Liðið leikur í Highland-deildinni í Skotlandi og þeir voru með markatölu í mínus 221 mörkum í fyrra en sigurinn í gær kom í bikarkeppninni í Skotlandi.
Liðið vann þá 5-2 sigur á Nairn County en síðasti sigur liðsins kom fyrir fjórum tímabilum síðan er liðið vann 4-1 sigur á Strathspey Thistle.
Britain's 'worst' professional football team have won their first game in 840 days.
Wonder if they're still celebrating?
Read: https://t.co/1iFiUQG2Azpic.twitter.com/C24Qigs5uP
— BBC Sport (@BBCSport) August 1, 2019
Þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum var nafn liðsins orðið eitt af heitustu orðunum á Twitter enda margir sem vildu ræða þetta magnaða afrek liðsins; að vinna einn knattspyrnuleik.
840 dagar voru síðan liðið vann síðast knattspyrnuleik.