Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2019 21:21 Vel fór á með þeim Raab (t.v.) og Pompeo (t.h.) á blaðamannafundi í bandaríska utanríkisráðuneytinu í dag. AP/Susan Walsh Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandarísk stjórnvöld tilbúin að skrifa undir viðskiptasamning við Bretland eftir útgönguna úr Evrópusambandinu sem er fyrirhuguð í haust. Dominic Raab, nýr utanríkisráðherra Bretlands, hitti Donald Trump forseta í fyrstu opinberu heimsókn sinni til Washington-borgar í gær. Eins og sakir standa eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Raab sagðist vonast eftir fríverslunarsamningi við Bandaríkin eins fljótt og hægt er eftir útgönguna. Trump hefði gert honum ljóst að vilji hans stæði til þess að gera metnaðarfullan samninga, að því er segir í frétt The Guardian. Eftir fund þeirra Raab sagði Pompeo að Bandaríkjastjórn styddi fullvalda ákvörðun Bretlands um að yfirgefa Evrópusambandið. „Þá verðum við tilbúin við þröskuldinn með penna í hönd, tilbúin að skrifa undir nýjan fríverslunarsamning eins fljótt og hægt er,“ sagði Pompeo sem treystir því að útgangan hafi ekki áhrif á friðarsamkomulagið á Norður-Írlandi. Eitt helsta ágreiningsefnið um útgöngu Breta úr sambandinu hefur snúist um hvað eigi að gera með mörk Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands, sem tilheyrir Bretlandi. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagst vilja losna við svonefnda baktryggingu úr útgöngusamningnum við ESB. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnu landamæra- og tollaeftirliti á Írlandi eftir útgönguna. Bandaríkin Bretland Brexit Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandarísk stjórnvöld tilbúin að skrifa undir viðskiptasamning við Bretland eftir útgönguna úr Evrópusambandinu sem er fyrirhuguð í haust. Dominic Raab, nýr utanríkisráðherra Bretlands, hitti Donald Trump forseta í fyrstu opinberu heimsókn sinni til Washington-borgar í gær. Eins og sakir standa eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Raab sagðist vonast eftir fríverslunarsamningi við Bandaríkin eins fljótt og hægt er eftir útgönguna. Trump hefði gert honum ljóst að vilji hans stæði til þess að gera metnaðarfullan samninga, að því er segir í frétt The Guardian. Eftir fund þeirra Raab sagði Pompeo að Bandaríkjastjórn styddi fullvalda ákvörðun Bretlands um að yfirgefa Evrópusambandið. „Þá verðum við tilbúin við þröskuldinn með penna í hönd, tilbúin að skrifa undir nýjan fríverslunarsamning eins fljótt og hægt er,“ sagði Pompeo sem treystir því að útgangan hafi ekki áhrif á friðarsamkomulagið á Norður-Írlandi. Eitt helsta ágreiningsefnið um útgöngu Breta úr sambandinu hefur snúist um hvað eigi að gera með mörk Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands, sem tilheyrir Bretlandi. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagst vilja losna við svonefnda baktryggingu úr útgöngusamningnum við ESB. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnu landamæra- og tollaeftirliti á Írlandi eftir útgönguna.
Bandaríkin Bretland Brexit Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira