Uppfært: Svar ráðherra varðandi kostnað vegna Landsréttarmálsins sent á skrifstofu Alþingis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2019 14:47 Helga Vala Helgadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni eftir svari við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. Aðstoðarmaður ráðherra segir að svar við fyrirspurninni hafi verið sent skrifstofu Alþingis fyrri hluta júlí. Helga Vala lagði fyrirspurnina fram í mars og segist síðan hafa margítrekað fyrirspurnina en nú sé liðinn á fimmti mánuður og ekkert bóli á svari. „Hefur dómsmálaráðherra svarað fyrirspurnum mínum um kostnað okkar, skattgreiðenda, af Landsréttarklúðri sjálfstæðisflokksins? Fyrirspurnum sem lagðar voru fram í mars og margítrekaðar og svar sagt liggja fyrir í maí? Nei, einmitt ekki,“ segir Helga Vala í færslu á Facebook. „Getur verið að ég fái ekki svarið því það er verið að bíða eftir nýjum dómsmálaráðherra sjálfstæðisflokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að fyrirspurninni hafi verið svarað fyrri hluta júlí. Biðin skýrist væntanlega af því að sumarfrí hafi verið á Alþingi og því hafi svarið ekki enn verið birt. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að það kunni vel að vera að svarið hafi borist skrifstofu Alþingis á meðan sumarfríi stóð. Svör séu birt með vissu millibili, safnað saman, og reikna megi með einni útbýtingu áður en þing kemur saman í lok mánaðar til að ræða þriðja orkupakkann. Þegar Helga Vala var upplýst um þetta sagðist hún fagna því að svarið væri komið og fróðlegt væri að sjá hver kostnaðurinn á bak við Landsréttarmálið væri. Sigríður Á. Andersen við afsögn hennar.Vísir/Vilhelm Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér. Þórdís Kolbrún tók í mars við stöðu dómsmálaráðherra en fyrir gegndi hún stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Helga Vala sagðist í júní hafa fengið þau svör frá Þórdísi Kolbrúnu í maí að von væri á svari í vikunni á eftir.Fréttin var uppfærð klukkan 16:51 með upplýsingum frá aðstoðarmanni ráðherra og forseta Alþingis. Frétt og fyrirsögn hefur verið breytt í samræmi við þær upplýsingar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni eftir svari við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. Aðstoðarmaður ráðherra segir að svar við fyrirspurninni hafi verið sent skrifstofu Alþingis fyrri hluta júlí. Helga Vala lagði fyrirspurnina fram í mars og segist síðan hafa margítrekað fyrirspurnina en nú sé liðinn á fimmti mánuður og ekkert bóli á svari. „Hefur dómsmálaráðherra svarað fyrirspurnum mínum um kostnað okkar, skattgreiðenda, af Landsréttarklúðri sjálfstæðisflokksins? Fyrirspurnum sem lagðar voru fram í mars og margítrekaðar og svar sagt liggja fyrir í maí? Nei, einmitt ekki,“ segir Helga Vala í færslu á Facebook. „Getur verið að ég fái ekki svarið því það er verið að bíða eftir nýjum dómsmálaráðherra sjálfstæðisflokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að fyrirspurninni hafi verið svarað fyrri hluta júlí. Biðin skýrist væntanlega af því að sumarfrí hafi verið á Alþingi og því hafi svarið ekki enn verið birt. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að það kunni vel að vera að svarið hafi borist skrifstofu Alþingis á meðan sumarfríi stóð. Svör séu birt með vissu millibili, safnað saman, og reikna megi með einni útbýtingu áður en þing kemur saman í lok mánaðar til að ræða þriðja orkupakkann. Þegar Helga Vala var upplýst um þetta sagðist hún fagna því að svarið væri komið og fróðlegt væri að sjá hver kostnaðurinn á bak við Landsréttarmálið væri. Sigríður Á. Andersen við afsögn hennar.Vísir/Vilhelm Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér. Þórdís Kolbrún tók í mars við stöðu dómsmálaráðherra en fyrir gegndi hún stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Helga Vala sagðist í júní hafa fengið þau svör frá Þórdísi Kolbrúnu í maí að von væri á svari í vikunni á eftir.Fréttin var uppfærð klukkan 16:51 með upplýsingum frá aðstoðarmanni ráðherra og forseta Alþingis. Frétt og fyrirsögn hefur verið breytt í samræmi við þær upplýsingar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira