Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Andri Eysteinsson skrifar 18. ágúst 2019 13:10 Sigurborg Ósk Haraldsóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. FBL/Anton Brink Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Sigurborg segir að ákvörðunin um að ráðast í framkvæmdir á Hverfisgötu hafi verið tekin síðasta vetur en tilkynningar bárust verslunar- og veitingahúsaeigendum, í ákveðnum tilfellum, þremur dögum áður en framkvæmdir hófust. Hefði upplýsingagjöf verið háttað eins og gert er ráð fyrir hefði verslunar- og veitingahúsaeigendum á Hverfisgötu verið greint frá framkvæmdunum vikum eða mánuðum áður en raunin varð.Sjá einnig: Mun fleiri veitingastaðir hafi opnað heldur en lokað síðustu 18 mánuði „Við höfum ákveðið verklag varðandi tilkynningar og samvinnu atvinnulífsins í miðbænum og borgarinnar. Þetta bara klikkaði í þetta skiptið, það verður bara að viðurkennast. Mér þykir það mjög miður,“ sagði Sigurborg Ósk.Rekstrarumhverfi almennt gott í miðbænum Spurð hvort allt kynningarferlið hafi misfarist segir Sigurborg að svo hafi ekki verið. Skilti hafi verið sett upp, fréttatilkynningar hafi verið sendar út og unnið hafi verið að því að halda gönguleiðum opnum. Hins vegar hefði mátt gera betur enda hafi borgin mikla reynslu af framkvæmdum sem þessum. „Við tökum fulla ábyrgð á þessu en það er ekki bara einn þáttur sem segir til um það hvort að fyrirtæki geti haldið áfram rekstri,“ segir Sigurborg og bætir við að í miðbænum sé almennt gott rekstrarumhverfi og verslunarpláss í miðbænum séu mjög eftirsótt. Hæstu fasteignaskattarnir séu hins vegar innheimtir í miðbænum og það geti haft áhrif á rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í miðbæ Reykjavíkur.Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/Reykjavíkurborg„Við erum búin að tilkynna að við ætlum að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á þessu kjörtímabili úr 0,65 í 0,60.“ segir Sigurborg en hún segir að með því muni töluverðu fyrir rekstraraðila því Hagstofan styðst við reiknireglu sem tekur með í reikninginn verðmæti fasteignarinnar, því verði skattarnir oft hæstir í miðbænum.Hlusta má á umræður Sigurborgar og Kristjáns í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Samgöngur Skipulag Sprengisandur Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 „Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði“ Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar. 16. ágúst 2019 10:40 Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Sigurborg segir að ákvörðunin um að ráðast í framkvæmdir á Hverfisgötu hafi verið tekin síðasta vetur en tilkynningar bárust verslunar- og veitingahúsaeigendum, í ákveðnum tilfellum, þremur dögum áður en framkvæmdir hófust. Hefði upplýsingagjöf verið háttað eins og gert er ráð fyrir hefði verslunar- og veitingahúsaeigendum á Hverfisgötu verið greint frá framkvæmdunum vikum eða mánuðum áður en raunin varð.Sjá einnig: Mun fleiri veitingastaðir hafi opnað heldur en lokað síðustu 18 mánuði „Við höfum ákveðið verklag varðandi tilkynningar og samvinnu atvinnulífsins í miðbænum og borgarinnar. Þetta bara klikkaði í þetta skiptið, það verður bara að viðurkennast. Mér þykir það mjög miður,“ sagði Sigurborg Ósk.Rekstrarumhverfi almennt gott í miðbænum Spurð hvort allt kynningarferlið hafi misfarist segir Sigurborg að svo hafi ekki verið. Skilti hafi verið sett upp, fréttatilkynningar hafi verið sendar út og unnið hafi verið að því að halda gönguleiðum opnum. Hins vegar hefði mátt gera betur enda hafi borgin mikla reynslu af framkvæmdum sem þessum. „Við tökum fulla ábyrgð á þessu en það er ekki bara einn þáttur sem segir til um það hvort að fyrirtæki geti haldið áfram rekstri,“ segir Sigurborg og bætir við að í miðbænum sé almennt gott rekstrarumhverfi og verslunarpláss í miðbænum séu mjög eftirsótt. Hæstu fasteignaskattarnir séu hins vegar innheimtir í miðbænum og það geti haft áhrif á rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í miðbæ Reykjavíkur.Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/Reykjavíkurborg„Við erum búin að tilkynna að við ætlum að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á þessu kjörtímabili úr 0,65 í 0,60.“ segir Sigurborg en hún segir að með því muni töluverðu fyrir rekstraraðila því Hagstofan styðst við reiknireglu sem tekur með í reikninginn verðmæti fasteignarinnar, því verði skattarnir oft hæstir í miðbænum.Hlusta má á umræður Sigurborgar og Kristjáns í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Samgöngur Skipulag Sprengisandur Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 „Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði“ Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar. 16. ágúst 2019 10:40 Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
„Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00
„Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði“ Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar. 16. ágúst 2019 10:40
Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00
„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03
Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18