos Cordeiro, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins, hefur snúið vörn í sókn í launadeilunni við leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Bandarísku stelpurnar urðu heimsmeistarar á dögunum en standa jafnframt í málaferlum við bandaríska knattspyrnusambandið til að fá jafnmikið borgað og karlarnir. Nýjasta innleggið frá umræddum Carlos Cordeiro er að setja fram niðurstöður úr rannsókn bandaríska knattspyrnusambandsins á greiðslum til kvenna- og karlalandsliðs Bandaríkjanna.US Soccer president Carlos Cordeiro writes new letter to federation members that includes what US Soccer says are details of USWNT vs USMNT pay/investment over the last decade. USWNT players will likely dispute that as mediation takes place soon. pic.twitter.com/e7o7i3ulXB — Grant Wahl (@GrantWahl) July 29, 2019Í þeim tölum kemur fram að sambandið hafi greitt leikmönnum kvennalandsliðsins milljónum dollara meira en leikmönnum karlalandsliðsins á undanförnum áratug. Bandarísku knattspyrnukonurnar hafa verið með mikinn meðbyr í seglin í þessum launadeilum síðan að þær tryggðu sér heimsmeistaratitilinn. Karlarnir hefðu hins vegar fengið miklu meiri pening ef þeir hefðu náð sama árangri á þær. Það var fjórði heimsmeistaratitill bandaríska kvennalandsliðsins en besti árangur karlaliðsins í nútíma fótbolta eru átta liða úrslit á HM 2002. Bandaríska karlalandsliðið komst ekki á síðasta HM sem fór fram í Rússlandi í fyrra. Sama kvöld og bandarísku stelpurnar tryggðu sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð þá tapaði bandaríska karlalandsliðið á móti Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. Samkvæmt upplýsingunum sem Carlos Cordeiro kynnti í gær þá hafa leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins fengið borgaðar samanlagt 34,1 milljón Bandaríkjadala frá 2010 til 2018 en þar eru við að tala um bæði laun og bónusgreiðslur. Inn í þessu eru laun bandaríska landsliðskvenna í kvennadeildinni sem sambandið borgar.Cordeiro: "As you’ll see—separate and apart from any prize money awarded by FIFA—U.S. Soccer has, over the past decade, paid our WNT more than our MNT in salaries and game bonuses, and we continue to make unprecedented investments in our women’s program." https://t.co/5cMKYl7BaM — Ian Thomas (@byIanThomas) July 29, 2019Leikmenn karlalandsliðsins hafa „bara“ fengið 26,4 milljónir Bandaríkjadala í laun og bónusa á sama tíma. Inn í þessum tölum eru þó ekki bónusgreiðslur frá Alþjóða knattspyrnusambandinu á sama tímabili. Bandaríska sambandið hefur fengið 41 milljón Bandaríkjadala fyrir árangur karlaliðsins frá FIFA en aðeins 39,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir árangur kvennaliðsins sem hefur samt unnið tvo heimsmeistaratitla og komist þrisvar í úrslitaleik HM á þessum tíma. Um leið segir Carlos Cordeiro að bandaríska knattspyrnusambandið geti ekki borið ábyrgð á mismunandi greiðslum FIFA eftir kynjum. Molly Levinson, talsmaður bandarísku knattspyrnukvennanna, var fljót að senda frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að þeirra mati sé þetta sorgleg tilraun til að berjast á móti öllum stuðningnum sem knattspyrnukonurnar hafa fengið með sínu baráttumáli fyrir kynjajafnfrétti hjá bandaríska sambandinu. Svar hennar má sjá hér fyrir neðan.Here's the response from USWNT players spokesperson Molly Levinson to today's letter from US Soccer president Carlos Cordeiro and the federation's contention that it has paid the USWNT more than the USMNT over the past decade. pic.twitter.com/sOpqDx1g4U — Grant Wahl (@GrantWahl) July 29, 2019 HM 2018 í Rússlandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
Nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins er að halda því fram að knattspyrnukonurnar hafi fengið miklu meiri pening en knattspyrnukarlarnir undanfarin tíu ár. Carlos Cordeiro, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins, hefur snúið vörn í sókn í launadeilunni við leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Bandarísku stelpurnar urðu heimsmeistarar á dögunum en standa jafnframt í málaferlum við bandaríska knattspyrnusambandið til að fá jafnmikið borgað og karlarnir. Nýjasta innleggið frá umræddum Carlos Cordeiro er að setja fram niðurstöður úr rannsókn bandaríska knattspyrnusambandsins á greiðslum til kvenna- og karlalandsliðs Bandaríkjanna.US Soccer president Carlos Cordeiro writes new letter to federation members that includes what US Soccer says are details of USWNT vs USMNT pay/investment over the last decade. USWNT players will likely dispute that as mediation takes place soon. pic.twitter.com/e7o7i3ulXB — Grant Wahl (@GrantWahl) July 29, 2019Í þeim tölum kemur fram að sambandið hafi greitt leikmönnum kvennalandsliðsins milljónum dollara meira en leikmönnum karlalandsliðsins á undanförnum áratug. Bandarísku knattspyrnukonurnar hafa verið með mikinn meðbyr í seglin í þessum launadeilum síðan að þær tryggðu sér heimsmeistaratitilinn. Karlarnir hefðu hins vegar fengið miklu meiri pening ef þeir hefðu náð sama árangri á þær. Það var fjórði heimsmeistaratitill bandaríska kvennalandsliðsins en besti árangur karlaliðsins í nútíma fótbolta eru átta liða úrslit á HM 2002. Bandaríska karlalandsliðið komst ekki á síðasta HM sem fór fram í Rússlandi í fyrra. Sama kvöld og bandarísku stelpurnar tryggðu sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð þá tapaði bandaríska karlalandsliðið á móti Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. Samkvæmt upplýsingunum sem Carlos Cordeiro kynnti í gær þá hafa leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins fengið borgaðar samanlagt 34,1 milljón Bandaríkjadala frá 2010 til 2018 en þar eru við að tala um bæði laun og bónusgreiðslur. Inn í þessu eru laun bandaríska landsliðskvenna í kvennadeildinni sem sambandið borgar.Cordeiro: "As you’ll see—separate and apart from any prize money awarded by FIFA—U.S. Soccer has, over the past decade, paid our WNT more than our MNT in salaries and game bonuses, and we continue to make unprecedented investments in our women’s program." https://t.co/5cMKYl7BaM — Ian Thomas (@byIanThomas) July 29, 2019Leikmenn karlalandsliðsins hafa „bara“ fengið 26,4 milljónir Bandaríkjadala í laun og bónusa á sama tíma. Inn í þessum tölum eru þó ekki bónusgreiðslur frá Alþjóða knattspyrnusambandinu á sama tímabili. Bandaríska sambandið hefur fengið 41 milljón Bandaríkjadala fyrir árangur karlaliðsins frá FIFA en aðeins 39,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir árangur kvennaliðsins sem hefur samt unnið tvo heimsmeistaratitla og komist þrisvar í úrslitaleik HM á þessum tíma. Um leið segir Carlos Cordeiro að bandaríska knattspyrnusambandið geti ekki borið ábyrgð á mismunandi greiðslum FIFA eftir kynjum. Molly Levinson, talsmaður bandarísku knattspyrnukvennanna, var fljót að senda frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að þeirra mati sé þetta sorgleg tilraun til að berjast á móti öllum stuðningnum sem knattspyrnukonurnar hafa fengið með sínu baráttumáli fyrir kynjajafnfrétti hjá bandaríska sambandinu. Svar hennar má sjá hér fyrir neðan.Here's the response from USWNT players spokesperson Molly Levinson to today's letter from US Soccer president Carlos Cordeiro and the federation's contention that it has paid the USWNT more than the USMNT over the past decade. pic.twitter.com/sOpqDx1g4U — Grant Wahl (@GrantWahl) July 29, 2019
HM 2018 í Rússlandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira