Öðruvísi prjónalist í Gallerý Port Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 8. ágúst 2019 09:30 Hér er Ýr Jóhannsdóttir í skissupeysunni góðu, en hún verður til sýnis á laugardaginn. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Ýr Jóhannsdóttir er textílhönnuður sem gerir skemmtileg og óvenjuleg listaverk úr peysum. Hún lærði í Myndlistarskólanum í Reykjavík og The Glasgow School of Art, og er nú á leið í nám í Listaháskóla Íslands í haust. Ýr hannar undir nafninu Ýrúrarí og mun opna einkasýningu næsta laugardag í Gallerý Porti. „Ég hef verið að vinna undir þessu listamannsnafni frá því árið 2012. Þá byrjaði ég að prjóna peysur, svona skrautlegar og skemmtilegar peysur. Það var tímafrekt að prjóna peysurnar frá grunni og því voru þær svo dýrar í sölu. Undanfarin ár hef ég verið að vinna meira með að taka notaðar peysur og nota þær sem nokkurs konar striga,“ segir Ýr. Hún segir að það sé líka vegna umhverfissjónarmiða og gott sé að endurnýta peysurnar á þennan hátt og þar með gefa þeim nýtt líf. „Það að þurfa ekki að prjóna peysurnar frá grunni þýðir að ég hef meiri tíma til að leika mér með þær og skreyta þær. En já, eins og ég sagði, þá nota ég peysurnar núna eins og striga, teikna á þær með garninu og prjóna.“ Á sýningunni í Gallerý Porti fer Ýr í aðeins aðra átt. „Á henni eru peysur sem ég hef tekið meira í sundur og eru ekki ætlaðar til notkunar beint. Núna fer ég aðeins verr með þær en ég hef verið að gera, enda þessar peysur meira hugsaðar sem listaverk. Ég hugsaði þetta eins og DNA, ég væri að brjóta upp DNA-ið í þeim og fara inn í lykkjurnar og vinna ofan í hverja peysu,“ segir Ýr. „Á sýningunni eru til dæmis íslensk lopapeysa og norsk lopapeysa sem ég hef gatað og gjörbreytt.“ Hún segir það hafa vakið áhuga sinn að taka sígildar peysur og breyta þeim í listaverk. Í febrúar síðastliðnum voru peysur Ýrar sýndar í glugga Textile Arts Center í New York. Upp úr því spratt svo nýja sýningin . „Þetta eru samt allt ný verk, fyrir utan fyrstu peysuna sem ég kalla skissupeysuna. Hún er hvít og hana nota ég til að prufa mig á áfram og reyna nýja hluti, hún er eiginlega orðin eins og skissubók. Á henni eru alls konar tilraunir. Sýningin núna er svolítið unnin út frá þessari skissupeysu. Svo fer ég með hugmyndirnar lengra á hverri og einni peysu.“ Hún segist frekar fá innblástur frá peysunum sjálfum en annars staðar úr umhverfinu. „Minn stíll er þannig að ég enda mjög oft á að nota einhverja líkamsparta, andlit og líffæri í verkunum og gera þar með peysurnar að einhverjum lifandi verum.“ Í sumar hefur hefur Ýr verið að undirbúa verk með sviðlistahópnum CGFC. „Í sumar erum við búin að vera að vinna að verki sem fjallar fyrst og fremst um kartöflur en líka naslmenningu á Íslandi. Sumarið fór sem sagt í víðtæka rannsóknarvinnu. Verkið verður svo frumsýnt í Borgarleikhúsinu 24. október,“ segir Ýr. Sýningin Ýrúrarí: Svona myndi ég ekki gera verður opnuð núna á laugardaginn klukkan 20.00. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Ýr Jóhannsdóttir er textílhönnuður sem gerir skemmtileg og óvenjuleg listaverk úr peysum. Hún lærði í Myndlistarskólanum í Reykjavík og The Glasgow School of Art, og er nú á leið í nám í Listaháskóla Íslands í haust. Ýr hannar undir nafninu Ýrúrarí og mun opna einkasýningu næsta laugardag í Gallerý Porti. „Ég hef verið að vinna undir þessu listamannsnafni frá því árið 2012. Þá byrjaði ég að prjóna peysur, svona skrautlegar og skemmtilegar peysur. Það var tímafrekt að prjóna peysurnar frá grunni og því voru þær svo dýrar í sölu. Undanfarin ár hef ég verið að vinna meira með að taka notaðar peysur og nota þær sem nokkurs konar striga,“ segir Ýr. Hún segir að það sé líka vegna umhverfissjónarmiða og gott sé að endurnýta peysurnar á þennan hátt og þar með gefa þeim nýtt líf. „Það að þurfa ekki að prjóna peysurnar frá grunni þýðir að ég hef meiri tíma til að leika mér með þær og skreyta þær. En já, eins og ég sagði, þá nota ég peysurnar núna eins og striga, teikna á þær með garninu og prjóna.“ Á sýningunni í Gallerý Porti fer Ýr í aðeins aðra átt. „Á henni eru peysur sem ég hef tekið meira í sundur og eru ekki ætlaðar til notkunar beint. Núna fer ég aðeins verr með þær en ég hef verið að gera, enda þessar peysur meira hugsaðar sem listaverk. Ég hugsaði þetta eins og DNA, ég væri að brjóta upp DNA-ið í þeim og fara inn í lykkjurnar og vinna ofan í hverja peysu,“ segir Ýr. „Á sýningunni eru til dæmis íslensk lopapeysa og norsk lopapeysa sem ég hef gatað og gjörbreytt.“ Hún segir það hafa vakið áhuga sinn að taka sígildar peysur og breyta þeim í listaverk. Í febrúar síðastliðnum voru peysur Ýrar sýndar í glugga Textile Arts Center í New York. Upp úr því spratt svo nýja sýningin . „Þetta eru samt allt ný verk, fyrir utan fyrstu peysuna sem ég kalla skissupeysuna. Hún er hvít og hana nota ég til að prufa mig á áfram og reyna nýja hluti, hún er eiginlega orðin eins og skissubók. Á henni eru alls konar tilraunir. Sýningin núna er svolítið unnin út frá þessari skissupeysu. Svo fer ég með hugmyndirnar lengra á hverri og einni peysu.“ Hún segist frekar fá innblástur frá peysunum sjálfum en annars staðar úr umhverfinu. „Minn stíll er þannig að ég enda mjög oft á að nota einhverja líkamsparta, andlit og líffæri í verkunum og gera þar með peysurnar að einhverjum lifandi verum.“ Í sumar hefur hefur Ýr verið að undirbúa verk með sviðlistahópnum CGFC. „Í sumar erum við búin að vera að vinna að verki sem fjallar fyrst og fremst um kartöflur en líka naslmenningu á Íslandi. Sumarið fór sem sagt í víðtæka rannsóknarvinnu. Verkið verður svo frumsýnt í Borgarleikhúsinu 24. október,“ segir Ýr. Sýningin Ýrúrarí: Svona myndi ég ekki gera verður opnuð núna á laugardaginn klukkan 20.00.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira