Finnst könnunin ekki pappírsins virði Benedikt Bóas skrifar 1. ágúst 2019 11:00 ÍTF gagnrýnir hvernig könnunin var framkvæmd. Hér eru ungir leikmenn að krossa við. MYND/LEIKMANNASAMTÖK ÍSLANDS Íslenskur toppfótbolti, Hagsmunasamtök félaga í efstu deildum fótboltans, sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar könnunar sem Leikmannasamtök Íslands gerðu meðal leikmanna þar sem launatölur voru harðlega gagnrýndar. Morgunblaðið fékk skýrsluna í hendurnar og birti frétt á þriðjudag sem aðrir fjölmiðlar eltu. Var yfirleitt vísað til þess að þrír leikmenn sögðust vera með meira en 3,6 milljónir á mánuði, eftir skatt. „Það er algerlega ábyrgðarlaust af hálfu Leikmannasamtaka Íslands að birta slíka fjarstæðu án athugasemda eða fyrirvara og gerir umrædda könnun í heild algerlega marklausa,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni. Haraldi Haraldssyni, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Víkings og formanni ÍTF, finnst margt vera að könnuninni, ekki aðeins launatölurnar. Hann segir hana ekkert vera slæma sem slíka, hún sé jú gerð um allan heim, heldur aðallega hvernig hún sé unnin. Bunka af könnunarblöðum hafi verið hent inn í búningsklefa eftir æfingu og leikmenn afgreitt þetta jafnvel saman í einhverju gríni – eins og launatölurnar sýni. „Það birtist mynd af ungum strákum gera könnunina á heimasíðu samtakanna. Framkvæmdin var ekki nógu góð og allt í einu eru komnar launa-tölur sem eru úr takti við allt sem er í gangi. Það á ekkert að senda svona frá sér án skoðunar. Könnunin sem slík er gerð alls staðar í heiminum en samtökin hér verða að læra að framkvæma hana.“ Töluverð umræða skapaðist u m könnunina á samfélagsmiðlum eftir frétt Morgunblaðsins og bent á að það væri ekki endilega Leikmanna-samtökunum að kenna að fótbolta-strákar gætu ekki hagað sér eins og menn. „Það þarf að vera ákveðin aðferðafræði í svona könnunum. Gera mönnum grein fyrir hvað sé verið að gera þannig að þetta fari ekki í svona bull.“ Haraldur efast um að félögin muni taka þessa könnun til sín. „Svo ég tali bara um Víking, sem er mitt félag, þá myndi leikmaður aldrei verða ósáttur við sjúkraþjálfara eins og kemur fram í könnuninni án þess að ég vissi af því. Þá væri búið að grípa í taumana. Við tökum þessa könnun ekki til okkar, hvernig hún var framkvæmd og hvað kemur út úr henni. Launaliðurinn gjaldfellir alla könnunina og hún er varla pappírsins virði. Samtökin sem slík eru góð og gild eins og alls staðar annars staðar en þau þurfa að temja sér betri vinnubrögð. Þau eru komin til að vera en það hjálpar ekkert að taka næstu skref að setja svona fram.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fá vel greitt fyrir að spila fótbolta Samkvæmt nýrri könnun Leikmannasamtaka Íslands fá 10 leikmenn um og yfir milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta hér á landi. Þó er víða pottur brotinn og samtökin fá reglulega símtöl frá leikmönnum sem hafa ekki fengið greidd laun á réttum tíma. 31. júlí 2019 10:30 Þrír leikmenn í íslenska boltanum með meira en 3,6 milljónir í laun á mánuði Knattspyrnumenn á Íslandi eru alltaf að fá meira og meira borgað fyrir "áhugamennsku“ sína og Pepsi Max deild karla er á góðri leið með að verða atvinnumannadeild. 30. júlí 2019 08:30 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Íslenskur toppfótbolti, Hagsmunasamtök félaga í efstu deildum fótboltans, sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar könnunar sem Leikmannasamtök Íslands gerðu meðal leikmanna þar sem launatölur voru harðlega gagnrýndar. Morgunblaðið fékk skýrsluna í hendurnar og birti frétt á þriðjudag sem aðrir fjölmiðlar eltu. Var yfirleitt vísað til þess að þrír leikmenn sögðust vera með meira en 3,6 milljónir á mánuði, eftir skatt. „Það er algerlega ábyrgðarlaust af hálfu Leikmannasamtaka Íslands að birta slíka fjarstæðu án athugasemda eða fyrirvara og gerir umrædda könnun í heild algerlega marklausa,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni. Haraldi Haraldssyni, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Víkings og formanni ÍTF, finnst margt vera að könnuninni, ekki aðeins launatölurnar. Hann segir hana ekkert vera slæma sem slíka, hún sé jú gerð um allan heim, heldur aðallega hvernig hún sé unnin. Bunka af könnunarblöðum hafi verið hent inn í búningsklefa eftir æfingu og leikmenn afgreitt þetta jafnvel saman í einhverju gríni – eins og launatölurnar sýni. „Það birtist mynd af ungum strákum gera könnunina á heimasíðu samtakanna. Framkvæmdin var ekki nógu góð og allt í einu eru komnar launa-tölur sem eru úr takti við allt sem er í gangi. Það á ekkert að senda svona frá sér án skoðunar. Könnunin sem slík er gerð alls staðar í heiminum en samtökin hér verða að læra að framkvæma hana.“ Töluverð umræða skapaðist u m könnunina á samfélagsmiðlum eftir frétt Morgunblaðsins og bent á að það væri ekki endilega Leikmanna-samtökunum að kenna að fótbolta-strákar gætu ekki hagað sér eins og menn. „Það þarf að vera ákveðin aðferðafræði í svona könnunum. Gera mönnum grein fyrir hvað sé verið að gera þannig að þetta fari ekki í svona bull.“ Haraldur efast um að félögin muni taka þessa könnun til sín. „Svo ég tali bara um Víking, sem er mitt félag, þá myndi leikmaður aldrei verða ósáttur við sjúkraþjálfara eins og kemur fram í könnuninni án þess að ég vissi af því. Þá væri búið að grípa í taumana. Við tökum þessa könnun ekki til okkar, hvernig hún var framkvæmd og hvað kemur út úr henni. Launaliðurinn gjaldfellir alla könnunina og hún er varla pappírsins virði. Samtökin sem slík eru góð og gild eins og alls staðar annars staðar en þau þurfa að temja sér betri vinnubrögð. Þau eru komin til að vera en það hjálpar ekkert að taka næstu skref að setja svona fram.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fá vel greitt fyrir að spila fótbolta Samkvæmt nýrri könnun Leikmannasamtaka Íslands fá 10 leikmenn um og yfir milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta hér á landi. Þó er víða pottur brotinn og samtökin fá reglulega símtöl frá leikmönnum sem hafa ekki fengið greidd laun á réttum tíma. 31. júlí 2019 10:30 Þrír leikmenn í íslenska boltanum með meira en 3,6 milljónir í laun á mánuði Knattspyrnumenn á Íslandi eru alltaf að fá meira og meira borgað fyrir "áhugamennsku“ sína og Pepsi Max deild karla er á góðri leið með að verða atvinnumannadeild. 30. júlí 2019 08:30 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Fá vel greitt fyrir að spila fótbolta Samkvæmt nýrri könnun Leikmannasamtaka Íslands fá 10 leikmenn um og yfir milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta hér á landi. Þó er víða pottur brotinn og samtökin fá reglulega símtöl frá leikmönnum sem hafa ekki fengið greidd laun á réttum tíma. 31. júlí 2019 10:30
Þrír leikmenn í íslenska boltanum með meira en 3,6 milljónir í laun á mánuði Knattspyrnumenn á Íslandi eru alltaf að fá meira og meira borgað fyrir "áhugamennsku“ sína og Pepsi Max deild karla er á góðri leið með að verða atvinnumannadeild. 30. júlí 2019 08:30
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti