Bjartar sveiflur spila fyrir vestan Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 2. ágúst 2019 07:45 Hljómsveitin Bjartar sveiflur mætir á Flateyri annað sumarið í röð. Mynd/Magnús Andersen Um helgina verður hljómsveitin Bjartar sveiflur með ball á Vagninum á Flateyri. Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík en stutt er að skella sér yfir á Flateyri á þennan margrómaða bar. „Það er búið að ganga mjög vel í sumar og veðrið náttúrulega miklu betra en í fyrra. Það hjálpaði mikið. Þannig að það hefur verið nóg að gera, Góss var með tónleika og svo kemur Magga Maack með Búkalú hingað. Þannig að við í raun gætum ekki verið sáttari,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson, rekstrarstjóri Vagnsins.Óli Hjörtur Ólason er rekstrarstjóri Vagnsins. Fréttablaðið/ErnirÓli segir að sér finnist merkilegt hve gestirnir eru blandaðir, það sé alveg jafn mikið um Íslendinga á faraldsfæti og erlenda túrista. „Listunnandi Íslendingar sækja mikið hingað enda er þetta smá svona heimabær kvikmyndagerðarfólksins. Seyðisfjörður hefur listamennina, Flateyri kvikmyndagerðarmennina,“ segir Óli hlæjandi.Ákváðu að endurtaka leikinn „Við erum partíband og urðum í raun til bara fyrir tilstilli þess að vinkona okkar Ólöf Rut átti þrítugsafmæli. Það stóð ekkert til að stofna band en fyrstu tónleikarnir gengu svo vel að við vorum strax bókaðir í annað gigg. Og þannig hélt það áfram,“ segir Úlfur Alexander Einarsson um tilurð ábreiðuhljómsveitarinnar Bjartra sveifla. Hann segir þá hafa orðið band án þess að það hafi beint verið stefnan. „Við erum allir í öðrum hljómsveitum þar sem við spilum frumsamda tónlist en í Björtum sveiflum erum við bara í ábreiðunum.“ Úlfur segist ekki hafa verið á staðnum þegar nafnið var valið. „Þetta var smá svona strákahljómsveitagír. Ég kom bara inn í bandið og fékk ekki að ráða neinu,“ segir Úlfur hlæjandi og heldur áfram: „Mér var bara sagt hvað ég átti að gera.“ Í fyrra hélt hljómsveitin í fyrsta sinn tónleika á eigin vegum og var það á Vagninum á Flateyri. Undirtektirnar voru það góðar að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár. „Það var mjög skemmtilegt að spila í fyrra og gekk svo vel að auðvitað vildum við gera þetta aftur í ár. Svo erum við að spila hverja einustu helgi út sumarið. Næst spilum við í partíi fyrir Pink Iceland í tengslum við gleðigönguna,“ segir Úlfur. Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Tónlist Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Um helgina verður hljómsveitin Bjartar sveiflur með ball á Vagninum á Flateyri. Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík en stutt er að skella sér yfir á Flateyri á þennan margrómaða bar. „Það er búið að ganga mjög vel í sumar og veðrið náttúrulega miklu betra en í fyrra. Það hjálpaði mikið. Þannig að það hefur verið nóg að gera, Góss var með tónleika og svo kemur Magga Maack með Búkalú hingað. Þannig að við í raun gætum ekki verið sáttari,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson, rekstrarstjóri Vagnsins.Óli Hjörtur Ólason er rekstrarstjóri Vagnsins. Fréttablaðið/ErnirÓli segir að sér finnist merkilegt hve gestirnir eru blandaðir, það sé alveg jafn mikið um Íslendinga á faraldsfæti og erlenda túrista. „Listunnandi Íslendingar sækja mikið hingað enda er þetta smá svona heimabær kvikmyndagerðarfólksins. Seyðisfjörður hefur listamennina, Flateyri kvikmyndagerðarmennina,“ segir Óli hlæjandi.Ákváðu að endurtaka leikinn „Við erum partíband og urðum í raun til bara fyrir tilstilli þess að vinkona okkar Ólöf Rut átti þrítugsafmæli. Það stóð ekkert til að stofna band en fyrstu tónleikarnir gengu svo vel að við vorum strax bókaðir í annað gigg. Og þannig hélt það áfram,“ segir Úlfur Alexander Einarsson um tilurð ábreiðuhljómsveitarinnar Bjartra sveifla. Hann segir þá hafa orðið band án þess að það hafi beint verið stefnan. „Við erum allir í öðrum hljómsveitum þar sem við spilum frumsamda tónlist en í Björtum sveiflum erum við bara í ábreiðunum.“ Úlfur segist ekki hafa verið á staðnum þegar nafnið var valið. „Þetta var smá svona strákahljómsveitagír. Ég kom bara inn í bandið og fékk ekki að ráða neinu,“ segir Úlfur hlæjandi og heldur áfram: „Mér var bara sagt hvað ég átti að gera.“ Í fyrra hélt hljómsveitin í fyrsta sinn tónleika á eigin vegum og var það á Vagninum á Flateyri. Undirtektirnar voru það góðar að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár. „Það var mjög skemmtilegt að spila í fyrra og gekk svo vel að auðvitað vildum við gera þetta aftur í ár. Svo erum við að spila hverja einustu helgi út sumarið. Næst spilum við í partíi fyrir Pink Iceland í tengslum við gleðigönguna,“ segir Úlfur.
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Tónlist Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira