Mótmæltu við sendiráð Indlands á Túngötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2019 15:08 Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði. Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, sagði í ávarpi til þingsins á dögunum að leitað yrði til alþjóðlegra dómstóla. Með afnámi réttindanna verður utanaðkomandi aðilum heimilað að eignast fasteignir í héraðinu. Þetta telja Pakistanar tilraun til að breyta íbúasamsetningu héraðsins. Um er að ræða afturköllun 370. grein indversku stjórnarskrárinnar. Greinin veitir indverska hluta Kasmír töluverða sjálfstjórn í öllum málum nema utanríkismálum, varnarmálum og samskiptamálum. „Við mótmælum sterklega þessari ákvörðun indversku ríkisstjórnarinnar,“ sagði S.M. Nasir Uz-Zaman fyrir utan sendiráðið í dag. Á milli 20 og 30 mótmælendur voru mættir og héldu sumir hverjir á skiltum þar sem aðgerðum Indverja var líkt við hryðjuverk og þeir hvattir til að hætta manndrápum. Krefjast þeir að Indverjar dragi til baka afturköllun á greininni.Lögregla fylgdist með Mótmælendur fullyrða að íbúar í Kasmír-héraði hafi ekki aðgang að mat og vatni. Fleiri hundruð þúsund hermenn hafi verið sendir til Kasmír til að drepa íbúa. Fulltrúar lögreglu voru á vettvangi og fylgdust með því að allt færi friðsamlega fram. Um 12 milljónir búa í indverska hluta Kasmír, mikill meirihluti þeirra eru múslimar og er fastlega gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar aðgerðir Indlandsstjórnar verði mótmælt af íbúum héraðsins. Það hefur lengi verið draumur indverska þjóðernissinna að afnema sjálfsstjórn héraðsins, en þangað til nú hefur engin ríkisstjórn Indlands látið undan kröfum þeirra. Að neðan má sjá frá mótmælunum við Túngötu í dag. Indland Pakistan Reykjavík Tengdar fréttir Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00 Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. 5. ágúst 2019 09:33 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði. Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, sagði í ávarpi til þingsins á dögunum að leitað yrði til alþjóðlegra dómstóla. Með afnámi réttindanna verður utanaðkomandi aðilum heimilað að eignast fasteignir í héraðinu. Þetta telja Pakistanar tilraun til að breyta íbúasamsetningu héraðsins. Um er að ræða afturköllun 370. grein indversku stjórnarskrárinnar. Greinin veitir indverska hluta Kasmír töluverða sjálfstjórn í öllum málum nema utanríkismálum, varnarmálum og samskiptamálum. „Við mótmælum sterklega þessari ákvörðun indversku ríkisstjórnarinnar,“ sagði S.M. Nasir Uz-Zaman fyrir utan sendiráðið í dag. Á milli 20 og 30 mótmælendur voru mættir og héldu sumir hverjir á skiltum þar sem aðgerðum Indverja var líkt við hryðjuverk og þeir hvattir til að hætta manndrápum. Krefjast þeir að Indverjar dragi til baka afturköllun á greininni.Lögregla fylgdist með Mótmælendur fullyrða að íbúar í Kasmír-héraði hafi ekki aðgang að mat og vatni. Fleiri hundruð þúsund hermenn hafi verið sendir til Kasmír til að drepa íbúa. Fulltrúar lögreglu voru á vettvangi og fylgdust með því að allt færi friðsamlega fram. Um 12 milljónir búa í indverska hluta Kasmír, mikill meirihluti þeirra eru múslimar og er fastlega gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar aðgerðir Indlandsstjórnar verði mótmælt af íbúum héraðsins. Það hefur lengi verið draumur indverska þjóðernissinna að afnema sjálfsstjórn héraðsins, en þangað til nú hefur engin ríkisstjórn Indlands látið undan kröfum þeirra. Að neðan má sjá frá mótmælunum við Túngötu í dag.
Indland Pakistan Reykjavík Tengdar fréttir Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00 Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. 5. ágúst 2019 09:33 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00
Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. 5. ágúst 2019 09:33