FH-ingar gætu sett nýtt félagsmet á 28. mínútu í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 14:30 FH-ingar deila við dómarann. Vísir/Bára FH-ingar taka á móti Skagamönnum í Pepsi Max deild karla í kvöld og þurfa að rífa sig upp eftir „núll“ uppskeru í síðustu tveimur leikjum sínum. FH-liðið er komið niður í áttunda sæti deildarinnar eftir tvo tapleiki í röð þar sem Hafnarfjarðarliðið náði heldur ekki að skora eitt mark. Ekkert stig og ekkert mark. Þetta þýðir að það eru liðnar 200 mínútur síðan FH-ingar skoruðu síðast í Pepsi Max deildinni og þeir nálgast nú lengstu bið liðsins í í tólf liða deild. Síðasta mark FH-inga skoraði Steven Lennon á móti botnliði ÍBV úti í Eyjum 13. júlí síðastliðinn. Markið kom á 70. mínútu í leiknum en Lennon hafði einnig skorað fyrra markið í þessum 2-1 sigri. Metið yfir lengstu bið FH-inga eftir marki í tólf liða deild er að verða ellefu ára gamalt eða síðan að FH-liðið skoraði ekki í 227 mínútur sumarið 2008. Þá var það Atli Guðnason sem endaði biðina eftir að hafa fengið langa sendingu frá Davíð Þór Viðarssyni. Atli og Davíð Þór eru einmitt enn þá að spila með FH-liðinu nú ellefu árum síðar. FH-liðið komst líka yfir þessa litlu markaþurrð og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 2008 eftir frábæran endasprett. Eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan þá hefur ekki verið algengt að FH-liðið þurfi að bíða í meira en tvo heila leiki eftir marki. Þetta er sem dæmi aðeins í fimmta skiptið sem biðin nær tvö hundruð mínútum. FH-ingar eru nú aðeins 28 mínútum frá því að bæta þetta óvinsæla félagsmet. FH verður að skora fyrir 28. mínútu á móti ÍA í kvöld annars er metið þeirra. Leikur FH og ÍA hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.55.Lengsta bið FH eftir marki í tólf liða efstu deild (2008-2019): 227 mínútur - 2008 (Atli Guðnason endaði biðina) 206 mínútur - 2017 (Steven Lennon endaði biðina) 204 mínútur - 2009 (Mattías Vilhjálmsson endaði biðina) 204 mínútur - 2016 (Emil Pálsson endaði biðina) 200 mínútur - 2019 (í gangi) 186 mínútur - 2011 (Hannes Þ. Sigurðsson endaði biðina) Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
FH-ingar taka á móti Skagamönnum í Pepsi Max deild karla í kvöld og þurfa að rífa sig upp eftir „núll“ uppskeru í síðustu tveimur leikjum sínum. FH-liðið er komið niður í áttunda sæti deildarinnar eftir tvo tapleiki í röð þar sem Hafnarfjarðarliðið náði heldur ekki að skora eitt mark. Ekkert stig og ekkert mark. Þetta þýðir að það eru liðnar 200 mínútur síðan FH-ingar skoruðu síðast í Pepsi Max deildinni og þeir nálgast nú lengstu bið liðsins í í tólf liða deild. Síðasta mark FH-inga skoraði Steven Lennon á móti botnliði ÍBV úti í Eyjum 13. júlí síðastliðinn. Markið kom á 70. mínútu í leiknum en Lennon hafði einnig skorað fyrra markið í þessum 2-1 sigri. Metið yfir lengstu bið FH-inga eftir marki í tólf liða deild er að verða ellefu ára gamalt eða síðan að FH-liðið skoraði ekki í 227 mínútur sumarið 2008. Þá var það Atli Guðnason sem endaði biðina eftir að hafa fengið langa sendingu frá Davíð Þór Viðarssyni. Atli og Davíð Þór eru einmitt enn þá að spila með FH-liðinu nú ellefu árum síðar. FH-liðið komst líka yfir þessa litlu markaþurrð og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 2008 eftir frábæran endasprett. Eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan þá hefur ekki verið algengt að FH-liðið þurfi að bíða í meira en tvo heila leiki eftir marki. Þetta er sem dæmi aðeins í fimmta skiptið sem biðin nær tvö hundruð mínútum. FH-ingar eru nú aðeins 28 mínútum frá því að bæta þetta óvinsæla félagsmet. FH verður að skora fyrir 28. mínútu á móti ÍA í kvöld annars er metið þeirra. Leikur FH og ÍA hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.55.Lengsta bið FH eftir marki í tólf liða efstu deild (2008-2019): 227 mínútur - 2008 (Atli Guðnason endaði biðina) 206 mínútur - 2017 (Steven Lennon endaði biðina) 204 mínútur - 2009 (Mattías Vilhjálmsson endaði biðina) 204 mínútur - 2016 (Emil Pálsson endaði biðina) 200 mínútur - 2019 (í gangi) 186 mínútur - 2011 (Hannes Þ. Sigurðsson endaði biðina)
Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira