Alfreð: Við munum nota reynsluna í Hólmfríði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 11:00 Alfreð Elías Jóhannsson vísir Alfreð Elías Jóhannsson getur orðið fyrstur til þess að stýra liði Selfoss til bikarmeistaratitils þegar hann mætir með sínar stúlkur gegn KR í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á morgun, laugardag. „Það er komin mikil spenna í liðið og bæjarfélagið, mikil tilhlökkun og spenna,“ sagði Alfreð á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn á morgun. Selfoss hefur farið tvisvar í bikarúrslitaleikinn, árin 2014 og 2015. Báðir leikirnir voru gegn Stjörnunni og báðir töpuðust. „Allt er þegar þrennt er, það er bara svoleiðis.“ „Við erum með sex leikmenn í liðinu sem hafa reynslu af því að tapa í úrslitaleik og þær hafa gert það tvisvar. Síðan erum við með eina sem hefur unnið þrisvar, hana Fríðu [Hólmfríði Magnúsdóttur].“ „Við munum nota þessa reynslu vel og nýta hana.“ Selfoss og KR mættust fyrir rúmum mánuði síðan í deildinni þar sem Selfoss vann 1-0 sigur. Hvernig leik býst Alfreð við að fá á Laugardalsvelli? „Ég býst við skemmtilegum leik. Þetta eru tvö mjög áþekk lið, KR-ingar heldur betur að spila betur og betur, þetta verður skemmtilegur leikur.“ „Frábær leikur til að fara á fyrir fjölskyldumeðlimi hvort sem það eru Selfyssingar eða KR-ingar eða hvaðan sem það er. Ég hvet fólk endilega til þess að koma.“ En er Alfreð kominn með lykilinn að því að sigra KR? „Ég legg bara upp leikinn, stelpurnar spila.“ „Við þjálfararnir erum bara á línunni og leyfum þeim að njóta þessa augnabliks að spila þennan leik. Þær munu gera okkur Selfyssinga stolta, pottþétt,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson. Bikarúrslitaleikurinn er á Laugardalsvelli á morgun, laugardaginn 17. ágúst, og hefst hann klukkan 17:00. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending hálftíma fyrir leik. Fyrir þá sem ætla að mæta á völlinn vill KSÍ hvetja fólk til þess að kaupa miða fyrir fram á tix.is. Mjólkurbikarinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Alfreð Elías Jóhannsson getur orðið fyrstur til þess að stýra liði Selfoss til bikarmeistaratitils þegar hann mætir með sínar stúlkur gegn KR í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á morgun, laugardag. „Það er komin mikil spenna í liðið og bæjarfélagið, mikil tilhlökkun og spenna,“ sagði Alfreð á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn á morgun. Selfoss hefur farið tvisvar í bikarúrslitaleikinn, árin 2014 og 2015. Báðir leikirnir voru gegn Stjörnunni og báðir töpuðust. „Allt er þegar þrennt er, það er bara svoleiðis.“ „Við erum með sex leikmenn í liðinu sem hafa reynslu af því að tapa í úrslitaleik og þær hafa gert það tvisvar. Síðan erum við með eina sem hefur unnið þrisvar, hana Fríðu [Hólmfríði Magnúsdóttur].“ „Við munum nota þessa reynslu vel og nýta hana.“ Selfoss og KR mættust fyrir rúmum mánuði síðan í deildinni þar sem Selfoss vann 1-0 sigur. Hvernig leik býst Alfreð við að fá á Laugardalsvelli? „Ég býst við skemmtilegum leik. Þetta eru tvö mjög áþekk lið, KR-ingar heldur betur að spila betur og betur, þetta verður skemmtilegur leikur.“ „Frábær leikur til að fara á fyrir fjölskyldumeðlimi hvort sem það eru Selfyssingar eða KR-ingar eða hvaðan sem það er. Ég hvet fólk endilega til þess að koma.“ En er Alfreð kominn með lykilinn að því að sigra KR? „Ég legg bara upp leikinn, stelpurnar spila.“ „Við þjálfararnir erum bara á línunni og leyfum þeim að njóta þessa augnabliks að spila þennan leik. Þær munu gera okkur Selfyssinga stolta, pottþétt,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson. Bikarúrslitaleikurinn er á Laugardalsvelli á morgun, laugardaginn 17. ágúst, og hefst hann klukkan 17:00. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending hálftíma fyrir leik. Fyrir þá sem ætla að mæta á völlinn vill KSÍ hvetja fólk til þess að kaupa miða fyrir fram á tix.is.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira