Ástþór varar við netsvindli í hans nafni: „Þetta er algjör uppspuni frá rótum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2019 21:41 Ástþór Magnússon. Vísir/Hanna Ástþór Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, vill vekja athygli á falsfrétt sem er í dreifingu á Facebook og annars staðar á netinu þar sem hann er sagður vera Bitcoin-frumkvöðull og hafi hagnast mjög á viðskiptum með rafmyntina. Ástþór segir að um hreinan uppspuna sé að ræða og telur hann um að einhvers konar netsvindl sé að ræða.Líkt og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti af síðunni er fréttin látin líta út fyrir að hafa verið birt á vef Viðskiptablaðsins. Þar eru notaðar myndir af Ástþóri og hann sagður vera að benda Íslendingum á að hægt væri að hagnast mjög á viðskiptum með rafmyntina Bitcoin með því að nota ákveðið forrit.„Þetta er algjör uppspuni frá rótum,“ segir Ástþór í samtali við Vísi um málið. „Ég tengist þessum aðilum eða þessu fyrirtæki ekki á nokkurn hátt hvorki fyrr né síðar.“Viðskiptabaðið er ekki til.Skjáskot.Þegar nánar er að gáð er augljóst að verið er að reyna að blekkja netverja með „fréttinni.“ Í haus síðunnar stendur Viðskiptabaðið, auk þess sem að íslenskan er hreint ekki til fyrirmyndar. Mörg dæmi eru um að óprúttnir aðilar reyni að notfæra sér nafntoga Íslendinga og vel þekktar fréttasíður til þess að blekkja fólk. Þannig hefur nafn rithöfundurins og viðskiptamannsins Ólafs Jóhanns Ólafssonar verið nýtt í sama tilgangi, sem og nafn forsetans. Meira að segja hefur fjármálaráðuneytið verið notað í þessum tilgangi.„Ég vil að fólk viti af því að þetta er bara kjaftæði“ Ástþór segir hafa séð sig knúinn til þess að láta vita að hann væri ekki á bak við þessar frétt enda hafi nokkrir sett sig í samband við hann til þess að benda honum á þetta.„Ég vil að fólk viti af því að þetta er bara kjaftæði. Ég vil ekki að einhver fari í að lenda í klónum á einhverjum svindlurum að fjárfesta peningum í einhverja algjöra lygasögu,“ segir Ástþór.Segist hann hafa látið lögregluna vita þar sem Facebook sé borgað fyrir að dreifa fréttinni. Vill hann að lögreglan hafi samband við Facebook svo taka megi auglýsingina úr birtingu, auk þes sem hann vill að lögreglan láti fólk vita að um svindl sé að ræða.Ekki er langt síðan lögreglan varaði við falsfréttasvindli á borð við það sem virðist vera á ferðinni hér. Í tilkynningu lögreglu sagði að svindl fyrirtækjanna fælist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hyrfu peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað. Rafmyntir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Peningar hverfa hratt í viðskiptum við falsfréttasvindlara Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum. 4. febrúar 2018 11:34 Grínistinn Helgi Steinar sagður dáinn í falsfrétt: „Ég hef alveg dáið áður, en þá oftast bara upp á sviði“ Grínistinn Helgi Steinar Gunnlaugsson var umfjöllunarefni í falsfréttum á dögunum þar sem tilkynnt var um andlát hans. Helgi segist ekki skilja hvatann á bakvið slíkar fréttir. 24. mars 2018 21:30 Fjármálaráðuneytið sagt hafa eytt milljörðum í Bitcoin-fyrirtæki í falsfrétt Í fréttinni er sagt að fjármálaráðuneytið hafi eytt 100 milljónum dollara, um ellefu milljörðum króna, til þess að kaupa nýsköpunarfyrirtækið The Bitcoin Revolution sem sagt er að sýsli með rafmyntir og tækni tengda þeim. 23. október 2018 13:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ástþór Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, vill vekja athygli á falsfrétt sem er í dreifingu á Facebook og annars staðar á netinu þar sem hann er sagður vera Bitcoin-frumkvöðull og hafi hagnast mjög á viðskiptum með rafmyntina. Ástþór segir að um hreinan uppspuna sé að ræða og telur hann um að einhvers konar netsvindl sé að ræða.Líkt og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti af síðunni er fréttin látin líta út fyrir að hafa verið birt á vef Viðskiptablaðsins. Þar eru notaðar myndir af Ástþóri og hann sagður vera að benda Íslendingum á að hægt væri að hagnast mjög á viðskiptum með rafmyntina Bitcoin með því að nota ákveðið forrit.„Þetta er algjör uppspuni frá rótum,“ segir Ástþór í samtali við Vísi um málið. „Ég tengist þessum aðilum eða þessu fyrirtæki ekki á nokkurn hátt hvorki fyrr né síðar.“Viðskiptabaðið er ekki til.Skjáskot.Þegar nánar er að gáð er augljóst að verið er að reyna að blekkja netverja með „fréttinni.“ Í haus síðunnar stendur Viðskiptabaðið, auk þess sem að íslenskan er hreint ekki til fyrirmyndar. Mörg dæmi eru um að óprúttnir aðilar reyni að notfæra sér nafntoga Íslendinga og vel þekktar fréttasíður til þess að blekkja fólk. Þannig hefur nafn rithöfundurins og viðskiptamannsins Ólafs Jóhanns Ólafssonar verið nýtt í sama tilgangi, sem og nafn forsetans. Meira að segja hefur fjármálaráðuneytið verið notað í þessum tilgangi.„Ég vil að fólk viti af því að þetta er bara kjaftæði“ Ástþór segir hafa séð sig knúinn til þess að láta vita að hann væri ekki á bak við þessar frétt enda hafi nokkrir sett sig í samband við hann til þess að benda honum á þetta.„Ég vil að fólk viti af því að þetta er bara kjaftæði. Ég vil ekki að einhver fari í að lenda í klónum á einhverjum svindlurum að fjárfesta peningum í einhverja algjöra lygasögu,“ segir Ástþór.Segist hann hafa látið lögregluna vita þar sem Facebook sé borgað fyrir að dreifa fréttinni. Vill hann að lögreglan hafi samband við Facebook svo taka megi auglýsingina úr birtingu, auk þes sem hann vill að lögreglan láti fólk vita að um svindl sé að ræða.Ekki er langt síðan lögreglan varaði við falsfréttasvindli á borð við það sem virðist vera á ferðinni hér. Í tilkynningu lögreglu sagði að svindl fyrirtækjanna fælist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hyrfu peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað.
Rafmyntir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Peningar hverfa hratt í viðskiptum við falsfréttasvindlara Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum. 4. febrúar 2018 11:34 Grínistinn Helgi Steinar sagður dáinn í falsfrétt: „Ég hef alveg dáið áður, en þá oftast bara upp á sviði“ Grínistinn Helgi Steinar Gunnlaugsson var umfjöllunarefni í falsfréttum á dögunum þar sem tilkynnt var um andlát hans. Helgi segist ekki skilja hvatann á bakvið slíkar fréttir. 24. mars 2018 21:30 Fjármálaráðuneytið sagt hafa eytt milljörðum í Bitcoin-fyrirtæki í falsfrétt Í fréttinni er sagt að fjármálaráðuneytið hafi eytt 100 milljónum dollara, um ellefu milljörðum króna, til þess að kaupa nýsköpunarfyrirtækið The Bitcoin Revolution sem sagt er að sýsli með rafmyntir og tækni tengda þeim. 23. október 2018 13:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15
Peningar hverfa hratt í viðskiptum við falsfréttasvindlara Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum. 4. febrúar 2018 11:34
Grínistinn Helgi Steinar sagður dáinn í falsfrétt: „Ég hef alveg dáið áður, en þá oftast bara upp á sviði“ Grínistinn Helgi Steinar Gunnlaugsson var umfjöllunarefni í falsfréttum á dögunum þar sem tilkynnt var um andlát hans. Helgi segist ekki skilja hvatann á bakvið slíkar fréttir. 24. mars 2018 21:30
Fjármálaráðuneytið sagt hafa eytt milljörðum í Bitcoin-fyrirtæki í falsfrétt Í fréttinni er sagt að fjármálaráðuneytið hafi eytt 100 milljónum dollara, um ellefu milljörðum króna, til þess að kaupa nýsköpunarfyrirtækið The Bitcoin Revolution sem sagt er að sýsli með rafmyntir og tækni tengda þeim. 23. október 2018 13:30