Ólafur Kristjáns: Brandur loksins farinn að skjóta á markið Árni Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2019 21:01 Ólafur Kristjánsson stöð 2 „Hann var rosalega sætur þessi“, voru fyrstu orð þjálfara FH þegar hann var spurður út í tilfinninguna eftir sigur hans manna á Fylki í kvöld. „Hann var erfiður og Fylkisliðið á hrós skilið fyrir það hvernig þeir settu upp leikinn. Það var erfitt að brjóta þá niður og Helgi og hans teymi eru búnir að vinna mjög góða vinnu. Ég get svo sannarlega skilið svekkelsið þeirra og að sama skapi fögnuðinn hjá okkur“. „Fylkir byrjaði betur en við náðum tökum á þessu í lok fyrri og því svekkjandi að fá á sig klaufamark eins og maður kallar það þegar það er skorað á okkur úr föstu leikatriði. Við áttum að gera betur við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum en þeir skoruðu á okkur úr föstu leikatriði í fyrri leiknum. Seiglan var svo rosaleg í FH liðinu í dag og ég hafði smá áhyggjur af því að stangarskot og færi sem fóru forgörðum myndu reynast okkur dýr en það var geggjað að sjá boltann í netinu í lok leiks“. Eftir sigurinn á móti Val þá talaði Ólafur um þrautseigjuna í hans mönnum og í dag notaði hann orðið seigla. Hann var spurður að því hvort þetta væru þeir eiginleikar sem væru mikilvægastir fyrir loka átökin í deildinni. „Það er alveg klárt. Þetta er mjög lík orð en það þarf því deildin er mjög jöfn og flest liðin kunna að verjast mjög vel og við lendum oft í því á heimavelli að lið, eins og Fylkir, eru vel skipulögð og hættuleg í skyndisóknum þannig að þú mátt ekki klúðra leiknum og lenda undir þegar þú ert að sækja mikið. Svo þarftu þessa þrautseigju sem við sýndum og helvítið hann Brandur, loksins farinn að skjóta á markið“. Ólafur hélt áfram um Brand og mörkin hans: „Fyrra skotið, það var flökt á boltanum og Stefáni Loga til varnar þá er gríðarlega erfitt að eiga við svona skot. Hann smellhitti boltann eins og við höfum séð Brand gera á æfingum og í seinna markinu þá er boltinn á vondu tempói fyrir markvörðinn sem er að reyna að sjá boltann. Brandur er samt með góðan skot fót og ég vil frekar hrósa Brand í stað þess að segja að markvörðurinn hafi átt að gera betur“. Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann ætlaði að fylgjast með leik Breiðabliks og Vals annað kvöld og þá hugsanlega halda með Valsmönnum en Ólafur er fyrrum þjálfari Blika. Ólafur brosti út í annað þegar hann svaraði spurningunni: „Nei ég ætla ekkert endilega að halda með þeim. Ég ætla bara að horfa á leikinn og fylgjast með KR-Víking og njóta. Þetta er frábært Íslandsmót, það er mjög jafnt þó að KR-ingar séu með góða forystu. Bestu úrslitin fyrir okkur er að vinna okkar leik svo verður maður bara að sitja og fylgjast með og gangi öllum vel“. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 │Dramatík í Kaplakrika Brandur Olsen tryggði FH-ingum sigur með marki á lokamínútu leiksins. 18. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira
„Hann var rosalega sætur þessi“, voru fyrstu orð þjálfara FH þegar hann var spurður út í tilfinninguna eftir sigur hans manna á Fylki í kvöld. „Hann var erfiður og Fylkisliðið á hrós skilið fyrir það hvernig þeir settu upp leikinn. Það var erfitt að brjóta þá niður og Helgi og hans teymi eru búnir að vinna mjög góða vinnu. Ég get svo sannarlega skilið svekkelsið þeirra og að sama skapi fögnuðinn hjá okkur“. „Fylkir byrjaði betur en við náðum tökum á þessu í lok fyrri og því svekkjandi að fá á sig klaufamark eins og maður kallar það þegar það er skorað á okkur úr föstu leikatriði. Við áttum að gera betur við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum en þeir skoruðu á okkur úr föstu leikatriði í fyrri leiknum. Seiglan var svo rosaleg í FH liðinu í dag og ég hafði smá áhyggjur af því að stangarskot og færi sem fóru forgörðum myndu reynast okkur dýr en það var geggjað að sjá boltann í netinu í lok leiks“. Eftir sigurinn á móti Val þá talaði Ólafur um þrautseigjuna í hans mönnum og í dag notaði hann orðið seigla. Hann var spurður að því hvort þetta væru þeir eiginleikar sem væru mikilvægastir fyrir loka átökin í deildinni. „Það er alveg klárt. Þetta er mjög lík orð en það þarf því deildin er mjög jöfn og flest liðin kunna að verjast mjög vel og við lendum oft í því á heimavelli að lið, eins og Fylkir, eru vel skipulögð og hættuleg í skyndisóknum þannig að þú mátt ekki klúðra leiknum og lenda undir þegar þú ert að sækja mikið. Svo þarftu þessa þrautseigju sem við sýndum og helvítið hann Brandur, loksins farinn að skjóta á markið“. Ólafur hélt áfram um Brand og mörkin hans: „Fyrra skotið, það var flökt á boltanum og Stefáni Loga til varnar þá er gríðarlega erfitt að eiga við svona skot. Hann smellhitti boltann eins og við höfum séð Brand gera á æfingum og í seinna markinu þá er boltinn á vondu tempói fyrir markvörðinn sem er að reyna að sjá boltann. Brandur er samt með góðan skot fót og ég vil frekar hrósa Brand í stað þess að segja að markvörðurinn hafi átt að gera betur“. Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann ætlaði að fylgjast með leik Breiðabliks og Vals annað kvöld og þá hugsanlega halda með Valsmönnum en Ólafur er fyrrum þjálfari Blika. Ólafur brosti út í annað þegar hann svaraði spurningunni: „Nei ég ætla ekkert endilega að halda með þeim. Ég ætla bara að horfa á leikinn og fylgjast með KR-Víking og njóta. Þetta er frábært Íslandsmót, það er mjög jafnt þó að KR-ingar séu með góða forystu. Bestu úrslitin fyrir okkur er að vinna okkar leik svo verður maður bara að sitja og fylgjast með og gangi öllum vel“.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 │Dramatík í Kaplakrika Brandur Olsen tryggði FH-ingum sigur með marki á lokamínútu leiksins. 18. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 │Dramatík í Kaplakrika Brandur Olsen tryggði FH-ingum sigur með marki á lokamínútu leiksins. 18. ágúst 2019 20:30