Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 12:15 Það gætu leynst E.coli-bakteríur í þessum borgurum og því nauðsynlegt að steikja þá í gegn. Getty/Tetra Images Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki „í gegn“ til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. Nauðsynlegt er að kjarnhitastig hakkaðra vara sé að minnsta kosti 75 gráður til að drepa bakteríuna og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur. Eiturmyndandi E.coli, hinar svokölluðu STEC-bakteríur, hafa verið fyrirferðamiklar í fréttaflutning sumarsins. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II fyrr í sumar, þar af voru 22 börn. Matvælastofnun telur faraldurinn í Efstadal gefa tilefni til að árétta mikilvægi almenns hreinlætis og handþvottar við meðhöndlun matvæla, sem stofnunin gerir á heimasíðu sinni. Þá sé einnig mikilvægt að huga að steikingu kjötvara, enda sýndu rannsóknir á síðasta ári að STEC-bakteríur finnast í um 30% sýna af lambakjöti og um 11,5% af nautakjöti á íslenskum smásölumarkaði.Steikin má vera rauð, ekki borgarinn Þrátt fyrir það segir Matvælastofnun að ekki þurfi að óttast þó nautasteikur eða lambakjöt sé ekki gegnumsteikt. Á hráum kjötstykkjum eru bakteríur á ysta lagi kjötsins en ekki inni í vöðvanum. Þær drepast því þegar kjötið er steikt eða grillað við háan hita. Annað gildi þó um hamborgara og aðra rétti úr hökkuðu kjöti. „Þegar kjöt er hakkað dreifast örverur um kjötið. Létt steiking drepur því ekki bakteríur sem eru til staðar í kjötinu. Til þess að drepa STEC og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur verður að steikja hamborgarana og aðra rétti úr hakki í gegn eða þannig að kjarnahitastig sé a.m.k. 75°C,“ útskýrir Matvælastofnun sem ráðleggur fólki að hafa þrennt í huga áður en hamborgarar eru bornir fram:Að borgarinn sé gegnumheitur (Ath. setjið ostinn ekki of snemma á kjötið)Ef borgarinn er skorinn í miðju á ekki að sjást í bleikt kjötAð safi sem rennur úr kjötin sé tær E.coli á Efstadal II Matur Tengdar fréttir Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki „í gegn“ til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. Nauðsynlegt er að kjarnhitastig hakkaðra vara sé að minnsta kosti 75 gráður til að drepa bakteríuna og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur. Eiturmyndandi E.coli, hinar svokölluðu STEC-bakteríur, hafa verið fyrirferðamiklar í fréttaflutning sumarsins. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II fyrr í sumar, þar af voru 22 börn. Matvælastofnun telur faraldurinn í Efstadal gefa tilefni til að árétta mikilvægi almenns hreinlætis og handþvottar við meðhöndlun matvæla, sem stofnunin gerir á heimasíðu sinni. Þá sé einnig mikilvægt að huga að steikingu kjötvara, enda sýndu rannsóknir á síðasta ári að STEC-bakteríur finnast í um 30% sýna af lambakjöti og um 11,5% af nautakjöti á íslenskum smásölumarkaði.Steikin má vera rauð, ekki borgarinn Þrátt fyrir það segir Matvælastofnun að ekki þurfi að óttast þó nautasteikur eða lambakjöt sé ekki gegnumsteikt. Á hráum kjötstykkjum eru bakteríur á ysta lagi kjötsins en ekki inni í vöðvanum. Þær drepast því þegar kjötið er steikt eða grillað við háan hita. Annað gildi þó um hamborgara og aðra rétti úr hökkuðu kjöti. „Þegar kjöt er hakkað dreifast örverur um kjötið. Létt steiking drepur því ekki bakteríur sem eru til staðar í kjötinu. Til þess að drepa STEC og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur verður að steikja hamborgarana og aðra rétti úr hakki í gegn eða þannig að kjarnahitastig sé a.m.k. 75°C,“ útskýrir Matvælastofnun sem ráðleggur fólki að hafa þrennt í huga áður en hamborgarar eru bornir fram:Að borgarinn sé gegnumheitur (Ath. setjið ostinn ekki of snemma á kjötið)Ef borgarinn er skorinn í miðju á ekki að sjást í bleikt kjötAð safi sem rennur úr kjötin sé tær
E.coli á Efstadal II Matur Tengdar fréttir Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11