Mál tveggja ára stúlku sem hefur verið vísað úr landi fer fyrir Landsrétt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 19:00 Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess að Þjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu.Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Vísað er til þess að samkvæmt lögum sé óheimilt að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur eða hafi átt frá fæðingu óslitið átt heima hér samkvæmt Þjóðskrá. Meðal þeirra eru albönsk hjón sem hefur verið synjað um hælis- og dvalarleyfi hér á landi frá árinu 2015. Árið 2017 eignuðust þau dóttur hér sem hefði átt að vera skráð með lögheimili á Íslandi að sögn Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns hennar en Þjóðskrá hafi ákveðið að fara aðra leið. „Í staðinn þá er hún skráð með lögheimili í Evrópu, ótilgreint það er ekki einu sinni tilgreint hvar barnið, sem hefur átt heima hér frá fæðingu, eigi að hafa fasta búsetu. Við erum í sjálfu sér að byggja á því að skrá hefði átt þetta barn á Íslandi en af því leiðir þá er óheimilt að vísa henni úr landi,“ segir Sigrún. Lögmenn stúlkunnar týndu til margvísleg rök fyrir því að brotið hefði veriðá réttindum hennar í máli sem fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.Í málflutningi þeirra kom m.a. fram aðBrotin hafi verið jafnræðisreglaÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við lög um lögheimiliÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnaBarn njóti réttar til skráningar samkvæmt Stjórnarskrá ÍslandsÞjóðskrá hafi beitt ómálefnalegum sjónarmiðum við skráningu barnsÞjóðskrá mótmælti fram kom að stofnunin:Mótmælir því að skráning barnsins í þjóðskrá hafi farið í bága við stjórnsýslulögÚtlendingastofnun er með vald í þessum málum en ekki þjóðskráStefnendur eru ekki með skráð lögheimili á Íslandi og ekki heldur dvalarleyfi hér á landi. Í lögum er mælt fyrir um að barn 17 ára eða yngra hefði sama lögheimili og foreldrar þessSambærileg breyting og gerð var á skráningu barns stefnenda tók til allra barna sem fædd voru hér á landi en voru ekki með skráð lögheimili á Íslandi Þjóðskrá var sýknuð og ákveðið var að áfrýja málinu til Landsréttar. „Barn sem fæðist hér á landi á ekki að gjalda fyrir stöðu foreldra sinna heldur njóta jafnræðis og skráningar hér á landi eins og önnur börn,“ segir Sigrún. Stúlkan hafi ekki notið neinna félagslegra réttinda framan af vegna þessarar stöðu. Sigrún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem reyni á slíkt mál fyrir Landsrétti. „Að mínu viti er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mál fer fyrir dómstólinn,“ segir Sigrún. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í júli að stúlkan hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún og er sá frestur liðinn. „Já það má búast við því að lögreglan sendi henni tilkynningu um að það standi til að brottvísa henni og samhliða því er almennt endurkomubann,“ segir Sigrún. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess að Þjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu.Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Vísað er til þess að samkvæmt lögum sé óheimilt að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur eða hafi átt frá fæðingu óslitið átt heima hér samkvæmt Þjóðskrá. Meðal þeirra eru albönsk hjón sem hefur verið synjað um hælis- og dvalarleyfi hér á landi frá árinu 2015. Árið 2017 eignuðust þau dóttur hér sem hefði átt að vera skráð með lögheimili á Íslandi að sögn Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns hennar en Þjóðskrá hafi ákveðið að fara aðra leið. „Í staðinn þá er hún skráð með lögheimili í Evrópu, ótilgreint það er ekki einu sinni tilgreint hvar barnið, sem hefur átt heima hér frá fæðingu, eigi að hafa fasta búsetu. Við erum í sjálfu sér að byggja á því að skrá hefði átt þetta barn á Íslandi en af því leiðir þá er óheimilt að vísa henni úr landi,“ segir Sigrún. Lögmenn stúlkunnar týndu til margvísleg rök fyrir því að brotið hefði veriðá réttindum hennar í máli sem fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.Í málflutningi þeirra kom m.a. fram aðBrotin hafi verið jafnræðisreglaÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við lög um lögheimiliÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnaBarn njóti réttar til skráningar samkvæmt Stjórnarskrá ÍslandsÞjóðskrá hafi beitt ómálefnalegum sjónarmiðum við skráningu barnsÞjóðskrá mótmælti fram kom að stofnunin:Mótmælir því að skráning barnsins í þjóðskrá hafi farið í bága við stjórnsýslulögÚtlendingastofnun er með vald í þessum málum en ekki þjóðskráStefnendur eru ekki með skráð lögheimili á Íslandi og ekki heldur dvalarleyfi hér á landi. Í lögum er mælt fyrir um að barn 17 ára eða yngra hefði sama lögheimili og foreldrar þessSambærileg breyting og gerð var á skráningu barns stefnenda tók til allra barna sem fædd voru hér á landi en voru ekki með skráð lögheimili á Íslandi Þjóðskrá var sýknuð og ákveðið var að áfrýja málinu til Landsréttar. „Barn sem fæðist hér á landi á ekki að gjalda fyrir stöðu foreldra sinna heldur njóta jafnræðis og skráningar hér á landi eins og önnur börn,“ segir Sigrún. Stúlkan hafi ekki notið neinna félagslegra réttinda framan af vegna þessarar stöðu. Sigrún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem reyni á slíkt mál fyrir Landsrétti. „Að mínu viti er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mál fer fyrir dómstólinn,“ segir Sigrún. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í júli að stúlkan hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún og er sá frestur liðinn. „Já það má búast við því að lögreglan sendi henni tilkynningu um að það standi til að brottvísa henni og samhliða því er almennt endurkomubann,“ segir Sigrún.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira