Ríkisstjórn Nýja-Sjálands leggur til breytingar á þungunarrofslöggjöf Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2019 14:26 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Vísir/Getty Ríkisstjórn Jacindu Ardern hefur lagt til að réttur kvenna til þungunarrofs verði rýmkaður töluvert. Núgildandi lög í landinu kveða á um að konur megi einungis undirgangast þungunarrof ef tveir læknar samþykkja það og meðgangan er talin ógna heilsu þeirra eða lífi. Í frétt BBC kemur fram að núgildandi lög séu frá árinu 1977 og hafa staðið óbreytt síðan. Núverandi ríkisstjórn, samsteypustjórn Verkamannaflokks Ardern og þjóðernisflokksins Nýja-Sjáland fyrst með stuðningi Græningja, hefur ekki verið samstíga varðandi breytingarnar en Ardern á von á því að málið verði afgreitt fljótlega. Breytingarnar verða lagðar fyrir þingið í fyrsta sinn næstkomandi fimmtudag og verður málið afgreitt sem „samviskumál“, sem þýðir að þingmenn þurfi ekki að greiða atkvæði eftir flokkslínum heldur eftir eigin samvisku. Verði breytingarnar samþykktar geta konur farið í þungunarrof allt að 20. viku meðgöngu og þurfa ekki samþykki né skoðun heilbrigðisstarfsmanna. Viðeigandi stofnanir þurfa þó að bjóða konunum ráðgjöf og eftir 20. viku verður þungunarrof ekki framkvæmt nema heilbrigðisstarfsmenn votti fyrir að andlegt og líkamlegt heilbrigði konunnar sé fullnægjandi fyrir slíka aðgerð. Í breytingunum er einnig gert ráð fyrir því að svæðin í kringum þær stofnanir sem framkvæmda þungunarrof verði „örugg svæði“ til þess að koma í veg fyrir að andstæðingar þungunarrofs geti mótmælt og áreitt þær konur sem kjósa að undirgangast slíka aðgerð. Dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, Andrew Little, segir breytingarnar vera tímabærar og það eigi að líta á þungunarrof sem grundvallarheilbrigðismál. „Kona hefur fullan rétt til þess að ákveða hvað er gert við líkama hennar,“ sagði Little. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Ríkisstjórn Jacindu Ardern hefur lagt til að réttur kvenna til þungunarrofs verði rýmkaður töluvert. Núgildandi lög í landinu kveða á um að konur megi einungis undirgangast þungunarrof ef tveir læknar samþykkja það og meðgangan er talin ógna heilsu þeirra eða lífi. Í frétt BBC kemur fram að núgildandi lög séu frá árinu 1977 og hafa staðið óbreytt síðan. Núverandi ríkisstjórn, samsteypustjórn Verkamannaflokks Ardern og þjóðernisflokksins Nýja-Sjáland fyrst með stuðningi Græningja, hefur ekki verið samstíga varðandi breytingarnar en Ardern á von á því að málið verði afgreitt fljótlega. Breytingarnar verða lagðar fyrir þingið í fyrsta sinn næstkomandi fimmtudag og verður málið afgreitt sem „samviskumál“, sem þýðir að þingmenn þurfi ekki að greiða atkvæði eftir flokkslínum heldur eftir eigin samvisku. Verði breytingarnar samþykktar geta konur farið í þungunarrof allt að 20. viku meðgöngu og þurfa ekki samþykki né skoðun heilbrigðisstarfsmanna. Viðeigandi stofnanir þurfa þó að bjóða konunum ráðgjöf og eftir 20. viku verður þungunarrof ekki framkvæmt nema heilbrigðisstarfsmenn votti fyrir að andlegt og líkamlegt heilbrigði konunnar sé fullnægjandi fyrir slíka aðgerð. Í breytingunum er einnig gert ráð fyrir því að svæðin í kringum þær stofnanir sem framkvæmda þungunarrof verði „örugg svæði“ til þess að koma í veg fyrir að andstæðingar þungunarrofs geti mótmælt og áreitt þær konur sem kjósa að undirgangast slíka aðgerð. Dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, Andrew Little, segir breytingarnar vera tímabærar og það eigi að líta á þungunarrof sem grundvallarheilbrigðismál. „Kona hefur fullan rétt til þess að ákveða hvað er gert við líkama hennar,“ sagði Little.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59
Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45
Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20