Lífið á Hverfisgötu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 08:30 Hassan Shahin klæðskeri á saumastofu sinni á Hverfisgötu. Fréttablaðið/Valli Hassan Shahin klæðskeri stendur fyrir utan saumastofu sína á Hverfisgötu 43 og nýtur sólarinnar. Hann er með málband lagt yfir axlirnar og heilsar glaðlega. Hann býður blaðamanni í vistlega saumastofu sína og býður upp á konfekt úr risastórri Mackintosh-dollu. Búðareigendur á Laugavegi eru duglegir að benda á Hassan ef viðskiptavini vantar að láta gera við flíkur sínar því hann þykir afar fær klæðskeri. Hann hefur ekki efni á að auglýsa en fer stundum með bunka af nafnspjöldum og dreifir þeim í verslanir og til vegfarenda. Og orðsporið breiðist út. Hann saumar einnig gluggatjöld, eða gerir við og setur upp fyrir viðskiptavini sína. „Það er nóg að gera, en því miður kannski aðeins minna undanfarið vegna framkvæmdanna,“ segir Hassan. Framkvæmdirnar eru nokkru neðar í götunni og enn slæðast því viðskiptavinir til Hassan. Það er honum mikilvægt að viðskiptin haldist góð enda hefur hann lagt allt sitt undir. Og kannski meira en aðrir í götunni ef nánar er að gáð.Er að frá morgni til kvölds Það eru tvö ár síðan Hassan kom fyrst til Íslands sem flóttamaður. Hann kom allslaus til landsins frá Írak þar sem hann bjó með föður, móður og bróður við erfiðar aðstæður. En þangað flúði hann fjórum árum áður frá Damaskus í Sýrlandi. Hann fékk samþykkta umsókn sína um hæli á Íslandi fyrir ári. „Ég dvaldi fyrst um sinn á Arnarholti og þar var mér bent á Rauða krossinn í Efstaleiti. Ég fór að fara þangað og þar kynntist ég til dæmis Atla Bollasyni sjálfboðaliða sem aðstoðaði mig mikið. Hann bjó hérna hinum megin við götuna og þegar ég sá þetta húsnæði auglýst hringdi ég strax í hann. Og hér er ég nú,“ segir hann og brosir breitt. „Ég er ánægður hér á Íslandi og finnst lífið gott. Og meira að segja veðrið. Mér hefur gengið vel, ég byrja daginn á vinnu í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Vinn þar frá því snemma um morguninn, hálf sjö til hálf ellefu, síðan kem ég hingað og opna saumastofuna og á kvöldin stunda ég nám í íslensku hjá Mími. Ég hef farið á nokkur námskeið og þetta er allt að koma,“ segir hann. Hann segir þrautseigju þann eiginleika sem hafi komið sér af stað í atvinnuleit og verslunarrekstri. „Ég hef unnið alla tíð sem klæðskeri og því vildi ég halda áfram.“Hassan hefur unnið við saumaskap öll sín fullorðinsár.Fréttablaðið/ValliSælkerabúðin á horninu Franska sælkeraverslunin Hyalín, rekin af þeim Arnaud-Pierre Fourtané og Didier Fitan, á sér trygga aðdáendur. Í versluninni er fjölbreytt úrval af hágæða vörum frá Frakklandi. Stór og ilmandi hvítlauksknippi grípa augað, mikið úrval af súkkulaði, ostar, olíur, sósur og paté, svo fátt eitt sé nefnt. Við búðarborðið eru alræmdar saltkaramellur í skál sem eru vinsælar á meðal viðskiptavina. Þeir Arnaud og Didier eru frá Suðvestur-Frakklandi og fluttu hingað til lands fyrir fjórum árum. Þeir höfðu áður ferðast oft til landsins og heillast af samfélaginu og náttúrufegurð landsins. Þeir bjuggu áður í París í mörg ár, þar ráku þeir bókaforlagið Kaiserin Editions. „Við bjuggum lengi í París en eftir margar ferðir hingað til lands þá hugsuðum við með okkur, af hverju ekki? Af hverju ekki að flytja til Íslands?“Arnaud-Pierre í Hyalin, á Hverfisgötu. Þeir Didier hafa hugað að hverju smáatriði.Fréttablaðið/ValliOrðsporið skiptir máli Þeim líkar vel á Íslandi og leggja mikinn metnað í verslun sína. Þeir handvelja allar vörur til sölu, margar eru frá fjölskyldufyrirtækjum í Frakklandi og lífrænar. „Langstærstur hluti viðskiptavina okkar eru Íslendingar og fólk af frönskum uppruna. En hingað koma líka stundum ferðamenn. Við höfum ekki ráð á að auglýsa og orðsporið er það sem skiptir okkur máli.“ Arnaud segir að sér líki vel á Íslandi. „Myrkrið og veturinn trufla okkur ekki, mér finnst birtan á sumrin erfiðari að venjast. Eftir jólaösina þá lokum við búðinni í heilan mánuð í janúar. Þá tökum við okkur frí og förum til Frakklands.“ Arnaud segir veðrið hafa haft góð áhrif á viðskiptin undanfarna mánuði og segir það hafa vegið upp á móti framkvæmdunum neðar í götunni. „Viðskiptin voru verri síðasta sumar og það var örugglega vegna veðursins. Það hefur verið gott veður í sumar og fleiri á ferli þrátt fyrir framkvæmdirnar,“ segir Arnaud. „Ég verð var við umræðu um að það sé erfitt aðgengi að miðborginni. Ég er ekki viss um að það sér rétt, en ég vona að framkvæmdunum ljúki bráðlega og að götumyndin verði fallegri, þá munum við fá fleira fólk í götuna til okkar.“Guðlaugur Már Ingibjörnsson, Egill Pietro Gíslason, Siggi Strarup Sigurðsson, Lukasz Dziu og Eggert Gíslason Þorsteinsson. Fréttablaðið/ValliVilja bjarga staðnum Egill Pietro Gíslason og Guðlaugur Ingibjörnsson, tveir af sjö eigendum Mat Bars, eru að leggja lokahönd á undirbúning fyrir daginn en gefa sér tíma til að setjast niður með blaðamanni þegar hann rekur inn nefið. Staðurinn er undir áhrifum frá einfaldri ítalskri matargerð og matarhefðum Skandinavíu. Mat Bar er lítill en virkilega fallegur staður, hannaður í anda fimmta og sjötta áratugarins og er sérstaklega vinsæll á meðal leikhúsgesta. Þar er hægt að raða saman smáréttum af matseðli eða velja sér aðalrétt eftir hentugleikum. „Það er rúmt ár síðan við tókum við staðnum,“ segir Guðlaugur frá. „Við sem eigum staðinn í dag vorum flestir að vinna hér saman á Mat Bar þegar það kom upp sú staða að það átti að loka staðnum. Okkur var sagt að því miður þyrfti að loka eftir tvær vikur. En við höfðum lagt svo mikinn metnað í það sem við vorum að gera hér í eldhúsinu að við gátum ekki hugsað okkur að þetta yrði niðurstaðan. Við ákváðum því að gera saman tilboð í reksturinn og taka yfir staðinn, eignast hann smátt og smátt gegn því að bjarga honum. Nú ári síðar gengur þetta, en sumarið hefði getað verið betra,“ segir hann og Egill tekur undir. Þeir reyna að láta áreitið sem fylgir framkvæmdunum ekki hafa áhrif á sig. „Þetta er gaman en mjög krefjandi á sama tíma. Það er alltaf eitthvað spennandi og við breytum matseðlinum eftir því hvaða hráefni er ferskast og best hverju sinni. Á sumrin vinnum við með íslenskt grænmeti, núna erum við til dæmis að vinna með blómkál, hvítkál og hnúðkál. Og í haust tökum við inn sveppi, reyndar erum við með einn svepparétt á matseðlinum núna,“ segir Guðlaugur.Sjö ungir matreiðslumenn keyptu Mat Bar fyrir ári.Framkvæmdir allan tímann Þegar gengið er upp götuna til móts við Mat Bar er gengið fram hjá nokkrum veitingastöðum sem hefur verið lokað. Eigendur staðanna hafa sumir lýst framkvæmdunum sem martröð sem hafi haft úrslitaáhrif á það að reksturinn gekk ekki lengur. „Við erum síðasti veitingastaðurinn á þessari gönguleið sem er ekki búið að loka vegna framkvæmdanna og alveg síðan við tókum við rekstrinum hefur Hverfisgata verið meira og minna undirlögð og lokuð vegna framkvæmda. Fyrst vegna hótelbygginga ofar í götunni. Um leið og þeim framkvæmdum var lokið var byrjað neðar í götunni og því miður vissum við ekki af því fyrr en það var hreinlega búið að girða svæðið af,“ segir Guðlaugur og segist hafa hringt í byrjun vikunnar til að fá upplýsingar. „Ég fékk engar upplýsingar frá Reykjavíkurborg heldur var mér bara bent á að tala við verktakana. Ég náði sambandi við verktakann og hann sagði mér að hann gæti ekki svarað mér, ég ætti bara að hafa samband við Reykjavíkurborg. Hver vísaði á annan. Ég hringdi aftur í Reykjavíkurborg og þá sögðust þeir ætla að klára framkvæmdir fyrir Menningarnótt. Ég leit bara út um gluggann og hugsaði: Nei, það er ekki að fara að gerast,“ segir Guðlaugur en nýjustu fréttir herma að framkvæmdir tefjist enn frekar og alveg óljóst hvenær þeim verður að fullu lokið þegar þetta er skrifað. „Mér hefði fundist í lagi að láta vita. Eigendur á Dill og Systur mættu bara einn daginn og gangstéttin fyrir utan staðinn var bara farin og búið að setja planka í staðinn.“ Guðlaugur og Egill segja að þótt reksturinn gangi merkilega vel þá sakni þeir þess að gestir af götunni komi inn í drykk og smárétti. „Bókunum hjá okkur hefur ekki fækkað en við söknum þess að fá traffík af götunni og finnum fyrir því að fólk nennir ekki að koma hingað af því það veit að það eru framkvæmdir við götuna. Það fer enginn og gerir sér sérstaka gönguferð upp Hverfisgötu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Ákváðu að eignast barn eftir flog í frumskóginum Það eru viðburðaríkir tímar í lífi hjónanna Maríu Rutar Kristinsdóttur og Ingileifar Friðriksdóttur. Ingileif greindist með flogaveiki sem varð mikill örlagavaldur í lífi þeirra. Á aðeins rúmu ári hafa þær gift sig, flutt búferlu 17. ágúst 2019 11:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Hassan Shahin klæðskeri stendur fyrir utan saumastofu sína á Hverfisgötu 43 og nýtur sólarinnar. Hann er með málband lagt yfir axlirnar og heilsar glaðlega. Hann býður blaðamanni í vistlega saumastofu sína og býður upp á konfekt úr risastórri Mackintosh-dollu. Búðareigendur á Laugavegi eru duglegir að benda á Hassan ef viðskiptavini vantar að láta gera við flíkur sínar því hann þykir afar fær klæðskeri. Hann hefur ekki efni á að auglýsa en fer stundum með bunka af nafnspjöldum og dreifir þeim í verslanir og til vegfarenda. Og orðsporið breiðist út. Hann saumar einnig gluggatjöld, eða gerir við og setur upp fyrir viðskiptavini sína. „Það er nóg að gera, en því miður kannski aðeins minna undanfarið vegna framkvæmdanna,“ segir Hassan. Framkvæmdirnar eru nokkru neðar í götunni og enn slæðast því viðskiptavinir til Hassan. Það er honum mikilvægt að viðskiptin haldist góð enda hefur hann lagt allt sitt undir. Og kannski meira en aðrir í götunni ef nánar er að gáð.Er að frá morgni til kvölds Það eru tvö ár síðan Hassan kom fyrst til Íslands sem flóttamaður. Hann kom allslaus til landsins frá Írak þar sem hann bjó með föður, móður og bróður við erfiðar aðstæður. En þangað flúði hann fjórum árum áður frá Damaskus í Sýrlandi. Hann fékk samþykkta umsókn sína um hæli á Íslandi fyrir ári. „Ég dvaldi fyrst um sinn á Arnarholti og þar var mér bent á Rauða krossinn í Efstaleiti. Ég fór að fara þangað og þar kynntist ég til dæmis Atla Bollasyni sjálfboðaliða sem aðstoðaði mig mikið. Hann bjó hérna hinum megin við götuna og þegar ég sá þetta húsnæði auglýst hringdi ég strax í hann. Og hér er ég nú,“ segir hann og brosir breitt. „Ég er ánægður hér á Íslandi og finnst lífið gott. Og meira að segja veðrið. Mér hefur gengið vel, ég byrja daginn á vinnu í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Vinn þar frá því snemma um morguninn, hálf sjö til hálf ellefu, síðan kem ég hingað og opna saumastofuna og á kvöldin stunda ég nám í íslensku hjá Mími. Ég hef farið á nokkur námskeið og þetta er allt að koma,“ segir hann. Hann segir þrautseigju þann eiginleika sem hafi komið sér af stað í atvinnuleit og verslunarrekstri. „Ég hef unnið alla tíð sem klæðskeri og því vildi ég halda áfram.“Hassan hefur unnið við saumaskap öll sín fullorðinsár.Fréttablaðið/ValliSælkerabúðin á horninu Franska sælkeraverslunin Hyalín, rekin af þeim Arnaud-Pierre Fourtané og Didier Fitan, á sér trygga aðdáendur. Í versluninni er fjölbreytt úrval af hágæða vörum frá Frakklandi. Stór og ilmandi hvítlauksknippi grípa augað, mikið úrval af súkkulaði, ostar, olíur, sósur og paté, svo fátt eitt sé nefnt. Við búðarborðið eru alræmdar saltkaramellur í skál sem eru vinsælar á meðal viðskiptavina. Þeir Arnaud og Didier eru frá Suðvestur-Frakklandi og fluttu hingað til lands fyrir fjórum árum. Þeir höfðu áður ferðast oft til landsins og heillast af samfélaginu og náttúrufegurð landsins. Þeir bjuggu áður í París í mörg ár, þar ráku þeir bókaforlagið Kaiserin Editions. „Við bjuggum lengi í París en eftir margar ferðir hingað til lands þá hugsuðum við með okkur, af hverju ekki? Af hverju ekki að flytja til Íslands?“Arnaud-Pierre í Hyalin, á Hverfisgötu. Þeir Didier hafa hugað að hverju smáatriði.Fréttablaðið/ValliOrðsporið skiptir máli Þeim líkar vel á Íslandi og leggja mikinn metnað í verslun sína. Þeir handvelja allar vörur til sölu, margar eru frá fjölskyldufyrirtækjum í Frakklandi og lífrænar. „Langstærstur hluti viðskiptavina okkar eru Íslendingar og fólk af frönskum uppruna. En hingað koma líka stundum ferðamenn. Við höfum ekki ráð á að auglýsa og orðsporið er það sem skiptir okkur máli.“ Arnaud segir að sér líki vel á Íslandi. „Myrkrið og veturinn trufla okkur ekki, mér finnst birtan á sumrin erfiðari að venjast. Eftir jólaösina þá lokum við búðinni í heilan mánuð í janúar. Þá tökum við okkur frí og förum til Frakklands.“ Arnaud segir veðrið hafa haft góð áhrif á viðskiptin undanfarna mánuði og segir það hafa vegið upp á móti framkvæmdunum neðar í götunni. „Viðskiptin voru verri síðasta sumar og það var örugglega vegna veðursins. Það hefur verið gott veður í sumar og fleiri á ferli þrátt fyrir framkvæmdirnar,“ segir Arnaud. „Ég verð var við umræðu um að það sé erfitt aðgengi að miðborginni. Ég er ekki viss um að það sér rétt, en ég vona að framkvæmdunum ljúki bráðlega og að götumyndin verði fallegri, þá munum við fá fleira fólk í götuna til okkar.“Guðlaugur Már Ingibjörnsson, Egill Pietro Gíslason, Siggi Strarup Sigurðsson, Lukasz Dziu og Eggert Gíslason Þorsteinsson. Fréttablaðið/ValliVilja bjarga staðnum Egill Pietro Gíslason og Guðlaugur Ingibjörnsson, tveir af sjö eigendum Mat Bars, eru að leggja lokahönd á undirbúning fyrir daginn en gefa sér tíma til að setjast niður með blaðamanni þegar hann rekur inn nefið. Staðurinn er undir áhrifum frá einfaldri ítalskri matargerð og matarhefðum Skandinavíu. Mat Bar er lítill en virkilega fallegur staður, hannaður í anda fimmta og sjötta áratugarins og er sérstaklega vinsæll á meðal leikhúsgesta. Þar er hægt að raða saman smáréttum af matseðli eða velja sér aðalrétt eftir hentugleikum. „Það er rúmt ár síðan við tókum við staðnum,“ segir Guðlaugur frá. „Við sem eigum staðinn í dag vorum flestir að vinna hér saman á Mat Bar þegar það kom upp sú staða að það átti að loka staðnum. Okkur var sagt að því miður þyrfti að loka eftir tvær vikur. En við höfðum lagt svo mikinn metnað í það sem við vorum að gera hér í eldhúsinu að við gátum ekki hugsað okkur að þetta yrði niðurstaðan. Við ákváðum því að gera saman tilboð í reksturinn og taka yfir staðinn, eignast hann smátt og smátt gegn því að bjarga honum. Nú ári síðar gengur þetta, en sumarið hefði getað verið betra,“ segir hann og Egill tekur undir. Þeir reyna að láta áreitið sem fylgir framkvæmdunum ekki hafa áhrif á sig. „Þetta er gaman en mjög krefjandi á sama tíma. Það er alltaf eitthvað spennandi og við breytum matseðlinum eftir því hvaða hráefni er ferskast og best hverju sinni. Á sumrin vinnum við með íslenskt grænmeti, núna erum við til dæmis að vinna með blómkál, hvítkál og hnúðkál. Og í haust tökum við inn sveppi, reyndar erum við með einn svepparétt á matseðlinum núna,“ segir Guðlaugur.Sjö ungir matreiðslumenn keyptu Mat Bar fyrir ári.Framkvæmdir allan tímann Þegar gengið er upp götuna til móts við Mat Bar er gengið fram hjá nokkrum veitingastöðum sem hefur verið lokað. Eigendur staðanna hafa sumir lýst framkvæmdunum sem martröð sem hafi haft úrslitaáhrif á það að reksturinn gekk ekki lengur. „Við erum síðasti veitingastaðurinn á þessari gönguleið sem er ekki búið að loka vegna framkvæmdanna og alveg síðan við tókum við rekstrinum hefur Hverfisgata verið meira og minna undirlögð og lokuð vegna framkvæmda. Fyrst vegna hótelbygginga ofar í götunni. Um leið og þeim framkvæmdum var lokið var byrjað neðar í götunni og því miður vissum við ekki af því fyrr en það var hreinlega búið að girða svæðið af,“ segir Guðlaugur og segist hafa hringt í byrjun vikunnar til að fá upplýsingar. „Ég fékk engar upplýsingar frá Reykjavíkurborg heldur var mér bara bent á að tala við verktakana. Ég náði sambandi við verktakann og hann sagði mér að hann gæti ekki svarað mér, ég ætti bara að hafa samband við Reykjavíkurborg. Hver vísaði á annan. Ég hringdi aftur í Reykjavíkurborg og þá sögðust þeir ætla að klára framkvæmdir fyrir Menningarnótt. Ég leit bara út um gluggann og hugsaði: Nei, það er ekki að fara að gerast,“ segir Guðlaugur en nýjustu fréttir herma að framkvæmdir tefjist enn frekar og alveg óljóst hvenær þeim verður að fullu lokið þegar þetta er skrifað. „Mér hefði fundist í lagi að láta vita. Eigendur á Dill og Systur mættu bara einn daginn og gangstéttin fyrir utan staðinn var bara farin og búið að setja planka í staðinn.“ Guðlaugur og Egill segja að þótt reksturinn gangi merkilega vel þá sakni þeir þess að gestir af götunni komi inn í drykk og smárétti. „Bókunum hjá okkur hefur ekki fækkað en við söknum þess að fá traffík af götunni og finnum fyrir því að fólk nennir ekki að koma hingað af því það veit að það eru framkvæmdir við götuna. Það fer enginn og gerir sér sérstaka gönguferð upp Hverfisgötu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Ákváðu að eignast barn eftir flog í frumskóginum Það eru viðburðaríkir tímar í lífi hjónanna Maríu Rutar Kristinsdóttur og Ingileifar Friðriksdóttur. Ingileif greindist með flogaveiki sem varð mikill örlagavaldur í lífi þeirra. Á aðeins rúmu ári hafa þær gift sig, flutt búferlu 17. ágúst 2019 11:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Ákváðu að eignast barn eftir flog í frumskóginum Það eru viðburðaríkir tímar í lífi hjónanna Maríu Rutar Kristinsdóttur og Ingileifar Friðriksdóttur. Ingileif greindist með flogaveiki sem varð mikill örlagavaldur í lífi þeirra. Á aðeins rúmu ári hafa þær gift sig, flutt búferlu 17. ágúst 2019 11:00