Föstudagsplaylisti sideproject Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 2. ágúst 2019 11:30 Myndræn framsetning á eðli sveitarinnar. aðsend Rafsuðuþríeykið sideproject samanstendur af Örlygi Steinari Arnalds, Atla Finnssyni og Hjálmari Karlssyni. Þeir eru allir innvígðir og innmúraðir meðlimir unglistafylkingarinnar post-dreifingar sem hefur mikið látið á sér kræla síðustu ár. Atli og Örlygur eru einnig meðlimir fjölmennu kraut-brælusveitarinnar Korter í flog sem er sömuleiðis nátengd post-dreifingu, en sveitin á einmitt gestainnkomu á laginu Skjóta Andy Warhol, Pt. 1 af nýútkominni tvöfaldri plötu sideproject. Platan, sem kom út fyrir viku síðan, er önnur útgáfa sveitarinnar og ber titilinn sandinista release party / ætla að fara godmode. Áður hafði komið út með þeim platan isis emoji. Tryllingslegt taktsull og önnur rafglöp sveitarinnar njóta stuðnings ýmissa annarra listamanna en Korters í flog á plötunni nýju, þar má t.d. nefna GRÓU, Bleachkid, dj flugvél og geimskip, susan_creamcheese, SiGRÚN og Stirni. Sveitin kemur fram síðla laugardagskvölds á Norðanpaunki á Laugarbakka um helgina, en sú samkoma er að öllu leyti skipulögð og framkvæmd með sjálfboðavinnu, án gróðasjónarmiða. Slík speki einkennir einmitt líka um margt post-dreifingu. Lagalistinn minnir kannski að einhverju leyti á tónleika sveitarinnar, með minni ofsakeyrslu en meiri furðulegheitum. Svolítið eins og pulsa með kartöflusalati, túnfiskssalati, remúlaði, gúrkum, tómötum og kokteilssósu. Maður heldur að það eigi ekki að passa saman en svo gerir það það. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Rafsuðuþríeykið sideproject samanstendur af Örlygi Steinari Arnalds, Atla Finnssyni og Hjálmari Karlssyni. Þeir eru allir innvígðir og innmúraðir meðlimir unglistafylkingarinnar post-dreifingar sem hefur mikið látið á sér kræla síðustu ár. Atli og Örlygur eru einnig meðlimir fjölmennu kraut-brælusveitarinnar Korter í flog sem er sömuleiðis nátengd post-dreifingu, en sveitin á einmitt gestainnkomu á laginu Skjóta Andy Warhol, Pt. 1 af nýútkominni tvöfaldri plötu sideproject. Platan, sem kom út fyrir viku síðan, er önnur útgáfa sveitarinnar og ber titilinn sandinista release party / ætla að fara godmode. Áður hafði komið út með þeim platan isis emoji. Tryllingslegt taktsull og önnur rafglöp sveitarinnar njóta stuðnings ýmissa annarra listamanna en Korters í flog á plötunni nýju, þar má t.d. nefna GRÓU, Bleachkid, dj flugvél og geimskip, susan_creamcheese, SiGRÚN og Stirni. Sveitin kemur fram síðla laugardagskvölds á Norðanpaunki á Laugarbakka um helgina, en sú samkoma er að öllu leyti skipulögð og framkvæmd með sjálfboðavinnu, án gróðasjónarmiða. Slík speki einkennir einmitt líka um margt post-dreifingu. Lagalistinn minnir kannski að einhverju leyti á tónleika sveitarinnar, með minni ofsakeyrslu en meiri furðulegheitum. Svolítið eins og pulsa með kartöflusalati, túnfiskssalati, remúlaði, gúrkum, tómötum og kokteilssósu. Maður heldur að það eigi ekki að passa saman en svo gerir það það.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira