Beinbrunasóttarfaraldur á Filippseyjum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2019 11:30 Farið var í bólusetningarátak á landsvísu árið 2016. Vísir/Getty Stjórnvöld á Filippseyjum hafa lýst því yfir að beinbrunasóttarfaraldur ríki nú á landsvísu þar í landi. Það sem af er ári hafa 622 látist af völdum beinbrunasóttar, sem er smitsjúkdómur sem berst í fólk með biti moskítóflugna. Að minnsta kosti 146 þúsund tilfelli sjúkdómsins hafa verið skráð í Filippseyjum frá byrjun árs, en það er 98 prósenta aukning miðað við sama tímabil árið 2018, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti landsins. Ákvörðun stjórnvalda um að lýsa formlega yfir faraldri í landinu var tekin með það fyrir augum að gera íbúum þeirra svæða þar sem áhrifa faraldursins gætir hvað mest auðveldara að leita sér læknisaðstoðar. „Það er mikilvægt að við lýsum yfir faraldri á landsvísu til þess að átta okkur á því hvar staðbundinna viðbragða er þörf, og til þess að gera svæðisstjórnum hvers svæðis kleift að nota viðbragðssjóði sína til þess að bregðast við faraldrinum,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Francisco Duque, heilbrigðisráðherra Filippseyja. Verst er ástandið á vestanverðu Visayas-svæðinu, þar sem 23 þúsund manns hafa greinst með beinbrunasótt. Faraldursástand hefur nú ríkt í yfir þrjár vikur á alls sjö mismunandi svæðum af sautján.Afleiðing ótta við bólusetningar Þessi gríðarlega aukning í fjölda sjúkdómstilfella er rakin til ótta fólks við bóluefnið Dengvaxia, sem er fyrsta bóluefnið sem notað hefur verið gegn beinbrunasótt, sem greip um sig á síðasta ári. Það var í kjölfar þess að 14 börn af 800 þúsund sem bólusett voru á árunum 2016 og 2017, létust skömmu síðar. Fyrirtækið sem þróaði bóluefnið hefur, líkt og heilbrigðissérfræðingar í Filippseyjum, statt og stöðugt bent á að ekkert lægi fyrir sem tengdi bóluefnið við dauða barnanna. Auk þess vöruðu stjórnvöld í landinu fólk við því að láta ekki bólusetja sig og börn sín, af ótta við að faraldur gæti sprottið upp. Um 400 milljónir smitast af beinbrunasótt á ári hverju og langstærstur hluti þeirra í hitabeltislöndum. Almennt greinast alvarlegustu tilfellin hjá börnum. Meðal einkenna eru hiti, augnaverkur og rauð útbrot á húð. Einkenni koma oftast fram fjórum til tíu dögum eftir smit og ganga alla jafna til baka á um það bil viku. Filippseyjar Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Stjórnvöld á Filippseyjum hafa lýst því yfir að beinbrunasóttarfaraldur ríki nú á landsvísu þar í landi. Það sem af er ári hafa 622 látist af völdum beinbrunasóttar, sem er smitsjúkdómur sem berst í fólk með biti moskítóflugna. Að minnsta kosti 146 þúsund tilfelli sjúkdómsins hafa verið skráð í Filippseyjum frá byrjun árs, en það er 98 prósenta aukning miðað við sama tímabil árið 2018, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti landsins. Ákvörðun stjórnvalda um að lýsa formlega yfir faraldri í landinu var tekin með það fyrir augum að gera íbúum þeirra svæða þar sem áhrifa faraldursins gætir hvað mest auðveldara að leita sér læknisaðstoðar. „Það er mikilvægt að við lýsum yfir faraldri á landsvísu til þess að átta okkur á því hvar staðbundinna viðbragða er þörf, og til þess að gera svæðisstjórnum hvers svæðis kleift að nota viðbragðssjóði sína til þess að bregðast við faraldrinum,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Francisco Duque, heilbrigðisráðherra Filippseyja. Verst er ástandið á vestanverðu Visayas-svæðinu, þar sem 23 þúsund manns hafa greinst með beinbrunasótt. Faraldursástand hefur nú ríkt í yfir þrjár vikur á alls sjö mismunandi svæðum af sautján.Afleiðing ótta við bólusetningar Þessi gríðarlega aukning í fjölda sjúkdómstilfella er rakin til ótta fólks við bóluefnið Dengvaxia, sem er fyrsta bóluefnið sem notað hefur verið gegn beinbrunasótt, sem greip um sig á síðasta ári. Það var í kjölfar þess að 14 börn af 800 þúsund sem bólusett voru á árunum 2016 og 2017, létust skömmu síðar. Fyrirtækið sem þróaði bóluefnið hefur, líkt og heilbrigðissérfræðingar í Filippseyjum, statt og stöðugt bent á að ekkert lægi fyrir sem tengdi bóluefnið við dauða barnanna. Auk þess vöruðu stjórnvöld í landinu fólk við því að láta ekki bólusetja sig og börn sín, af ótta við að faraldur gæti sprottið upp. Um 400 milljónir smitast af beinbrunasótt á ári hverju og langstærstur hluti þeirra í hitabeltislöndum. Almennt greinast alvarlegustu tilfellin hjá börnum. Meðal einkenna eru hiti, augnaverkur og rauð útbrot á húð. Einkenni koma oftast fram fjórum til tíu dögum eftir smit og ganga alla jafna til baka á um það bil viku.
Filippseyjar Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira