Hvalir hafa varla sést í Eyjafirði í heilan mánuð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. ágúst 2019 06:00 Hnúfubakar hafa verið sjaldséðir í Eyjafirði undanfarið. fréttablaðið/Vilhelm „Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Tess Hudson sem sér um hvalarannsóknir hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Ambassador á Akureyri. Undanfarinn mánuð hafa mjög fáir hvalir sést í Eyjafirði. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað er að gerast í lífríkinu en það hefur verið miklu minni fiskur og áta í firðinum undanfarið.“ Tess segir að í fyrra hafi komið tveggja vikna tímabil þar sem hvalirnir héldu sig utar í firðinum en sú lægð hafi verið mun minni. Þeir hvalir sem þó sjást halda sig aðallega nyrst í firðinum að sögn Tess. Merktir hvalir sem Ambassador fylgist með hafa farið bæði vestur og austur fyrir Eyjafjörð til að finna æti. Sumir alla leið til Grænlands. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Akureyri til þess að fara í hvalaskoðun og um 200 skemmtiferðaskip koma þar við. Til að bregðast við þessu hruni sigla skip Ambassadors mun lengra norður og ferðirnar lengjast samkvæmt því eða þau sigla frá Dalvík. Þá sjást enn þá stundum litlir hvalir eins og hrefnur og höfrungar. Sömu sögu er að segja af öðrum hvalaskoðunarfyrirtækjum. Norðursigling frá Húsavík hefur haft aðstöðu á Hjalteyri í Eyjafirði, þar sem flestir hvalir hafa haldið sig undanfarin ár. Þeir sigla nú ekki þaðan og beina gestum til Húsavíkur þar sem nóg hefur verið af hval í Skjálfanda. Ekki náðist í forsvarsmenn Eldingar en í svari fyrirtækisins á Tripadvisor sést að lítið hefur sést til hvala undanfarið. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Dýr Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Tess Hudson sem sér um hvalarannsóknir hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Ambassador á Akureyri. Undanfarinn mánuð hafa mjög fáir hvalir sést í Eyjafirði. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað er að gerast í lífríkinu en það hefur verið miklu minni fiskur og áta í firðinum undanfarið.“ Tess segir að í fyrra hafi komið tveggja vikna tímabil þar sem hvalirnir héldu sig utar í firðinum en sú lægð hafi verið mun minni. Þeir hvalir sem þó sjást halda sig aðallega nyrst í firðinum að sögn Tess. Merktir hvalir sem Ambassador fylgist með hafa farið bæði vestur og austur fyrir Eyjafjörð til að finna æti. Sumir alla leið til Grænlands. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Akureyri til þess að fara í hvalaskoðun og um 200 skemmtiferðaskip koma þar við. Til að bregðast við þessu hruni sigla skip Ambassadors mun lengra norður og ferðirnar lengjast samkvæmt því eða þau sigla frá Dalvík. Þá sjást enn þá stundum litlir hvalir eins og hrefnur og höfrungar. Sömu sögu er að segja af öðrum hvalaskoðunarfyrirtækjum. Norðursigling frá Húsavík hefur haft aðstöðu á Hjalteyri í Eyjafirði, þar sem flestir hvalir hafa haldið sig undanfarin ár. Þeir sigla nú ekki þaðan og beina gestum til Húsavíkur þar sem nóg hefur verið af hval í Skjálfanda. Ekki náðist í forsvarsmenn Eldingar en í svari fyrirtækisins á Tripadvisor sést að lítið hefur sést til hvala undanfarið.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Dýr Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira