Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 11:16 Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í gær. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að það væri hreint kraftaverk að enginn hafi slasast alvarlega þegar sprenging varð á aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar á ellefta tímanum í gær. Hún sagðist skilja vel að danska þjóðin væri hrædd. Aðeins tveir starfsmenn voru inni í byggingunni þegar sprengjan varð en hvorugan sakaði. Einn varð fyrir braki og leitaði á sjúkrahús til aðhlynningar.Sjá nánar: Sprengin við dönsku Skattstofuna Frederiksen sagði að um alvarlegan glæp væri að ræða og kraftmikla sprengingu. Lögregluyfirvöld sögðu á blaðamannafundi í morgun að sprengingin væri viljaverk og að yfirvöld litu málið alvarlegum augum. Þetta væri árás af ásettu ráði.Á blaðamannafundi sem lauk rétt í þessu sagði Frederiksen að þetta væri ofbeldisverk gagnvart íbúum, nágrönnum og starfsfólki Skattstofunnar, hvers vinnustaður hefði verið lagður í rúst. Sprengingin væri árás á öryggiskennd þjóðarinnar.Eins og sést á ljósmyndinni stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/ap„Þetta var indælt og hlýtt sumarkvöld og margir á ferli,“ sagði Frederiksen sem benti á að sá sem framdi glæpinn hefði stefnt lífi tugi manna í hættu því í næsta húsi var lest á leiðinni og raunar réttókomin. Grimmdarverk á borð við þetta græfu undan öryggiskennd þjóðarinnar. Frederiksen tók mið af orðum dönsku lögreglunnar og benti á að of snemmt væri að segja til um tilefni árásarinnar en engu að síður væri ljóst að glæpurinn hefði verið framinn af ásettu ráði. Eftirlit með opinberum byggingum í Kaupmannahöfn hefur verið hert og lögreglunni veittur liðsauki til að takast á við verkefnið. Stórt svæði hefur verið girt af og fjölmennt lið lögreglu og sprengjusérfræðinga voru að störfum í alla nótt. Lögreglan kallaði eftir ábendingum almenningi í morgun og bað fólk um að hafa samband ef það teldi sig búa yfir upplýsingum. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar en glerbrot frá brotnum rúðum liggja á víð og dreif um sprengjuvettvang. Íbúar í nærliggjandi húsum Austurbrúar hrukku í kút við hvellinn og lýstu því hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að það væri hreint kraftaverk að enginn hafi slasast alvarlega þegar sprenging varð á aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar á ellefta tímanum í gær. Hún sagðist skilja vel að danska þjóðin væri hrædd. Aðeins tveir starfsmenn voru inni í byggingunni þegar sprengjan varð en hvorugan sakaði. Einn varð fyrir braki og leitaði á sjúkrahús til aðhlynningar.Sjá nánar: Sprengin við dönsku Skattstofuna Frederiksen sagði að um alvarlegan glæp væri að ræða og kraftmikla sprengingu. Lögregluyfirvöld sögðu á blaðamannafundi í morgun að sprengingin væri viljaverk og að yfirvöld litu málið alvarlegum augum. Þetta væri árás af ásettu ráði.Á blaðamannafundi sem lauk rétt í þessu sagði Frederiksen að þetta væri ofbeldisverk gagnvart íbúum, nágrönnum og starfsfólki Skattstofunnar, hvers vinnustaður hefði verið lagður í rúst. Sprengingin væri árás á öryggiskennd þjóðarinnar.Eins og sést á ljósmyndinni stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/ap„Þetta var indælt og hlýtt sumarkvöld og margir á ferli,“ sagði Frederiksen sem benti á að sá sem framdi glæpinn hefði stefnt lífi tugi manna í hættu því í næsta húsi var lest á leiðinni og raunar réttókomin. Grimmdarverk á borð við þetta græfu undan öryggiskennd þjóðarinnar. Frederiksen tók mið af orðum dönsku lögreglunnar og benti á að of snemmt væri að segja til um tilefni árásarinnar en engu að síður væri ljóst að glæpurinn hefði verið framinn af ásettu ráði. Eftirlit með opinberum byggingum í Kaupmannahöfn hefur verið hert og lögreglunni veittur liðsauki til að takast á við verkefnið. Stórt svæði hefur verið girt af og fjölmennt lið lögreglu og sprengjusérfræðinga voru að störfum í alla nótt. Lögreglan kallaði eftir ábendingum almenningi í morgun og bað fólk um að hafa samband ef það teldi sig búa yfir upplýsingum. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar en glerbrot frá brotnum rúðum liggja á víð og dreif um sprengjuvettvang. Íbúar í nærliggjandi húsum Austurbrúar hrukku í kút við hvellinn og lýstu því hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01