Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Andri Eysteinsson skrifar 18. ágúst 2019 13:10 Sigurborg Ósk Haraldsóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. FBL/Anton Brink Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Sigurborg segir að ákvörðunin um að ráðast í framkvæmdir á Hverfisgötu hafi verið tekin síðasta vetur en tilkynningar bárust verslunar- og veitingahúsaeigendum, í ákveðnum tilfellum, þremur dögum áður en framkvæmdir hófust. Hefði upplýsingagjöf verið háttað eins og gert er ráð fyrir hefði verslunar- og veitingahúsaeigendum á Hverfisgötu verið greint frá framkvæmdunum vikum eða mánuðum áður en raunin varð.Sjá einnig: Mun fleiri veitingastaðir hafi opnað heldur en lokað síðustu 18 mánuði „Við höfum ákveðið verklag varðandi tilkynningar og samvinnu atvinnulífsins í miðbænum og borgarinnar. Þetta bara klikkaði í þetta skiptið, það verður bara að viðurkennast. Mér þykir það mjög miður,“ sagði Sigurborg Ósk.Rekstrarumhverfi almennt gott í miðbænum Spurð hvort allt kynningarferlið hafi misfarist segir Sigurborg að svo hafi ekki verið. Skilti hafi verið sett upp, fréttatilkynningar hafi verið sendar út og unnið hafi verið að því að halda gönguleiðum opnum. Hins vegar hefði mátt gera betur enda hafi borgin mikla reynslu af framkvæmdum sem þessum. „Við tökum fulla ábyrgð á þessu en það er ekki bara einn þáttur sem segir til um það hvort að fyrirtæki geti haldið áfram rekstri,“ segir Sigurborg og bætir við að í miðbænum sé almennt gott rekstrarumhverfi og verslunarpláss í miðbænum séu mjög eftirsótt. Hæstu fasteignaskattarnir séu hins vegar innheimtir í miðbænum og það geti haft áhrif á rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í miðbæ Reykjavíkur.Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/Reykjavíkurborg„Við erum búin að tilkynna að við ætlum að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á þessu kjörtímabili úr 0,65 í 0,60.“ segir Sigurborg en hún segir að með því muni töluverðu fyrir rekstraraðila því Hagstofan styðst við reiknireglu sem tekur með í reikninginn verðmæti fasteignarinnar, því verði skattarnir oft hæstir í miðbænum.Hlusta má á umræður Sigurborgar og Kristjáns í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Samgöngur Skipulag Sprengisandur Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 „Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði“ Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar. 16. ágúst 2019 10:40 Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Sigurborg segir að ákvörðunin um að ráðast í framkvæmdir á Hverfisgötu hafi verið tekin síðasta vetur en tilkynningar bárust verslunar- og veitingahúsaeigendum, í ákveðnum tilfellum, þremur dögum áður en framkvæmdir hófust. Hefði upplýsingagjöf verið háttað eins og gert er ráð fyrir hefði verslunar- og veitingahúsaeigendum á Hverfisgötu verið greint frá framkvæmdunum vikum eða mánuðum áður en raunin varð.Sjá einnig: Mun fleiri veitingastaðir hafi opnað heldur en lokað síðustu 18 mánuði „Við höfum ákveðið verklag varðandi tilkynningar og samvinnu atvinnulífsins í miðbænum og borgarinnar. Þetta bara klikkaði í þetta skiptið, það verður bara að viðurkennast. Mér þykir það mjög miður,“ sagði Sigurborg Ósk.Rekstrarumhverfi almennt gott í miðbænum Spurð hvort allt kynningarferlið hafi misfarist segir Sigurborg að svo hafi ekki verið. Skilti hafi verið sett upp, fréttatilkynningar hafi verið sendar út og unnið hafi verið að því að halda gönguleiðum opnum. Hins vegar hefði mátt gera betur enda hafi borgin mikla reynslu af framkvæmdum sem þessum. „Við tökum fulla ábyrgð á þessu en það er ekki bara einn þáttur sem segir til um það hvort að fyrirtæki geti haldið áfram rekstri,“ segir Sigurborg og bætir við að í miðbænum sé almennt gott rekstrarumhverfi og verslunarpláss í miðbænum séu mjög eftirsótt. Hæstu fasteignaskattarnir séu hins vegar innheimtir í miðbænum og það geti haft áhrif á rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í miðbæ Reykjavíkur.Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/Reykjavíkurborg„Við erum búin að tilkynna að við ætlum að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á þessu kjörtímabili úr 0,65 í 0,60.“ segir Sigurborg en hún segir að með því muni töluverðu fyrir rekstraraðila því Hagstofan styðst við reiknireglu sem tekur með í reikninginn verðmæti fasteignarinnar, því verði skattarnir oft hæstir í miðbænum.Hlusta má á umræður Sigurborgar og Kristjáns í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Samgöngur Skipulag Sprengisandur Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 „Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði“ Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar. 16. ágúst 2019 10:40 Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
„Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00
„Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði“ Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar. 16. ágúst 2019 10:40
Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00
„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03
Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18