Arnar: Tók 45 mínútur að fatta að við vorum að spila við toppliðið Skúli Arnarson skrifar 19. ágúst 2019 21:31 Strákarnir hans Arnars eru enn í fallbaráttu. vísir/daníel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var svekktur að fá ekkert út úr leiknum gegn KR í kvöld. Honum fannst bikarleikurinn í síðustu viku hafa setið í mönnum. „Þetta er bara svekkjandi. Okkur vantaði 5% á öllum sviðum í fyrri hálfleik. KR voru aggresívari og sterkari heilt yfir. Mér fannst samt óþarfi að fá á okkur þetta mark í lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik vorum við betri með boltann en náðum ekki að skapa okkur neitt af viti. Mér fannst vera smá bikarþynnka í báðum liðum og það vantaði gæðin sem maður sá hjá báðum liðum í bikarleikjunum.“ KR skoruðu á 43. mínútu og voru eftir það gífurlega þéttir. Arnari fannst vantar meiri klókindi í sína menn. „KR er með gífurlegt „know how“ í sínu liði og vita hvernig á að vinna leiki. Um leið og þeir náðu forskoti þá var erfitt að brjóta þá á bak aftur. Við þurftum bara að vera klókari á síðasta þriðjung.“ Athygli vakti að Arnar gerði tvær breytingar á sínu liði í hálfleik. „Halldór [Smári Sigurðarson] var meiddur en svo var þetta taktískt með Kwame [Quee]. Hann var ekkert búinn að vera neitt slakari en hver annar en ég vildi bara fá ferskari lappir inn. Það gekk svosem ágætlega, seinni hálfleikurinn var eign okkar án þess þó að við höfum náð að skapa neitt.“ Það brutust út gífurleg fagnaðarlæti þegar Víkingur tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í bikarnum í síðustu viku. Arnar segir að það hafi verið miklar tilfinningar í þeim leik. „Bikarleikurinn í vikunni var mjög tilfinningaríkur leikur og tók á bæði líkamlega og andlega. Það tók 45 mínútur í dag að fatta það að við vorum að spila við toppliðið í deildinni.“ Víkingur mætir Grindavík í næsta leik sem er gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. „Við þurfum að ná upp ákefðinni sem við vorum með í leiknum við Blika í bikarnum til þess að vinna þessa leiki.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 1-0 | Kristján Flóki kom KR-ingum aftur á sigurbraut Eftir tvö töp í röð vann KR 1-0 sigur á Víkingi R. sem eru enn í harðri fallbaráttu. 19. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var svekktur að fá ekkert út úr leiknum gegn KR í kvöld. Honum fannst bikarleikurinn í síðustu viku hafa setið í mönnum. „Þetta er bara svekkjandi. Okkur vantaði 5% á öllum sviðum í fyrri hálfleik. KR voru aggresívari og sterkari heilt yfir. Mér fannst samt óþarfi að fá á okkur þetta mark í lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik vorum við betri með boltann en náðum ekki að skapa okkur neitt af viti. Mér fannst vera smá bikarþynnka í báðum liðum og það vantaði gæðin sem maður sá hjá báðum liðum í bikarleikjunum.“ KR skoruðu á 43. mínútu og voru eftir það gífurlega þéttir. Arnari fannst vantar meiri klókindi í sína menn. „KR er með gífurlegt „know how“ í sínu liði og vita hvernig á að vinna leiki. Um leið og þeir náðu forskoti þá var erfitt að brjóta þá á bak aftur. Við þurftum bara að vera klókari á síðasta þriðjung.“ Athygli vakti að Arnar gerði tvær breytingar á sínu liði í hálfleik. „Halldór [Smári Sigurðarson] var meiddur en svo var þetta taktískt með Kwame [Quee]. Hann var ekkert búinn að vera neitt slakari en hver annar en ég vildi bara fá ferskari lappir inn. Það gekk svosem ágætlega, seinni hálfleikurinn var eign okkar án þess þó að við höfum náð að skapa neitt.“ Það brutust út gífurleg fagnaðarlæti þegar Víkingur tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í bikarnum í síðustu viku. Arnar segir að það hafi verið miklar tilfinningar í þeim leik. „Bikarleikurinn í vikunni var mjög tilfinningaríkur leikur og tók á bæði líkamlega og andlega. Það tók 45 mínútur í dag að fatta það að við vorum að spila við toppliðið í deildinni.“ Víkingur mætir Grindavík í næsta leik sem er gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. „Við þurfum að ná upp ákefðinni sem við vorum með í leiknum við Blika í bikarnum til þess að vinna þessa leiki.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 1-0 | Kristján Flóki kom KR-ingum aftur á sigurbraut Eftir tvö töp í röð vann KR 1-0 sigur á Víkingi R. sem eru enn í harðri fallbaráttu. 19. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 1-0 | Kristján Flóki kom KR-ingum aftur á sigurbraut Eftir tvö töp í röð vann KR 1-0 sigur á Víkingi R. sem eru enn í harðri fallbaráttu. 19. ágúst 2019 21:00