Lífið

Beggi samdi lag til dætra sinna sem höfðu verið á löngu ferðalagi fjarri honum

Birgir Olgeirsson skrifar
Tónlistarmaðurinn Beggi Smári hefur gefið út nýtt lag sem heitir Brostu. Lagið samdi Beggi til dætra sinna í sumar þegar þær höfðu verið á löngu ferðalagi í útlöndum frá honum. Önnur þeirra, Hrönn, skaut einmitt myndbandið við lagið sem Beggi hefur sent frá sér. 

Kassagítarinn er í aðahlutverki í laginu sem er í glaðværum þjóðlagastíl.

Honum til halds og traust í upptökum voru bróðir hans Örlygur Smári „ofurpródúsent“ og Einar Scheving trommari sem bætti við skemmtilegu slagverki.

„Ég hef verið að spila mikið síðustu mánuði í Skandinavíu og Englandi. En næst á dagskrá er Melodica Festival í lok ágúst áður en ég held út til Þýskalands einn með kassagítarinn og hef leikinn á Acoustic Dusseldorf festivalinu og svo víðar í framhaldinu,“ segir Beggi.

Hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið sem dóttir hans skaut:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×